Betra að gera engan samning en slæman

Fólk nær mánaðarlaununum sínum á tæpum fimm dögum á vöktum í makríl – Samið af láglaunafólkinu án samtals eða samráðs við það „Við erum öflugt samfélag hér í Eyjum, vinnum myrkranna á milli, sköpum gífurleg verðmæti og skatttekjur til samfélagsins og ætlum að gera það áfram. Látið okkur í friði,“ segir Arnar Hjaltalín, formaður Drífanda stéttarfélags […]
Heilsan, jólin og jafnvægið

Á aðventunni og yfir hátíðarnar finna margir fyrir auknu álagi, óreglu í daglegu lífi og meiri freistingum í mataræði. Til að hjálpa lesendum að halda jafnvægi og vellíðan á þessum tíma settist ég niður með Eygló þjálfara, sem deildi með mér hagnýtum og einföldum heilsuráðum. Eygló segir að hennar besta heilsuráð yfir hátíðarnar sé að […]
Ingibjörg Bergrós – Stöndum fagnandi með ÍBV

Kynslóðin sem var að vaxa úr grasi upp úr 1970 í Vestmannaeyjum og fyllti Samkomuhúsið og Alþýðuhúsið á hverju ballinu á fætur öðru, var kröftug, uppfinningasöm og skemmtileg. Peyjarnir í útvíðum buxum, háhæluðum skóm, með barta og sítt hár, blúndur á skyrtunni og reyktu filterslausan Camel. En stelpurnar voru í nælonsokkum og stuttum pylsum með […]
Avery áfram hjá ÍBV

Bandaríska knattspyrnukonan Avery Mae Vander Ven hefur framlengt samning sinn við ÍBV og mun leika með liðinu í Bestu deildinni á næsta ári. ÍBV greindi frá þessu á Instagram síðu sinni. Avery er 23 ára gömul og var fyrirliði ÍBV í sumar þegar liðið vann Lengjudeild kvenna með yfirburðum. Hún lék í hjarta varnarinnar og […]
Ævintýri í Hrauney

Óli Gränz er heiti endurminninga Carls Ólafs Gränz, iðnmeistara og gleðigjafa, frá Vestmannaeyjum. Hann fæddist í Eyjum 16. janúar 1941 og hefur lagt gjörva hönd á margt á lífsleiðinni. Var ungur til sjós og síðar farsæll iðnaðarmaður, rak bílaleigu og verslun, settist á Alþingi og allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, var bókaútgefandi á heimsvísu og mikilvirkur í félagsmálum. Óli segir frá […]
Stjörnuleikurinn: Spenna og gleði – myndir

Stjörnuleikur 2025 stóð fyllilega undir nafni og bauð upp á skemmtun eins og stjörnuleikir eiga að gera. Liðin skipuðust okkar besta fólki og því var leikurinn afar jafn og spennandi frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Þrátt fyrir mikla baráttu, nokkur gul spjöld og eitt rautt, ríkti íþróttamannsleg stemning á vellinum. Leiknum lauk með jafntefli, […]