Í gær var var haldið jólaball í Einarsstofu í Safnahúsinu. Tilefnið var lokahóf Jólasveinaklúbbsins. Börn sem skiluðu inn lestrarhesti fengu glaðning. Þá komu persónur frá Dýrunum í Hálsaskógi í heimsókn og að sjálfsögðu kom jólasveinn á ballið.
Góð mæting var og skemmtileg jólastemning. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari leit þar við og má sjá myndasyrpu hans hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst