Persónuleg þjónusta og snyrtilegt umhverfi á tjaldsvæðinu

Tjaldsvæði Vestmannaeyja býður upp á flotta aðstöðu í og við Þórsheimilið og inni í Herjólfsdal og hefur hlotið mikið lof á meðal gesta. Á báðum stöðum stendur gestum til boða hlýleg og notaleg aðstaða með eldhúsi, borðsal, sturtum, snyrtihorni og salernum. Við heyrðum í Katrínu Harðardóttur öðrum rekstraraðila tjaldsvæðisins og spurðum hana út í reksturinn, […]
Sigríður Inga: TM- og Orkumótið

Mótin okkar eru sett upp alveg eins nema að á TM-mótinu erum við með hæfileikakeppni og á Orkumótinu er tilkomumikil skrúðganga. Að öðru leyti erum við að keyra á sama prógramminu. Sömu skemmtikraftar og sama umgjörð,“ segir Sigríður Inga Kristmannsdóttir, íþróttafulltrúi ÍBV sem hefur haft yfirumsjón með knattspyrnumótum ÍBV – Íþróttafélags og akademíum frá 2017. […]
Gunnar Páll formaður ÍBV-Héraðssambands: Íþróttir lykill að betra lífi

„Já, þetta er að mínu mati eitt af aðalatriðunum sem barnafjölskyldur horfa til þegar þau ákveða hvort flytja eigi í annað sveitarfélag. Vinna og húsnæði eru auðvitað númer eitt og tvö en aðstæður fyrir börnin til íþróttaiðkunar kemur þar fast á eftir,“ segir Gunnar Páll Hálfdánsson um þá þætti sem fjölskyldan skoðaði áður ákveðið var […]
Syntu fyrir ljónshjarta

Þann 5. júlí síðastliðinn syntu þeir félagarnir Pétur Eyjólfsson og Héðinn Karl Magnússon frá Elliðaey yfir í Heimaey. Sundið var synt í minningu Margrétar Þorsteinsdóttur og jafnframt til styrktar góðgerðarfélaginu Ljónshjarta. Alls söfnuðust 2,3 milljónir. Ljónshjarta kt. 6012130950 reikn. 0536-14-400960 ef einhverjir fleiri vilja styrkja Ljónshjarta til að styðja við börn sem hafa misst foreldri. […]
Eyjastrákar og -stelpur í landsliðsverkefnum

Strákarnir í U19 landsliðinu í handbolta eru nú staddir í Egyptalandi þar sem þeir taka þátt í HM. Með í för eru tveir efnilegir leikmenn úr Eyjum, þeir Andri Erlingsson og Elías Þór Aðalsteinsson. Strákarnir unnu öruggan sigur gegn Gíneu í fyrsta leik, en liðið lék sinn annan leik í gær gegn Sádi-Arabíu og fór […]
Yfirlýsing frá Þjóðhátíðarnefnd

Þjóðhátíðarnefnd hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir helgina þar sem fram kemur djúpt þakklæti til allra sem komu að undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar. Þar er sérstaklega vikið að þeirri miklu samstöðu sem myndaðist innan samfélagsins yfir hátíðna. Hér má sjá yfirlýsinguna í heild sinni: Kæru Eyjamenn og þjóðhátíðargestir, Þjóðhátíðin í Eyjum 2025 verður líklega sú […]
Samveran er það sem stendur upp úr á Þjóðhátíð

Systurnar Þórunn Día og Eygló Myrra Óskarsdætur láta sig sjaldan vanta á Þjóðhátíð í Eyjum. Þær eiga rætur að rekja til Vestmannaeyja og eru að eigin sögn miklar Eyjakonur í sér og koma reglulega til Eyja að heimsækja ættingja og vini, enda er afi þeirra enginn annar en Svavar Steingrímsson og amma þeirra heitin Eygló […]
Breytt umferðarskipulag vegna Þjóðhátíðar 2025

Lögreglan í Vestmannaeyjum vill vekja athygli bæjarbúa og gesta á breytingum á umferðarskipulagi vegna Þjóðhátíðar. Breytingarnar taka gildi kl. 13:00 föstudaginn 1. ágúst og gilda til kl. 19:00 mánudaginn 4. ágúst. Helstu breytingar eru eftirfarandi: Dalvegur: Aðeins þeir sem hafa fengið sérstakt leyfi frá Þjóðhátíðarnefnd mega aka inn í Herjólfsdal. Hraðatakmarkanir: Hámarkshraði á Dalvegi verður […]
Fyrsta pysjan fundin

Frést hefur að fyrsta pysjan sé fundin, en það kom fram á síðunni ,,Pysjueftirlit” í gær. Það fer því að styttast í að pysjutímabilið hefjist með krafti, sem margir bíða spenntir eftir. Pysjueftirlitið minnir á að skrá allar pysjur á lundi.is. (meira…)
Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

Íslensku U‑17 landsliðin náðu sögulegum árangri á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) 2025. Drengirnir unnu gull og stúlkurnar brons og þar á meðal voru fjórir efnilegir leikmenn úr ÍBV. Anton Frans Sigurðsson og Sigurmundur Gísli Unnarsson léku stórt hlutverk með U‑17 landsliði drengja sem vann Þýskaland í úrslitaleiknum og tryggði sér gullverðlaunin. Hjá stúlkunum tryggði íslenska liðið […]