Komið að starfslokum hjá Stjána Nínon

Það var mikið um dýrðir í morgunkaffinu á hafnarskrifstofunni í Vestmannaeyjum í morgun. Tilefnið var að Kristján Hilmarsson er að láta af störfum vegna aldurs. „Ég held að þetta séu orðin 13 ár síðan ég byrjaði hjá höfninni,“ sagði Kristján sem flestir þekkja sem Stjána Nínon. Foreldrar hans voru Hilmar Sigurbjörnsson og Jónína Ingibergsdóttir. „Ég verð sjötugur 21. október […]

Frestað fyrir vestan

Eyja 3L2A9949

Leik Vestra og ÍBV í Bestu deild karla hefur verið frestað um sólarhring vegna vandræða Eyjamanna við að komast vestur. Greint er frá þessu á facebook-síðu Vestra í dag. Þar segir að ófært sé frá Vestmannaeyjum í dag og því mun ÍBV ekki ná til Ísafjarðar í blíðuna í tæka tíð. Nýr leiktími er sunnudagur […]

Breytingar á hluthafahóp Löngu

Breytingar hafa orðið á hluthafahópnum í Löngu. Fyrirtækið Langa ehf. sérhæfir sig í framleiðslu á þurrkuðum f iskhausum og afskurði en félagið selur allar afurðir sínar á Nígeríumarkað. Undanfarin ár hefur félagið einnig verið að þróa og lagt í fjárfestingar á framleiðslu og sölu á kollageni til manneldis. Á dögunum var samþykkt á hluthafafundi að […]

Ekkert siglt í dag

Enn er ófært til lands og er búið að fella niður seinni ferð dagsins einnig.  Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að seinni ferð dagsins falli einnig niður vegna veðurs og sjólags. Þeir farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína. Ákvörðun sem þessi […]

Safnhúsið með loppumarkað

Safnhúsið verður með sinn árlega loppumarkað laugardaginn 4. október. Markaðurinn verður í anddyri Safnhússins og verður opin fyrir alla. Þeir sem hafa hug á að selja er bent á að hafa samband við bókasafnið, bokasafn@vestmannaeyjar.is, en 8 borð eru í boði. Seljendur geta komið og sett upp markaðinn frá hádegi föstudaginn 3. október og mega […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.