Gríðalegt hagsmunamál fyrir íbúa Vestmannaeyja

Áætlað er að ný vatnsleiðsla, svokölluð NSL4 almannavarnalögn, verði lögð á milli lands og Eyja næsta sumar. Um er að ræða umfangsmikla og dýra framkvæmd sem bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum telja að ríkið eigi að standa straum af, þar sem lögnin sé hluti af almannavörnum landsins. Fulltrúar Vestmannaeyjabæjar áttu fund með fjármálaráðherra í lok september þar […]
Andlitsblindur

Það er vinalegt í Vestmannaeyjabæ. Haustið er komið og rútínan komin í fullan gang. Kótilettukvöldið í Höllinni, Lundaballið og Þorlákshöfn. Allt eins og það á að vera. Ég hef nú þegar náð að lifa af fjóra vetra í Eyjum og get með sanni sagt að það er ekkert leiðinlegt við veturinn í Vestmannaeyjum. Samfélagið hreinlega […]
Vara við áhrifum fjárlagafrumvarps á heimili og velferðarkerfi

Alþýðusamband Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð eins og þau birtast í fjárlagafrumvarpi komandi árs. Þetta kemur fram í ítarlegri umsögn ASÍ um frumvarpið, þar sem sambandið lýsir áhyggjum af áhrifum aðgerðanna á heimili landsins og velferðarkerfið í heild. Niðurskurður bitnar á veikustu hópunum Í umsögninni er vakin athygli á svonefndum „hagræðingaraðgerðum“ […]
Ísfisktogararnir með góðan afla

Ísfisktogararnir í Síldarvinnslusamstæðunni hafa bæði verið að veiðum fyrir austan og vestan landið að undanförnu. Jóhanna Gísladóttir GK landaði á Djúpavogi á sunnudag og er að landa í Grindavík í dag. Vestmannaey VE landaði í Grundarfirði á mánudag og var síðan að landa í Hafnarfirði í gær. Þá landaði Bergey VE í Neskaupstað í fyrradag. […]
Hrekkjavakan nálgast

Hrekkjavakan nálgast óðum og margir farnir að huga að skreytingum og búningum. Hrekkjavakan verður haldin að þessu sinni þann 31. október á milli kl. 18-20. Þá munu krakkar ganga á milli húsa og safna nammi. Sérstakur Facebook-hópur hefur verið stofnaður þar sem hægt er að finna allar helstu upplýsingar um hrekkjavökuna, deila hugmyndum, spyrja spurninga […]
Nær öll heimili í Vestmannaeyjum komin með ljósleiðara

Míla gekk nýverið frá kaupum á fjarskiptainnviðum Eyglóar í Vestmannaeyjum. Kaupin fela í sér sameiningu ljósleiðarakerfa Mílu og Eyglóar á svæðinu. Uppsetning heimila nú innifalin „Auk þess að þjóna öllum fjarskiptafyrirtækjum til jafns bjóðum við upp á innifalda uppsetningu við tengingu, svo nær öll heimili ættu nú að geta haft greiðan aðgang að hröðum, öruggum […]