Birta niðurstöður stofnmælingar botnfiska

Komin er út skýrsla þar sem gerð er grein fyrir framkvæmd og helstu niðurstöðum stofnmælingar botnfiska á Íslandsmiðum sem fram fór dagana 27. febrúar til 23. mars 2025. Í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun segir að niðurstöður séu bornar saman við fyrri ár en verkefnið hefur verið framkvæmt með sambærilegum hætti ár hvert frá 1985. Stofnmæling botnfiska […]
Kalla eftir ítarlegri gögnum áður en ákvörðun er tekin

Staða á bátakosti Vestmannaeyjahafnar var til umfjöllunar hjá bæjarráði Vestmannaeyja í vikunni, en fyrir lá erindi frá framkvæmda- og hafnarráði um afstöðu bæjarráðs til þess að skoðað verði með kaup á þjónustubáti á yfirstandandi fjárhagsári. Erindinu fylgdi minnisblað vegna fjárfestinarinnar. Þar segir m.a. að bátamál Vestmannaeyjahafnar hafi lengi verið í umræðunni, en höfnin átti tvo […]
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar

Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar hf., fyrir reikningsárið frá 1. janúar 2024 til 31. desember 2024, verður haldinn í Vinnslustöðinni, Hafnargötu 2, þriðjudaginn 29. apríl nk. kl. 17:00. FUNDAREFNI: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál löglega upp borin. Tillögur og önnur fundargögn liggja frammi á skrifstofu félagsins tveimur vikum fyrir aðalfund. Framboð til stjórnarkjörs skal berast stjórn félagsins […]
Formannsskipti hjá Krabbavörn

Krabbamein. Þegar þetta orð er notað fer beygur um fólk, sérstaklega þegar það snertir ástvini. Í Vestmannaeyjum er starfandi félag sem gefur sig að þeim sem verða fyrir því að fá krabbamein. Krabbavörn hefur það hlutverk að styðja við þá einstaklinga sem greinast með krabbamein í Vestmannaeyjum og aðstandendur þeirra. Í félaginu eru yfir fimm […]
Æfingin þótti heppnast mjög vel

Flugslysaæfing var haldin á Vestmannaeyjaflugvelli síðastliðin fimmtudag. Þar átti flugvél með 22 um borð að hafa hlekst á í lendingu með þeim afleiðingum að margir slösuðust og eldar kviknuðu víða. Fjallað er um æfinguna á vefsíðu HSU. Mjög góð þátttaka var á æfingunni og á fræðslu dagana á undan. Alls tóku þátt 50 starfsmenn HSU, […]
Tvær umsóknir bárust vegna uppbyggingu nýrrar líkamsræktaraðstöðu

Bæjarráð Vestmannaeyja auglýsti á dögunum eftir samstarfsaðilum vegna uppbyggingar og reksturs nýrrar heilsuræktaraðstöðu við Íþróttamiðstöðina. Umsóknarfrestur rann út þann 7. apríl síðastliðinn. Alls bárust tvær umsóknir og var það annars vegar frá Laugum ehf/Í toppformi ehf og hins vegar frá hópi einstaklinga sem hyggjast stofna einkahlutafélag; þau Eygló Egilsdóttir, Garðar Heiðar Eyjólfsson, Þröstur Jón Sigurðsson […]