Heimilisfólk Hraunbúða framleiðir armbönd og körfur
Heimilisfólk Hraunbúða vinnur þessa dagana að framleiðslu á einstaklega fallegum og persónulegum armböndum og körfum fyrir jólin. Við náðum tali af Sonju Andrésdóttur virkni- og tómstunda fulltrúa á Hraunbúðum og sagði hún að ákveðið hafi verið að selja framleiðsluna og setja ágóða sölunnar í áframhaldandi virkni á Hraunbúðum. Allar körfurnar og armböndin eru handgerð af […]
Stuð og stemning á Októberfest
Höllinni var breytt í München í gær þegar blásið var til Októberfest. Matti Matt, Ásgeir Páll partýstjóri og hinn þýskættaði Micka Frurry héldu uppi stuðinu. Óskar Pétur Friðriksson leit þar við og smellti nokkrum myndum. (meira…)
Gamla myndin: Smalaferð í Suðurey
Óskar Pétur Friðriksson heldur áfram að grúska í ljósmyndasafni sínu og rifja upp gamla tíma í Eyjum. Nú fer hann aftur til ársins 2010. Gefum Óskari orðið: „Þar sem sláturtíð stendur sem hæst þetta haustið er gamla myndin frá árinu 2010 er fjárbændur og vinir þeirra fóru og smöluðu fé sínu í Suðurey. Féð var […]
Árgangur 1958 kann að skemmta sér
Árgangur 1958 í Vestmannaeyjum er að sjálfsögðu besti Eyjaárgangurinn frá upphafi. Hittust á árgangsmóti um helgina og hófst fjörið í Zame krónni á föstudagskvöldið. Þar skemmtu sér allir eins og enginn væri morgundagurinn. Lundapysja gerðist boðflenna og að sjálfsögðu vakti hún mikla athygli. Seinni partinn á laugardeginum hittust þau á Brothers Brewery og þaðan var […]
Hjúkrunarfræðin er mín ástríða
Iðunn Dísa Jóhannesdóttir, deildarstjóri hjúkrunar á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum er í viðtali á vefsíðu stofnunarinnar í dag. Viðtalið má lesa í heild sinni hér að neðan. Iðunn fæddist 9. október 1961 í Eyjum og er alin þar upp. Hún starfaði hjá Ísfélagi Vestmannaeyja í fjórtán ár eftir framhaldsskólanám, fyrst í fiskvinnslu og seinna […]
Heimsókn bandaríska sendiherrans
Carrin Patman, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, kom í heimsókn til Eyja ásamt eiginmanni sínum í síðustu viku. Drífa Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs tók á móti þeim. Fengu þau að sjá endurbæturnar á Ráðhúsinu áður en farið var í heimsókn í Sealife. Mikil upplifun var að sjá mjaldrana og lundapysjurnar sem þar eru. Eftir heimsóknina í […]
„Allir í skýjunum með daginn“
Í gær buðu Hollvinasamtök Hraunbúða heimilisfólkinu á Hraunbúðum á Tangann í kaffi, heitt súkkulaði, köku og svo í bíltúr um fallegu eyjuna okkar. Sagt er frá þessu á facebook-síðu samtakana. Þar segir jafnframt að þau hafi fengið blíðskaparveður og allir í skýjunum með daginn. „Við viljum þakka styrktaraðilum okkar fyrir að hjálpa okkur að gleðja […]
Þakkir frá Minningarsjóði Gunnars Karls
„Tuttugu yndislegir hlauparar spreyttu síg í Reykjavíkurmaraþoninu um síðastliðna helgi og söfnuðu í leiðinni áheitum fyrir Minningarsjóðinn og þvílíkur dagur! Söfnunin fór langt fram úr væntingum og erum við óendanlega þakklát fyrir framlag hlauparanna, þeim sem hétu á þau og allra sem hvöttu áfram á hliðarlínunni og sendu góðar hugsanir,“ segir á FB-síðu Minningarsjóðs Gunnars […]
ÞAÐ ER SPENNANDI AÐ VERA BRENNANDI
Aglow konur hlakka til að hittast aftur eftir sumarfrí. Fyrsti Aglowfundur haustsins verður miðvikudagskvöldið 4. september kl. 19.30 í Safnaðarheimili Landakirkju. Það verður gott að koma saman og við byrjum samveruna með hressingu og svo syngjum við og eigum samfélag saman. Konur á öllum aldri eru sérstaklega velkomnar. Við ætlum að fjalla um það hvaða […]
Þórhallur sendir frá sér fimmtu ljóðabókina
Ljóðabókin, Um yfirvegaðan ofsa eftir Þórhall Helga Barðason er fjölbreytt að að efnisvali, allt frá stuttum einlægum ástarljóðum og tileinkunum í langa absúrd prósa. Glens er ekki langt undan. Allir ættu að fá eitthvað við sitt hæfi. Hér er velt upp stórum sem smáum spurningum um lífið og tilveruna. Bókin kom út í sumar en Þórhallur […]