Hin ljúfsáru jól

Svolítið sérstök jólin hjá okkur í ár, en þann 17. desember sl. var bróðir eiginkonunnar, Ólafur Guðmundur Unnar Tórshamar, borinn til grafar, en konan mín var einmitt í heimsókn hjá honum á sínum tíma þegar við kynntumst, en Óli bjó þá á Heiðarveginum og vann í Vinnslustöðinni fyrir 35 árum síðan, en hann hafði átt […]
Herjólfur siglir til Þorlákshafnar síðdegis

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar í dag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 (Áður ferð kl. 17:00). Brottför frá Þorlákshöfn kl. 19:45 (Áður ferð kl. 20:45), segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Hvað varðar siglingar fyrir morgundaginn verður gefin út tilkynning kl. 06:00 í fyrramálið. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því […]
Jólahvíslið í kvöld

„Hugsunin með Jólahvísli er að allir geti komið á jólatónleika óháð fjárhag og þess vegna er frítt inn, við elskum þennan tíma, aðventuna og jólin. Boðskapur jólanna er það besta sem okkur öllum hefur verið gefið. Jesús kom með von, frið og frelsi sem varir enn,” segir Helgi Tórshamar í samtali við Eyjafréttir en í […]
Á jólaballi í Safnahúsinu

Í gær var var haldið jólaball í Einarsstofu í Safnahúsinu. Tilefnið var lokahóf Jólasveinaklúbbsins. Börn sem skiluðu inn lestrarhesti fengu glaðning. Þá komu persónur frá Dýrunum í Hálsaskógi í heimsókn og að sjálfsögðu kom jólasveinn á ballið. Góð mæting var og skemmtileg jólastemning. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari leit þar við og má sjá myndasyrpu hans hér […]