Eyjafréttir í dag – Stútfullt blað af flottu efni
Nýjasta tölublað Eyjafrétta kemur út í dag og er fjölbreytt að efni að venju. Meginstefið er sjávarútvegur í Vestmannaeyjum í sinni víðustu mynd og þjónustan við hann. Tilefnið er Sjávarútvegssýningin í Smáranum í Kópavogi sem opnuð verður í dag. Þar verða Eyjafréttir sýnilegar og kynna það sem Vestmannaeyjar hafa upp á bjóða í veiðum, vinnslu […]
Krónan – Íslenskt grænmeti á bændamarkaði
Hinn vinsæli Bændamarkaður í verslunum Krónunnar um land allt hefst í dag, föstudaginn 6. september, þegar verslanirnar opna dyr sínar, fullar af fjölbreyttu, fersku og ópökkuðu grænmeti beint frá býli íslenskra garðyrkjubænda hvaðanæva að á landinu. Þetta er í áttunda sinn sem Bændamarkaður Krónunnar er haldinn og er óhætt að segja að vinsældir hans meðal viðskiptavina […]
Frá Manchester á Matey
„Við erum spennt að fá hina hæfileikaríka matreiðslukonu Rosie May Maguire á veitingastaðinn Slippinn á Matey sjávarréttahátíðina í Eyjum.“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Þar segir jafnframt að ferðalag Rosie í gegnum matreiðsluheiminn hafi einkennst af ástríðu hennar, forvitni og hollustu við handverkið. Hún er með BA gráðu í matreiðslulist frá háskólanum í Derby […]
Rekstrarvörudeild Voot færist til Hampiðjan Ísland
Dótturfyrirtæki Hampiðjunnar, Voot ehf., hefur á undanförnum árum vaxið og dafnað eftir kaup Hampiðjunnar á 68% hlut í fyrirtækinu árið 2017. Voot hefur byggt upp sterka markaðsstöðu í útgerðar- og rekstrarvörum ásamt því að þróa sjóvinnufatalínuna MarWear og því sem fyrirtækið var upphaflega stofnað til – að útvega beitu til línuveiðiskipa. Hampiðjan Ísland, sem er […]
Krafa um stóra og öfluga bíla
Jón Steinar – Vörubílar eru hans mál: Jón Steinar, sem á og rekur Braggabíla er yngstur bræðranna þriggja en bílar áttu fljótt hug hans allan. Fetaði sömu slóð og Sigurjón og Darri, lærði bifvélavirkjun og vann með þeim í 17 ár. Breytti um kúrs, keypti sér vörubíl og fetaði í fótspor pabbans, Adolfs Sigurjónssonar. Hann […]
Verðum að halda í það litla sem við höfum
„Það kom út mikið af skemmtilegum bókum núna í vor og sumar og það er búin að vera fín bóksala hérna. Fólk er sem betur fer enn að lesa,“ segir Erla Halldórsdóttir, verslunarstjóri Eymundsson. Skólarnir eru að byrja og skiptibókamarkaðurinn er kominn á fullt en þar er tekið á móti notuðum námsbókum sem kenndar eru […]
Fékk fyrstu Honduskellinöðruna 12 ára
Darri í Bragganum hefur nóg að gera: Gunnar Darri rekur málningar- og réttingarverkstæðið Braggann og hefur gert í áratugi. Auk þess hefur hann verið umsvifamikill í bílaviðskiptum og hefur verið með umboð fyrir Honda í aldarfjórðung og er enn. „Ég byrjaði með Hondu 1999 fyrir Bernhard ehf. og árið 2002 bættist Peugeot við eftir að […]
Traustir kúnnar og 40 ára reynsla
Bílaverkstæði Sigurjóns – alhliða þjónusta „Ég stofnaði fyrirtækið 1. nóvember 1986, Bílaverkstæði Sigurjóns. Darri bróðir kom inn í það eftir eitt ár og Jón Steinar bróðir okkar eftir það og þá varð til Bílaverkstæðið Bragginn. Ekki man ég hvaða ár það var sem ég fór út úr því og keypti Smurstöð Skeljungs við Græðisbraut. Var […]
Lexusbílar vinsælir í Vestmannaeyjum
„Lexus bílar hafa notið vinsælda í Vestmannaeyjum frá því þeir komu á markað hér á landi árið 2000. Við leggjum okkur fram um að standast allar þær kröfur sem eigendur Lexus eiga rétt á. Þetta kann Eyjafólk að meta þannig að sambandið er gott,“ segir Elías Þór Grönvold, sölustjóri Lexus á Íslandi og bendir á […]