Dagskrá Þjóðhátíðar klár

Dagskrá Þjóðhátíðarinnar er nú klár og var opinberuð í dag inn á dalurinn.is. Á dagskránni má sjá þá listamenn sem fram koma og hvernig skipulaginu verður háttað. Í dag er síðasti dagur til þess að kaupa miða á forsöluverði, lokað verður fyrir það á miðnætti. (meira…)
„Nú verður skipt um rúm – það er löngu tímabært!“

Það var bæði gleði og vantrú í bland þegar rúmlega sextug kona, sem hefur lengi verið áskrifandi að Lottó, mætti á skrifstofu Íslenskra Getspár eftir að hafa unnið tvöfaldan fyrsta vinning í síðasta útdrætti. Í tilkynningu frá Getspá segir að hún hafi fengið í sinn hlut rúmlega 21 milljón króna, skattfrjálst. Hún var sú eina […]
Árið 2027 verða 400 ár frá Tyrkjaráni

Sögusetrið 1627 í Vestmannaeyjum bauð að venju upp á dagskrá sem tengist Tyrkjaráninu þann 27. júlí 1627 á Bryggjunni í Sagnheimum síðasta laugardag. Í ár eru liðin 398 ár frá því að ræningjar frá Alsír komu til Vestmannaeyja þar sem þeir rændu, rupluðu, drápu 36 íbúa og tóku 242 manneskjur með sér á þrælamarkaði í Alsír. Mæting […]
Eitt tilboð barst í innviði Eyglóar

Þann 10. júní sl. var birt á vef Vestmannaeyjabæjar auglýsing um sölu fjarskiptainnviða Eyglóar. Var auglýsingin í framhaldinu sömuleiðis birt á vef og síðum Morgunblaðsins, á vefsíðu Vísis sem og á staðarmiðlum í Vestmannaeyjum. Frestur til að skila tilboðum rann út á hádegi föstudaginn 11. júlí sl. Fram kemur á vef Vestmannaeyjabæjar að eitt tilboð […]