Í morgun var árleg ganga/hlaup til styrktar Krabbavörn Vestmannaeyjum. Þátttakan var mjög góð og veður ágætt til útivistar þrátt fyrir smá frost og snjó. Gengið var frá Steinsstöðum og endað á Tanganum þar sem boðið er upp á heita súpu og brauð.
Að sögn Hafdísar Kristjánsdóttur gekk gangan mjög vel. „Það mættu 86 manns í súpu og brauð samanber 56 í fyrra.” Hafdís telur að safnast hafi nálægt 1,4 milljónum, en öll innkoma rennur til Krabbavarnar í Vestmannaeyjum. Hafdís vill koma á framfæri þökkum til allra sem lögðu hönd á plóg.
Enn má styðja við Krabbavörn í Eyjum. Reikningsnúmer er 582-14-350050. Kt.651090-2029. Myndasyrpu frá hlaupinu má sjá hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst