Ragna Árnadóttir forstjóri Landsnets

Ragna Árnadóttir tók við stöðu forstjóra í sumar en hún kom til Landsnets frá Alþingi þar sem hún hafði starfað sem skrifstofustjóri undanfarin sex ár. Áður hafði hún starfað sem aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og þekkir hún því vel til orkumála. Í sumar lagði Landsnet tvo nýja háspennustrengi til Vestmannaeyja og í kjölfar þess kom Ragna, nýtekin […]
Dæluskipið fer af stað í kvöld – uppfært

Dæluskipið Álfsnes, sem sér um dýpkun í og við Landeyjahöfn, fer úr slipp klukkan 16 í dag og siglir til Vestmannaeyja í kvöld. Skipið verður þannig tilbúið til starfa seinnipartinn á morgun. Þetta segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í samtali við Eyjafréttir. „Álfsnesið er enn í slipp, en fer niður núna kl. 16:00 í […]
„Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“

Með sölu Þórunnar Sveinsdóttur VE og lokun á Leo Seafood verða mikil vatnaskil í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum. Nafn skipsins er samofið gifturíkri sjósókn auk þess sem rekstrarsaga útgerðarinnar er afar farsæl. Hagnaður félaganna hefur verið hlutfallslega meiri en annarra sjávarútvegsfyrirtækja sem aftur hefur verið undirstaða nýsmíði skipa, kaupa á aflaheimildum og uppbyggingu fiskvinnslu. Fyrirtækin hafa […]
Félags- og húsnæðismálaráðherra í Eyjaheimsókn

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, heimsótti Vestmannaeyjar á fimmtudaginn síðastliðinn. Markmið ferðarinnar var að ræða fyrirhugaða uppbyggingu hjúkrunarheimilis og kynna sér starfsemi helstu stofnana í málaflokki ráðherrans. Bæjarráð tók á móti Ingu í ráðhúsinu, þar sem rætt var um áform um nýtt hjúkrunarheimili við sjúkrahúsið. Lögð var áhersla á að framtíðarlausnin yrði hluti af heildstæðri […]
Allraheilagra messa í Landakirkju – látinna Eyjamanna minnst

Í gær fór fram Allraheilagra messa í Landakirkju þar sem heiðruð var minning látins Eyjafólks. Á messunni voru nöfn þeirra Eyjamanna sem látist hafa á árinu lesin upp og kveikt var á kerti fyrir hvern og einn þeirra til heiðurs. Kór Landakirkju, Karlakór Vestmannaeyja og Kvennakór Vestmannaeyja sungu við athöfnina. Einsöng fluttu Sólbjörg Björnsdóttir og […]
Gæti breytt efnahagslegu landslagi Eyjanna

Bæjarráð Vestmannaeyja leggur til að ný greinargerð um framtíðarsýn í innviðauppbyggingu verði nýtt sem stefnumótandi grundvöllur fyrir fjárfestingaráætlanir sveitarfélagsins. Skýrslan, sem unnin er af Jóhanni Halldórssyni fyrir framkvæmda- og hafnarráð, dregur upp mynd af stórtækum tækifærum sem gætu skapast með byggingu stórskipakants á Eiði. Möguleg lyftistöng fyrir atvinnulíf og íbúa Í greinargerðinni, sem kynnt var […]