Segja þungann róður framundan
25. mars, 2025
trollid_tekid_innDSC_2926
Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF

Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar kl. 13 í dag og hyggst þar kynna hugmyndir að tvöföldun auðlindagjalds í sjávarútvegi. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi telja útfærslu gjaldtökunnar og áhrif hennar skaðlegri samfélaginu en flestar þær hugmyndir sem áður hafa komið fram. Auðlindagjaldtaka í sjávarútvegi hefur tekið allnokkrum breytingum frá því henni var fyrst komið á árið 2004, alla jafna í því augnamiði að hækka gjaldið. Í grundvallaratriðum hefur þó ávallt verið miðað við hlutfall af afkomu, þ.e. raunverulegar tekjur veiða að frádregnum raunverulegum gjöldum sem til falla við þær. Ríkið tekur nú þriðjung af þessari afkomu í veiðigjald. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

Þar segir enn fremur að ríkisstjórnin hyggist í dag kynna algerlega breytta nálgun. Þannig er nú fyrirhugað að blása upp tekjur af veiðum og miða þar við verð á norskum uppboðsmörkuðum fyrir uppsjávarfisk og íslenskum uppboðsmarkaði fyrir botnfisk. Hér á með öðrum orðum að miða við tekjur í sundurslitinni virðiskeðju, en ekki samþættri virðiskeðju, líkt og á við um íslenskan sjávarútveg. Verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs hefur einmitt hverfst um hina samþættu virðiskeðju og óumdeilt er að hún hefur skapað Íslendingum meiri verðmæti en nokkur önnur þjóð fær úr sínum sjávarútvegi. Þennan árangur ætlar ríkisstjórnin nú að tæta í sundur. 

Störfum fækkar, skatttekjur lækka

Verði þessi breyting að veruleika, þá verða áhrifin dapurleg. Fyrirtækin munu þurfa að aðlaga sig að forsendu hinnar breyttu gjaldtöku og fylgja fyrirmynd Norðmanna. Tekjur veiða þurfa þá að aukast í takt við viðmið veiðigjaldsins, með þeim áhrifum að fiskvinnslur verða ósamkeppnishæfar. Eins og reyndin er í Noregi, mun fiskur þá í verulegum mæli flytjast óunninn úr landi til ríkisstyrktra fiskvinnsla í láglaunalöndum á borð við Pólland og Kína. Verðmætasköpun hér á landi verður þar með minni, störfum í fiskvinnslu fækkar stórum og afleiddar tekjur þjónustu og iðnaðar verða hverfandi. Nýsköpun og tækniframfarir frá landvinnslu sjávarafurða, sem hingað til hafa orðið sérstakur útflutningsatvinnuvegur, drabbast niður. Ríflegar tekjur sveitarfélaga frá sjávarútvegsfyrirtækjum og fólki sem þar starfar dragast verulega saman og ríkissjóður verður af skatttekjum frá landvinnslu og fyrirtækjum sem þjónusta hana.

Niðurstaða þessarar tilraunar ríkisstjórnarinnar er því augljós. Samfélagið allt verður af tekjum og sjávarútvegur verður ekki sú lífæð landsbyggðar sem við þekkjum.

Það má að lokum velta fyrir sér um stund vegferð ríkisstjórnar í sjávarútvegsmálum, sem lagði í upphafi vegferðar sinnar áherslu á verðmætasköpun. Á stuttum starfstíma er því miður djúpt á þeirri framtíðarsýn. Óhagkvæmar veiðar á að auka, kolefnisgjald á að hækka, veiðar og vinnsla verða sundur slitin með tvöfölduðu veiðigjaldi og eignarhald verður blýhúðað enn frekar umfram aðrar atvinnugreinar. Við þetta allt blandast síðan hættulegar aðstæður á erlendum mörkuðum með breyttri heimsmynd alþjóðaviðskipta og fyrirsjáanlegum efnahagslegum þrengingum á stærstu mörkuðum íslenskra sjávarafurða.

Það er þungur róður fram undan, segir að endingu í tilkynningu SFS.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
1. maí blað Drífanda
1. maí blað Drífanda

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst