Britney Cots áfram í Eyjum

Cots Ibv Fb

Britney Cots hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Frá þessu er greint í tilkynningu á facebook-síðu handknattleiksdeildar ÍBV. Britney hóf ferilinn með meistaraflokki aðeins 15 ára gömul í Frakklandi og var í æf­inga­hóp­um yngri landsliða í Frakklandi en spil­ar nú með A-landsliði Senegal. „Hún tók þátt í Afríkumeistaramótinu sem haldið var […]

Ásthildur Lóa segir af sér sem ráðherra

Ásthildur Lóa Þórsdóttir barnamálaráðherra hefur sagt af sér ráðherraembætti. Ásthildur er jafnframt fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis. Síðdegis í dag var greint frá því að hún hefði átt í ástarsambandi þegar hún var 22 ára með sextán ára pilt. Þau eignuðust barn saman. „Það er út af því að fyrir 36 árum þá var ég 22 ára […]

Fermingadagurinn – spurt og svarað: Aþena Rós

Í aðdraganda ferminganna höfum við rætt við nokkur fermingarbörn um undirbúninginn fyrir stóra daginn. Í dag kynnum við Aþenu Rós Einarsdóttur, sem deilir með okkur sínum hugmyndum og væntingum fyrir ferminguna. Fjölskylda? Mamma mín heitir Íris Sif Hermannsdóttir, pabbi minn heitir Einar Birgir Baldursson og svo á ég yngri bróðir sem heitir Baltasar Þór Einarsson […]

Hafa lokið við dýpkun í bili

Alfs IMG 6384

Á fundi bæjarstjórnar á þriðjudaginn sl. fór Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri yfir stöðuna á Landeyjahöfn. Þar greindi hún frá því að samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er staðan á höfninni orðin góð. Um 8 metra dýpi er í hafnarmynninu. Álfsnesið hefur lokið dýpkun í bili en verður til taks ef á þarf að halda. Bæjarstjóri fór jafnframt […]

Plöntu skiptimarkaður í Einarsstofu

Bókasafnið býður upp á skemmtilegan viðburð í Einarsstofu laugardaginn 22. mars næstkomandi, en þá verður haldinn svokallaður plöntuskiptimarkaður. Þarna skapast tækifæri fyrir allt plöntuáhugafólk að losa sig við plöntu og gefa henni nýtt heimili og jafnvel finna nýja plöntu í staðinn. Þeir sem eiga plöntu sem þeir vilja losa sig við eða deila með öðrum […]

Eignir Eyglóar verði auglýstar til sölu

IMG_5869

Fyrir síðasta fundi bæjarstjórnar lá fyrir afgreiðsla frá stjórn Eyglóar ( eignarhaldsfélag um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum) sem samþykkt var á stjórnarfundi 13. mars sl. Í afgreiðslunni segir: „Stjórn Eyglóar samþykkir samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að eignir Eyglóar verði auglýstar til sölu og að stjórn félagsins fái umboð til þess að ganga frá fyrirvörum […]

Breytingar á stjórn Herjólfs

Pall Herj IMG 4428

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja sl. þriðjudag var kosning í ráð, nefndir og stjórnir á vegum sveitarfélagsins. Tillaga um skipun aðila í stjórn Herjólfs var samþykkt með níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa. En hana skipa: Aðalmenn: Páll Scheving sem verður formaður, Rannveig Ísfjörð, Sigurbergur Ármannsson, Helga Kristín Kolbeins og Björg Þórðardóttir. Varamenn verða Sæunn Magnúsdóttir og Einar […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.