Hákon Daði gengur til liðs við ÍBV

Handboltamaðurinn Hákon Daði Styrmisson er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt ÍBV og mun leika með félaginu þegar Olís deildin fer aftur af stað í byrjun febrúar. ÍBV tilkynnti um félagsskiptin á samfélgasmiðlum sínum í dag. Hákon kemur til liðsins frá þýska liðinu Eintracht Hagen og gildir samningur hans við ÍBV út yfirstandandi tímabil. Hákon […]
Árið byrjar rólega hvað aflabrögð varðar

Togararnir Bergey VE og Vestmannaey VE hafa landað tvisvar í Neskaupstað í þessarri viku. Þeir lönduðu fyrst á mánudaginn og síðan eru þeir að landa á ný í dag, að því er segir í frétt á vef Síldarvinnslunnar. Þar er rætt við skipstjórana og þeir spurðir tíðinda af veiðiskapnum. Jón Valgeirsson á Bergey sagði að […]
Fimleikafélagið Rán hlýtur samfélagsstyrk Krónunnar

Fimleikafélagið Rán í Vestmannaeyjum er meðal þeirra verkefna sem hlutu samfélagsstyrk frá Krónunni fyrir árið 2025. Krónan hefur um árabil veitt samfélagsstyrki til verkefna í nærsamfélagi verslana sinna og líkt og fyrri ár eru langflestir styrkhafar staðsettir á landsbyggðinni. Áhersla styrkjanna er á verkefni sem stuðla að aukinni umhverfisvitund eða lýðheilsu, einkum með ungu kynslóðin […]
Dagskrá þrettándagleðinnar

Hin árlega Þrettándagleði ÍBV verður haldin með hefðbundnu sniði á morgun, föstudaginn 9. janúar. Spáð er blíðskaparveðri, köldu en rólegu. Áframhaldandi dagskrá tengt þrettándanum mun einnig standa yfir helgina. Föstudagur 14:00: Grímuball Eyverja verður á sínum stað í Höllinni þar sem jólasveinar mæta og veitt verða verðlaun fyrir búninga. 19:00: Formleg dagskrá þrettándans hefst við […]
Mikið áunnist – Margt framundan

Um áramót – Helga Jóhanna Harðardóttir – Bæjarfulltrúi Eyjalistans Það er margt spennandi sem hefur átt sér stað á árinu hjá bænum. Það hafa kollegar mínir í bæjarstjórn bent á hér í greinum á undan mér, en ég ætla að verða við beiðni Eyjafrétta og koma með nokkra punkta. Nú hafa nýir rafstrengir verið lagðir, sem var […]
Miðflokkurinn með opinn fund í Eyjum

Miðflokkurinn heldur opinn fund í Vestmannaeyjum í dag, fimmtudag. Eyjafréttir greindu frá því í síðasta mánuði að flokkurinn íhugi framboð í Vestmannaeyjum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Fundurinn hefst kl. 17:30 á Háaloftinu í Höllinni og er öllum opinn. Á fundinum verða m.a. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins auk Snorra Mássonar, varaformanns. Þá verður Karl Gauti Hjaltason, […]