Britney Cots áfram í Eyjum

Britney Cots hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Frá þessu er greint í tilkynningu á facebook-síðu handknattleiksdeildar ÍBV. Britney hóf ferilinn með meistaraflokki aðeins 15 ára gömul í Frakklandi og var í æfingahópum yngri landsliða í Frakklandi en spilar nú með A-landsliði Senegal. „Hún tók þátt í Afríkumeistaramótinu sem haldið var […]
Ásthildur Lóa segir af sér sem ráðherra

Ásthildur Lóa Þórsdóttir barnamálaráðherra hefur sagt af sér ráðherraembætti. Ásthildur er jafnframt fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis. Síðdegis í dag var greint frá því að hún hefði átt í ástarsambandi þegar hún var 22 ára með sextán ára pilt. Þau eignuðust barn saman. „Það er út af því að fyrir 36 árum þá var ég 22 ára […]
Fermingadagurinn – spurt og svarað: Aþena Rós

Í aðdraganda ferminganna höfum við rætt við nokkur fermingarbörn um undirbúninginn fyrir stóra daginn. Í dag kynnum við Aþenu Rós Einarsdóttur, sem deilir með okkur sínum hugmyndum og væntingum fyrir ferminguna. Fjölskylda? Mamma mín heitir Íris Sif Hermannsdóttir, pabbi minn heitir Einar Birgir Baldursson og svo á ég yngri bróðir sem heitir Baltasar Þór Einarsson […]
Hafa lokið við dýpkun í bili

Á fundi bæjarstjórnar á þriðjudaginn sl. fór Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri yfir stöðuna á Landeyjahöfn. Þar greindi hún frá því að samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er staðan á höfninni orðin góð. Um 8 metra dýpi er í hafnarmynninu. Álfsnesið hefur lokið dýpkun í bili en verður til taks ef á þarf að halda. Bæjarstjóri fór jafnframt […]
Plöntu skiptimarkaður í Einarsstofu

Bókasafnið býður upp á skemmtilegan viðburð í Einarsstofu laugardaginn 22. mars næstkomandi, en þá verður haldinn svokallaður plöntuskiptimarkaður. Þarna skapast tækifæri fyrir allt plöntuáhugafólk að losa sig við plöntu og gefa henni nýtt heimili og jafnvel finna nýja plöntu í staðinn. Þeir sem eiga plöntu sem þeir vilja losa sig við eða deila með öðrum […]
Eignir Eyglóar verði auglýstar til sölu

Fyrir síðasta fundi bæjarstjórnar lá fyrir afgreiðsla frá stjórn Eyglóar ( eignarhaldsfélag um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum) sem samþykkt var á stjórnarfundi 13. mars sl. Í afgreiðslunni segir: „Stjórn Eyglóar samþykkir samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að eignir Eyglóar verði auglýstar til sölu og að stjórn félagsins fái umboð til þess að ganga frá fyrirvörum […]
Breytingar á stjórn Herjólfs

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja sl. þriðjudag var kosning í ráð, nefndir og stjórnir á vegum sveitarfélagsins. Tillaga um skipun aðila í stjórn Herjólfs var samþykkt með níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa. En hana skipa: Aðalmenn: Páll Scheving sem verður formaður, Rannveig Ísfjörð, Sigurbergur Ármannsson, Helga Kristín Kolbeins og Björg Þórðardóttir. Varamenn verða Sæunn Magnúsdóttir og Einar […]