Nemendur 6. bekkjar Grunnskóla Vestmannaeyja fluttu skemmtilega og fallega sýningu á helgileiknum fyrir fullum sal í Landakirkjunni. Hefð hefur skapast fyrir því að Helgileikurinn sé sýndur af grunnskólanemendum á þessum tíma árs. Hver nemandi átti sinn hlut í leiksýningunni og stóðu þau sig öll með prýði. Jarl Sigurgeirsson söng og spilaði og Séra Guðmundur stýrði athöfninni.
Myndir: Óskar Pétur Friðriksson.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst