Í aðdraganda jóla höfum við rætt við nokkra íbúa í Vestmannaeyjum um hvernig þau undirbúa hátíðarnar, við ræddum við Hjördísi Halldórsdóttur, þar sem hún deilir sínum uppáhalds hefðum og jólaminningum.
Nafn? Hjördís Halldórsdóttir
Fjölskylda? Maðurinn minn heitir Þorgils Orri. Við eigum tvö börn, Helenu Rún og Halldór Orra.
Hvernig leggjast jólin í þig? Bara alveg svakalega vel. Er mjög spennt að halda jólin hérna í Eyjum.
Fer mikill undirbúningur í jólin hjá þér? Já myndi segja að það væri alltaf skemmtilega mikill undirbúningur fyrir jólin.
Ertu með jólahefð? Skemmtilegasta hefðin hjá okkur finnst mér vera Þorláksmessukvöld. Þá höfum við pizzupartý og skreytum svo jólatréð.
Hvert er þitt uppáhalds jólalag? Fairytale of New York.
Hvað er í matinn hjá þér á aðfangadag? Alltaf hamborgarhryggur.
Hvað stendur upp úr á jólunum? Samvera með fjölskyldu, gleðin/spennan hjá krökkunum og góður matur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst