Flugslysaæfing í Eyjum – myndband og myndir

Í dag var haldin flugslysaæfing í Vestmannaeyjum. Að æfingunni stóðu Isavia og viðbragðsaðilar í Vestmannaeyjum. Slíkar æfingar eru haldnar með reglubundnum hætti á öllum flugvöllum á landinu og í ár var m.a. komið að Vestmannaeyjaflugvelli. Í gær var haldin sérstök skrifborðsæfing og síðdegis í dag var sjálf flugslysaæfingin með þátttöku allra helstu viðbragðsaðila og sjálfboðaliða […]
ÍBV í úrslitakeppnina

Lokaumferð Olísdeildar kvenna fór fram í kvöld. Í Eyjum tók ÍBV á móti Haukum og enduðu leikar þannig að Haukar sigruðu með einu marki, 24-25. Þrátt fyrir tapið náði ÍBV inn í úrslitakeppnina. Liðið endaði í sjötta sæti en Stjarnan sem töpuðu fyrir deildarmeisturum Vals í kvöld enduðu með jafn mörg stig og fer í […]
Þurfa annan dráttarbát

Staða á bátakosti Vestmannaeyjahafnar var eitt af erindum sem framkvæmda- og hafnarráð tók fyrir á fundi sínum í gær. Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri fór yfir bátakost hafnarinnar á fundinum. Fram kemur í fundargerð að fyrirliggjandi verkefni séu þess eðlis að núverandi bátakostur getur ekki leyst þau s.s. þjónusta brunnbáta í Viðlagafjöru og móttöku ekjufraktskipa. Hafnarstjóri […]
Synjað um að breyta Alþýðuhúsi í fjölbýlishús

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja tók á ný fyrir fyrirspurn um byggingu íbúðarhúsnæðis á Alþýðuhúsareitnum svokallaða við Skólaveg 21b. Sjá einnig: Fjölbýlishús í stað Alþýðuhúss? – Eyjafréttir Ráðið fól skipulagsfulltrúa að afla umsagnar Minjastofnunar Íslands vegna erindisins og liggur umsögn Minjastofnunar nú fyrir. Fram kemur í bréfi Minjastofnunar að stofnunin mæli með því að húsinu verði […]
Skeytingarleysi ráðherra um grunnatvinnuveg og áhrif stórvægilegra breytinga á gjaldtöku

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) telja rétt að tilkynna sérstaklega að þau munu ekki veita umsögn í dag, innan tilskilins frests, um frumvarp atvinnuvegaráðherra um stórfellda hækkun á veiðigjaldi. Ástæðurnar eru eftirfarandi: Í fyrsta lagi er óforsvaranlegt að veita vikufrest til umsagnar um svo veigamikið og afdrifaríkt mál sem breytingar á veiðigjaldi eru og hefur […]
Fjölbreytileikinn í starfinu heillar

Guðbjörg Rún Gyðudóttir Vestmann er 26 ára og kemur frá Vestfjörðum. Guðbjörg flutti til Eyja árið 2020 og hefur síðan þá fundið sig vel í samfélaginu. Hún starfar í dag hjá Geisla þar sem hún sérhæfir sig í ljósleiðaratengingum og nýtur fjölbreytileikans í vinnunni vel. Guðbjörg er Eyjamaðurinn að þessu sinni og fengum við að […]
Lokaumferðin í kvöld

Lokaumferð Olísdeildar kvenna fer fram samtímis í kvöld. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Haukum. Eyjaliðið í sjötta sæti með 10 stig, jafnmörg stig og Stjarnan sem mætir Val á útivelli. Haukaliðið er í þriðja sætinu með 30 stig. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.30. Leikir kvöldsins: fim. 03. apr. 25 19:30 21 Set höllin […]