Eyjamenn gerðu jafntefli við ÍR á útivelli

Karlalið ÍBV í handbolta og botnlið ÍR mættust í níundu umferð Olís deildar karla í Skógarseli í kvöld. Leiknum lauk með 36:36 jafntefli. Fyrri hálfleikurinn var jafn og skiptust liðin á að leiða. Þrír leikmenn fengu að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik, Nathan Doku Helgi Asare og Nökkvi Blær Hafþórsson leikmenn ÍR og Ísak […]

Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni

Hvers vegna er ríkisstjórnarflokkunum að því er virðist alveg sama um íbúa landsbyggðarinnar? Líklega er svarið það að þessir flokkar meta stöðuna þannig að fylgi þeirra í höfuðborginni sé mikilvægara en annað fylgi, enda er stefna þeirra að fjölga þingmönnum á suðvesturhorninu á kostnað landsbyggðarinnar. Ef horft er yfir það sem ríkisstjórnin hefur gert og […]

Mikil viðurkenning fyrir Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hlaut Íslensku menntaverðlaunin 2025 í flokki framúrskarandi iðn- eða verkmenntunar við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 4. nóvember. Verðlaunin eru veitt árlega til að heiðra framúrskarandi starf í íslensku menntakerfi. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. Að auki er veitt […]

Okkar verk að skapa nýja möguleika og tækifæri

Hordur Bald Opf DSC 2911

Þekkingarsetur Vestmannaeyja hefur vakið athygli vítt um land fyrir áhugaverð verkefni sem það hefur komið í framkvæmd. Má þar m.a. nefna yfirgripsmiklar rannsóknir og veiðar á rauðátu og möguleikum á vinnslu hennar. Veiðar á bolfiski í gildrur sem önnur þekkingarsetur hafa sýnt áhuga á. Loks er það kafbátaverkefnið, samstarfsverkefni Bresku haffræðistofnunarinnar og Þekkingarsetursins. Hörður Baldvinsson er […]

​Ástríða, þrautseigja og Vestmannaeyjar í forgrunni

Líf og saga Vestmannaeyja fengu á sunnudaginn fallega umgjörð í Sagnheimum þegar tvær konur með sterk tengsl við samfélagið kynntu bækur sínar. Annars vegar var það knattspyrnukonan og Eyjakonan Margrét Lára Viðarsdóttir, sem kynnti ævisögu sína Ástríða fyrir leiknum. Hins vegar Eliza Reid, fyrrverandi forsetafrú og nú rithöfundur sem stígur nú fram sem spennusagnahöfundur með bókina Diplómati deyr. Þrautseigja og eldmóður rauður þráður […]

Mæta botnliðinu á útivelli

Í kvöld hefst 9. umferð Olís deildar karla er fram fara fjórir leikir. Í fyrsta leik kvöldsins mætast ÍR og ÍBV og er leikið í Skógarseli. ÍR-ingar hafa farið illa af stað og eru á botninum með aðeins 1 stig úr fyrstu átta leikjunum. Eyjaliðið er hins vegar í efri hluta deildarinnar, nánar tiltekið í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.