Landað annan hvern dag

Vestmannaey VE og Bergur VE halda áfram að landa fullfermi annan hvern dag. Rætt er við skipstjórana á vef Síldarvinnslunnar og eru þeir spurðir út í veiðina. Birgir Þór Sverrisson á Vestmannaey lét vel af sér. „Við lönduðum fullfermi í Grindavík á laugardag og aftur fullfermi í Eyjum í gær. Í fyrri túrnum vorum við […]
Kynntu breytingu á lögum um veiðigjald

Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um breytingu á lögum um veiðigjald hefur verið lagt fram í samráðsgátt. Frumvarpið er unnið í samvinnu við fjármálaráðuneytið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og frá atvinnuvegaráðuneytinu. Þar segir jafnframt að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé lögð áhersla á réttlát auðlindagjöld sem renna skuli að hluta til nærsamfélagsins. […]
Segja þungann róður framundan

Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar kl. 13 í dag og hyggst þar kynna hugmyndir að tvöföldun auðlindagjalds í sjávarútvegi. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi telja útfærslu gjaldtökunnar og áhrif hennar skaðlegri samfélaginu en flestar þær hugmyndir sem áður hafa komið fram. Auðlindagjaldtaka í sjávarútvegi hefur tekið allnokkrum breytingum frá því henni var fyrst komið á árið […]