Bókakynningu Óla Gränz frestað til sunnudags

Bókakynningu Óla Gränz, sem fara átti fram í Eldheimum um helgina, hefur verið frestað til sunnudagsins 9. nóvember kl. 17:00. Á kynningunni mun Óli segja frá nýrri bók sinni Óli Gränz, þar sem raktar eru endurminningar hans úr fjölbreyttu og viðburðarríku lífi. Bókin er skráð af Guðna Einarssyni og gefin út af Bókaútgáfunni Hólum. Óli, […]

Sandra Erlingsdóttir á leiðinni á HM í handbolta

Sandra Erlingsdóttir, leikmaður ÍBV, er í lokahópi kvennalandsliðs Íslands í handbolta sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu í Þýskalandi í lok mánaðarins. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, tilkynnti lokahópinn fyrr í dag en í honum eru 16 leikmenn. Fyrsti leikur Íslands á HM verður gegn Þýskalandi, 26. nóvember. Tveimur dögum síðar mæta stelpurnar Serbíu og 30. nóvember spila […]

Bergey og Vestmannaey lönduðu í Grindavík

Eyjarnar 20250826 081915

Vestmannaeyjatogararnir Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir í Grindavík í morgun að afloknum stuttum veiðiferðum. Vinnslustöðvar Vísis þurftu á hráefni að halda og þá komu togararnir færandi hendi. Rætt er við þá Jón Valgeirsson skipstjóra á Bergey og Egil Guðna Guðnason skipstjóra á Vestmannaey á vef Síldarvinnslunnar. Jón sagði að farið hefði verið út […]

Klæðning Eldheima þolir illa veðráttuna

Eldheimar Vestm Is Skemmdir Cr 1125

Klæðning Eldheima er á köflum verulega illa farin og hafa nú verið hafnar aðgerðir til að fjarlægja þá hluta sem verst standa. Frá þessu er greint á vef Vestmannaeyjabæjar. Bent á áskoranir strax í upphafi Byggingu Eldheima lauk árið 2014 og var húsið lokaverkefni arkitektsins Margrétar Kristínar Gunnarsdóttur í arkitektanámi hennar í Árósum. Ytra byrði […]

Kósí stemning í miðbænum í gær

Notaleg stemning var í miðbænum í gærkvöldi þegar þrjár verslanir, Póley, Sjampó og Litla skvísubúðin, buðu viðskiptavinum í kvöldopnun. Boðið var upp á ýmis tilboð og kynningar ásamt léttum veitingum. Litla skvísubúðin fagnaði 15 ára afmæli sínu og var með flotta tískusýningu sem vakti mikla athygli. Sjampó var með kynningu á Sebastian hárvörum og var […]

Á snurvoð, færum og síld

Óli Gränz er heiti endurminninga Carls Ólafs Gränz, iðnmeistara og gleðigjafa, frá Vestmannaeyjum. Hann fæddist í Eyjum 16. janúar 1941 og var áberandi í bæjarlífinu. Óli segir frá æsku sinni og uppvexti, þátttöku í atvinnulífi og pólitík, einkamálum, prakkarastrikum og því þegar hann og Hjálmar Guðnason sáu upphaf Heimaeyjargossins. Bókin er 315 bls. og prýdd […]

Jólaþorp Vöruhússins opnar á ný á aðventunni

Vöruhúsið mun á ný opna jólaþorp sitt í aðdraganda jóla líkt og í desember í fyrra. Um er að ræða samfélagsverkefni Vöruhússins þar sem félagssamtökum/fyrirtækjum gefst kostur á að selja varning tengdan jólum. Framtakið heppnaðist afar vel í fyrra og var Jólaþorpið vel sótt af börnum sem fullorðnum sem mættu og áttu notalega jólastund í […]

HS Vélaverk ehf. fagnar tíu ára afmæli

HS Vélaverk ehf. vélaverktakar er í eigu Hafþórs Snorrasonar og Hermanns Sigurgeirssonar. Fyrirtækið fagnaði tíu ára afmæli þann fyrsta október sl.. Umfangið hefur aukist á þessum tíu árum og hefur verið nóg að gera. Starfsmenn eru sjö og  hafa þeir yfir að ráða 21 tæki af öllum stærðum. Þeir hafa komið að nokkrum stærstu verkefnum í Vestmannaeyjum […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.