Gleðilegt lundasumar

Lundinn settist upp 16. apríl og þar með var komið sumar hjá mér eins og vanalega, og lundinn heldur í hefðirnar og sest upp á tímabilinu 13-20 apríl. Ég man reyndar eftir því fyrir mörgum árum síðan að hann lá í svarta þoku og rigningu alla þessa viku og það endaði með því að ég gerði […]
Breytingar hjá Húsasmiðjunni og Blómaval í Vestmannaeyjum

Húsasmiðjan og Blómaval í Vestmannaeyjum gera nú breytingar á versluninni sem miða að því að einfalda rekstur og bæta þjónustu við viðskiptavini í byggingavörum. Þessar breytingar fela í sér að afskorin blóm og pottaplöntur verða ekki lengur hluti af vöruúrvali verslunarinnar. Áfram mikið úrval fyrir heimilið og garðinn „Við munum áfram bjóða úrval af ræktunarvöru, […]
Sumargleði framundan í Höllinni

Sumarið er rétt handan við hornið og mikið líf að færast yfir Eyjarnar. Fjölbreyttir viðburðir eru á döfinni í Höllinni á næstu vikum. Laugardaginn 3. maí, eftir The Puffin Run, verður veglegt steikarhlaðborð í Höllinni, framreitt af Einsa Kalda. Þar gefst hlaupurum og öðrum gestum tækifæri á að njóta góðs matar og stemningar. Eftir kvöldverðinn […]
Eyjablikk þjónustar sjávarútvegsfyrirtæki, verktaka og einstaklinga

,,Eyjablikk ehf. er blikk- og stálsmiðja sem starfar á þeim yndislega stað, Vestmannaeyjum. Við þjónustum sjávarútvegsfyrirtæki, verktaka og einstaklinga sem til okkar leita með óskir sínar. Fjölbreytni verkefna hefur verið með ólíkindum á þeim 22 árum sem fyrirtækið hefur starfað. Má þar nefna loftræsikerfi, einangrun og klæðningar á hita- og frystilagnir, flasningar, rústfría smíði, álsmíði, […]
Myndir: Plokkuðu um alla eyju

Það voru plokkarar um alla eyju á sunnudaginn þegar stóri plokkdagurinn var haldinn. Í tilefni dagsins var efnt til hreinsunardags á Heimaey. Dagurinn byrjaði á Stakkagerðistúni og endaði svo með grillveislu í boði bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar á sama stað. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta var á ferðinni og má myndir hans frá deginum hér að neðan. […]
Góður sigur ÍBV í Garðabæ

ÍBV er komið í fjórða sæti Bestu deildarinnar eftir góðan útisigur í gær á Stjörnunni. Omar Sowe kom ÍBV yfir á 20. mínútu. 12 mínútum síðar kom Bjarki Björn Gunnarsson Eyjaliðinu í 2-0 með glæsilegu marki. Stjarnan náði að minnka muninn skömmu síðar og var staðan í leikhléi 2-1 fyrir gestina. Á 78. mínútu kom […]