Sjötti bekkur sýndi helgileik í kirkjunni
Nemendur 6. bekkjar Grunnskóla Vestmannaeyja fluttu skemmtilega og fallega sýningu á helgileiknum fyrir fullum sal í Landakirkjunni. Hefð hefur skapast fyrir því að Helgileikurinn sé sýndur af grunnskólanemendum á þessum tíma árs. Hver nemandi átti sinn hlut í leiksýningunni og stóðu þau sig öll með prýði. Jarl Sigurgeirsson söng og spilaði og Séra Guðmundur stýrði […]
Leikhúsið og hljómsveitarlífið – Aðalbjörg Andrea
Aðalbjörg Andrea Brynjarsdóttir tekur virkan þátt í menningar- og félagslífinu í Vestmannaeyjum. Aðalbjörg spilar með hljómsveitinni Þögn, en Þögn lenti í 3. sæti á Allra Veðra Von í byrjun október. Hún er einnig meðlimur í Leikfélagi Vestmannaeyja og fer með stórt hlutverk í leikritinu Dýrin í Hálsaskógi sem var frumsýnt í enda október síðastliðnum. Við […]
Litasýningin að vera og gera – myndir
Þátttakendur í Listasmiðjunni Að vera og gera opnuðu í dag sýningu á verkum sínum í Einarsstofu, þar sem þau kynntu fjölbreytt og skapandi verk frá vor- og haustönn 2024. Sýningin hófst með skemmtilegum tónlistarflutningi þar sem þátttakendur sungu og léku á hljóðfæri, undir dyggri stjórn Birgis Nilsen og Jarls Sigurgeirssonar. Flutningurinn vakti mikla lukku meðal […]
Heimilisfólk Hraunbúða framleiðir armbönd og körfur
Heimilisfólk Hraunbúða vinnur þessa dagana að framleiðslu á einstaklega fallegum og persónulegum armböndum og körfum fyrir jólin. Við náðum tali af Sonju Andrésdóttur virkni- og tómstunda fulltrúa á Hraunbúðum og sagði hún að ákveðið hafi verið að selja framleiðsluna og setja ágóða sölunnar í áframhaldandi virkni á Hraunbúðum. Allar körfurnar og armböndin eru handgerð af […]
Stuð og stemning á Októberfest
Höllinni var breytt í München í gær þegar blásið var til Októberfest. Matti Matt, Ásgeir Páll partýstjóri og hinn þýskættaði Micka Frurry héldu uppi stuðinu. Óskar Pétur Friðriksson leit þar við og smellti nokkrum myndum. (meira…)
Gamla myndin: Smalaferð í Suðurey
Óskar Pétur Friðriksson heldur áfram að grúska í ljósmyndasafni sínu og rifja upp gamla tíma í Eyjum. Nú fer hann aftur til ársins 2010. Gefum Óskari orðið: „Þar sem sláturtíð stendur sem hæst þetta haustið er gamla myndin frá árinu 2010 er fjárbændur og vinir þeirra fóru og smöluðu fé sínu í Suðurey. Féð var […]
Árgangur 1958 kann að skemmta sér
Árgangur 1958 í Vestmannaeyjum er að sjálfsögðu besti Eyjaárgangurinn frá upphafi. Hittust á árgangsmóti um helgina og hófst fjörið í Zame krónni á föstudagskvöldið. Þar skemmtu sér allir eins og enginn væri morgundagurinn. Lundapysja gerðist boðflenna og að sjálfsögðu vakti hún mikla athygli. Seinni partinn á laugardeginum hittust þau á Brothers Brewery og þaðan var […]
Hjúkrunarfræðin er mín ástríða
Iðunn Dísa Jóhannesdóttir, deildarstjóri hjúkrunar á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum er í viðtali á vefsíðu stofnunarinnar í dag. Viðtalið má lesa í heild sinni hér að neðan. Iðunn fæddist 9. október 1961 í Eyjum og er alin þar upp. Hún starfaði hjá Ísfélagi Vestmannaeyja í fjórtán ár eftir framhaldsskólanám, fyrst í fiskvinnslu og seinna […]
Heimsókn bandaríska sendiherrans
Carrin Patman, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, kom í heimsókn til Eyja ásamt eiginmanni sínum í síðustu viku. Drífa Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs tók á móti þeim. Fengu þau að sjá endurbæturnar á Ráðhúsinu áður en farið var í heimsókn í Sealife. Mikil upplifun var að sjá mjaldrana og lundapysjurnar sem þar eru. Eftir heimsóknina í […]
„Allir í skýjunum með daginn“
Í gær buðu Hollvinasamtök Hraunbúða heimilisfólkinu á Hraunbúðum á Tangann í kaffi, heitt súkkulaði, köku og svo í bíltúr um fallegu eyjuna okkar. Sagt er frá þessu á facebook-síðu samtakana. Þar segir jafnframt að þau hafi fengið blíðskaparveður og allir í skýjunum með daginn. „Við viljum þakka styrktaraðilum okkar fyrir að hjálpa okkur að gleðja […]