Fjórði fjármálaráðherrann gerir atlögu að Eyjamönnum

Vestmanneyingar standa í lítilli þökk við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, sem í síðustu ríkisstjórn hafði stuttan stans í fjármálaráðuneytinu. Í Vestmannaeyjum er hennar helst minnst fyrir að vilja koma Vestmannaeyjum öllum utan smá skika á Heimaey í ríkiseigu. Þeir hjuggu í sama knérunn sem fjármálaráðherrar, Sigurður Ingi, þingmaður Suðurlands og Bjarni Benediktsson. „Og áfram skal haldið að hálfu ríkisins,“ segir […]
Stórleikur í bikarnum – myndband

Í dag er komið að sannkölluðum bikarslag í handboltanum. ÍBV B tekur þá á móti Herði frá Ísafirði í 32 liða úrslitum. Eyjaliðið er að hluta til skipað gömlum kempum sem ætla sér langt í bikarnum í ár. Hópur ÍBV er sem hér segir (fjöldi leikja og mörk með ÍBV): Markverðir Björn Viðar Björnsson (106/3) […]
Stefna eins langt og hægt er

Andri Erlingsson og Elís Þór Aðalsteinsson eru íþróttamenn mánaðarins að þessu sinni en þeir fóru á dögunum með U-19 ára landsliði Íslands á HM í handbolta. Mótið fór fram 6. til 17. ágúst í Kaíró, Egyptalandi. Íslenska liðið endaði í 6. sæti á mótinu en þeir töpuðu í lokaleik sínum fyrir Ungverjum. Andri og Elís […]
Þögn kom sá og sigraði í Allra veðra von 2025

Hljómsveitin Þögn kom sá og sigraði í hinni árlegu hljómsveitarkeppni Allra veðra von sem fór fram í Höllinni um helgina. Sex rokkbönd tóku þátt og var það hljómsveitin Þögn sem bar sigur í bítum í ár. Hljómsveitin er skipuð af sex eyjastúlkum og þær hafa áður unnið til verðlauna í hinum ýmsu keppnum. Sérstakir gestir […]
ÍBV sækir Breiðablik heim

Lokaleikir Bestu deildar karla fara fram í dag, en af þeim loknum tekur við úrslitakeppni, þegar efri sex liðin keppa um titilinn og neðri sex liðin berjast um að halda sæti sínu í deildinni. ÍBV mætir Íslandsmeisturum Breiðabliks á Kópvogsvelli. Blikar eru í fjórða sæti með 33 stig en Eyjaliðið er í áttunda sæti með […]