Hverjir sögðu hvað

Í vikunni var greint frá því að búið sé að leggja fram á Alþingi þingsályktunartillögu um að hefja rannsóknir á jarðlögum og hafsbotni á fyrirhugaðri gangaleið milli lands og Vestmannaeyja. Flutningsmenn tillögunnar eru Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Karl Gauti sagði í samtali við Eyjafréttir að hann hafi boðið öllum […]
„Þakklæti er okkur efst í huga”

„Þakklæti er okkur efst í huga vegna frábærrar mætingar á Hippahátíðina er Krabbavörn hélt í gærkvöld.” Svona hefst tilkynning frá karlaklúbbi Krabbavarnar og stjórn Krabbavarnar sem í gær hélt Hippahátíð í Höllinni. Í tilkynningunni segir jafnframt að þátttaka hafi verið umfram væntingar. Karlaklúbbur Krabbavarnar ásamt stjórn þakkar öllu okkar frábæra fólki, velunnurum, styrkjendum og öllum […]
Júníus Meyvant – Á þeysireið um Evrópu og ný plata

Tónlistarmaðurinn Unnar Gísli Sigurmundsson, betur þekktur sem Júníus Meyvant hefur haft í nógu að snúast í tónlistinni upp á síðkastið. Unnar er fæddur og uppalinn hér í Eyjum, og býr hér ásamt eiginkonu sinni Sigríði Unni Lúðvíksdóttur og þremur börnum. Unnar hefur ávallt verið mikill listamaður og einskorðast listin ekki einungis við tónlistina, en samhliða […]