Minningarathöfn um sjóslysið sem gerðist við fjöruborðið norðan við Eiðið þann 16. desember árið 1924 var haldin í Sagnheimum og á Eiðinu í gær.
Helgi Bernódusson flutti áhrifaríkt erindi um slysið og þá átta menn sem fórust. Jafnframt voru sýndar myndir af uppsetningu minningarsteins sem reistur var nærri þeim stað þar sem báturinn var sjósettur. Að dagskrá lokinni í Sagnheimum héldu gestir út á Eiði þar sem stutt og virðuleg athöfn fór fram við minnisvarðann. Þar var kveikt á kertum og afhjúpað nýtt skilti til heiðurs þeim sem létust í slysinu. Dagskráin var styrkt af SASS, en gerð minningarskiltisins naut stuðnings Vestmannaeyjabæjar, Söguseturs 1627 og Miðstöðvarinnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst