Hinir árlegu jólatónleikar Kirkjukórs Landakirkju fóru fram í gær, 18. desember, við hátíðlega stemningu.
Tónleikarnir voru tvískiptir, fyrri hluti fór fram í safnaðarheimilinu þar sem áheyrendur fengu notalega og hlýlega stund, en síðari hlutinn var haldinn í Landakirkju sjálfri. Kitty Kovács lék á píanó og orgel og Birgir Stefánsson flutti einsöng sem heillaði viðstadda.
Kirkjukórinn skilaði sínu með prýði og skapaði notalega stund í aðdraganda jóla.
Myndir: Óskar Pétur Friðriksson.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst