Flugslysaæfing í Eyjum – myndband og myndir

Í dag var haldin flugslysaæfing í Vestmannaeyjum. Að æfingunni stóðu Isavia og viðbragðsaðilar í Vestmannaeyjum. Slíkar æfingar eru haldnar með reglubundnum hætti á öllum flugvöllum á landinu og í ár var m.a. komið að Vestmannaeyjaflugvelli. Í gær var haldin sérstök skrifborðsæfing og síðdegis í dag var sjálf flugslysaæfingin með þátttöku allra helstu viðbragðsaðila og sjálfboðaliða […]

ÍBV í úrslitakeppnina

Eyja 3L2A7868

Lokaumferð Olísdeildar kvenna fór fram í kvöld. Í Eyjum tók ÍBV á móti Haukum og enduðu leikar þannig að Haukar sigruðu með einu marki, 24-25. Þrátt fyrir tapið náði ÍBV inn í úrslitakeppnina. Liðið endaði í sjötta sæti en Stjarnan sem töpuðu fyr­ir deild­ar­meist­ur­um Vals í kvöld enduðu með jafn mörg stig og fer í […]

Þurfa annan dráttarbát

lods_skemmtiferdaskip

Staða á bátakosti Vestmannaeyjahafnar var eitt af erindum sem framkvæmda- og hafnarráð tók fyrir á fundi sínum í gær. Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri fór yfir bátakost hafnarinnar á fundinum. Fram kemur í fundargerð að fyrirliggjandi verkefni séu þess eðlis að núverandi bátakostur getur ekki leyst þau s.s. þjónusta brunnbáta í Viðlagafjöru og móttöku ekjufraktskipa. Hafnarstjóri […]

Synjað um að breyta Alþýðuhúsi í fjölbýlishús

hoppudyna_0618_althyduh_lagf

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja tók á ný fyrir fyrirspurn um byggingu íbúðarhúsnæðis á Alþýðuhúsareitnum svokallaða við Skólaveg 21b. Sjá einnig: Fjölbýlishús í stað Alþýðuhúss? – Eyjafréttir Ráðið fól skipulagsfulltrúa að afla umsagnar Minjastofnunar Íslands vegna erindisins og liggur umsögn Minjastofnunar nú fyrir. Fram kemur í bréfi Minjastofnunar að stofnunin mæli með því að húsinu verði […]

Skeytingarleysi ráðherra um grunnatvinnuveg og áhrif stórvægilegra breytinga á gjaldtöku

Sjorinn Opf

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) telja rétt að tilkynna sérstaklega að þau munu ekki veita umsögn í dag, innan tilskilins frests, um frumvarp atvinnuvegaráðherra um stórfellda hækkun á veiðigjaldi. Ástæðurnar eru eftirfarandi: Í fyrsta lagi er óforsvaranlegt að veita vikufrest til umsagnar um svo veigamikið og afdrifaríkt mál sem breytingar á veiðigjaldi eru og hefur […]

Fjölbreytileikinn í starfinu heillar

Guðbjörg Rún Gyðudóttir Vestmann er 26 ára og kemur frá Vestfjörðum. Guðbjörg flutti til Eyja árið 2020 og hefur síðan þá fundið sig vel í samfélaginu. Hún starfar í dag hjá Geisla þar sem hún sérhæfir sig í ljósleiðaratengingum og nýtur fjölbreytileikans í vinnunni vel. Guðbjörg er Eyjamaðurinn að þessu sinni og fengum við að […]

Lokaumferðin í kvöld

Eyja 3L2A8746

Lokaumferð Olísdeildar kvenna fer fram samtímis í kvöld. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Haukum. Eyjaliðið í sjötta sæti með 10 stig, jafnmörg stig og Stjarnan sem mætir Val á útivelli. Haukaliðið er í þriðja sætinu með 30 stig. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.30. Leikir kvöldsins: fim. 03. apr. 25 19:30 21 Set höllin […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.