Jóna Heiða – Lundi og partýstemning

Jóna Heiða Sigurlásdóttir er ein þeirra listamanna sem tekur þátt í Goslokahátíðinni í ár. Þetta er hennar þriðja sýning á Goslokunum, og að þessu sinni mætir hún með skemmtilega og litríka sýningu þar sem lundar, diskókúlur og partýstemning fá að njóta sín. „Þetta er samansafn af allskonar verkum eftir mig, minni verkum sem mynda stærri […]

Prýði – Vinalegt og afslappað andrúmsloft 

Jón Arnar Barðdal og fjölskylda hafa opnað nýtt einstaklega hlýlegt og fallegt kaffihús í Eyjum sem ber nafnið Prýði. Aðspurður hvernig hugmynd að kaffihúsinu hafi kviknað segir Jón að hann og fjölskyldan hafi eignast húsnæði sem var ekki í notkun og ákveðið að bestu notin fyrir húsnæðið hafi verið að skapa stað þar sem fólk […]

Þura Stína – Drottingar í hverum kima

Listakonan og hönnuðurinn Þuríður Kristín Kristleifsdóttir, eða Þura Stína eins og hún er kölluð sýnir á Goslokahátíð í ár, en þetta er fyrsta skipti sem hún sýnir í Eyjum. Þura verður með sýningu sem hefur þegar vakið athygli í Reykjavík. „Ég opnaði mína fyrstu einkasýningu á HönnunarMars í ár og bar hún heitið Drottningar,“ segir […]

Goslok: laugardags dagskráin

Goslokahátíðin er nú í fullum gangi, en dagskráin síðastliðna daga hefur verið einstaklega fjölbreytt og skemmtileg. Hér má sjá dagskrá dagsins. Laugardagur 5. júlí  08:00 Golfklúbbur Vestmannaeyja- Icelandair Volcano open 10:00 Dorgveiðikeppni SJÓVE á Básaskersbryggju 10:00 – 16:00 Sunna spákona í Eymundsson 10:00 – 17:00 Sýning í Sagnheimum með gosmynjum úr eigu safnsins 10:00 – […]

Náttúran, dýrin og Eyjarnar í fyrirrúmi

Sunna Einarsdóttir er ein þeirra listamanna sem sýna verk sín á Goslokahátíðinni í ár, en þetta er í annað sinn sem hún er með sýningu á Goslokunum. Í ár sýnir hún sautján teikningar og þrjú málverk, fjölbreytt verk sem öll bera með sér sérstakan Vestmannaeyjafíling. „Verkin sem ég verð með á sýningunni núna í ár […]

Myndlist og mótorhjól

Bjartey Gylfadóttir er ein þeirra fjölmargra listamanna sem sýnir verk sín á Goslokahátíðinni. Verkin hennar endurspegla bæði landslagið í Eyjum, sem og hina ,,kvenlega orku.“ „Ég er með málverk, bæði landslagsmálverk og andlitsmálverk, segir Bjartey. „Svo er ég einnig með skúlptúra þar sem andlit eru sett í blómavasa og þannig gef ég blómavasanum nýtt líf […]

Goslok: föstudags dagskráin

Goslokahátíðin er nú í fullum gangi og stendur yfir fram á sunnudag. Dagskráin einstaklega glæsileg að þessu sinni. Hér má sjá dagskrá dagsins. Föstudagur 4. júlí: 10:00 Golfklúbbur Vestmannaeyja- Icelandair Volcano open 10:00 – 17:00 Sýningin Náttúran í Einarsstofu 10:00 -17:00 Sunna spákona í Eymundsson 11:00 -17:00 Ljósmyndasýningin Kynjaverur í Vestmannaeyjum í Gallerí 24 11:00 […]

Goslok: fimmtudags dagskráin

Goslokahátíðin var formlega í gær fyrir utan ráðhúsið. Dagskrá hátíðarinnar næstu daga verður með hinu glæsilegasta móti. Hér má sjá dagskrá dagsins: Fimmtudagur 3. júlí 10:00 – 17:00 Sunna spákona í Eymundsson 10:00 – 17:00 Sýning í Sagnheimum með gosmynjum úr eigu safnsins 11:00 – 16:00 Fjölbreyttar listasýningar í Skúrnum 11:00 -17:00 Ljósmyndasýningin Kynjaverur í […]

Goslokahátíðin formlega sett

Goslokahátíðin er nú formlega hafin, en hátíðin var sett kl 16:00 í dag fyrir utan Ráðhúsið. Það var Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri sem setti hátíðina, en Birgir Nielsen var kynnir. Dagskráin í dag innihélt síðdegistónleika, listasýningar ásamt fleiru áhugaverðu. Óskar Pétur ljósmyndari Eyjafrétta var á vappi í dag og fangaði stemninguna. Eyjafréttir munu áfram fylgjast með […]

Nýr Eyjaslagari frá Hr. Eydís og Ernu Hrönn

Hljómsveitin Hr. Eydís og söngkonan Erna Hrönn hafa sent frá sér nýtt lag, ,,Heima Heimaey”, sem komið er út á Spotify og öllum helstu streymisveitum. Hljómsveitin tók gamla partýslagarann ,,Heya Heya” með The Blaze frá 1982 og færði hann yfir í íslenskt partýform, í senn óður til Vestmannaeyja og gleðinnar á Þjóðhátíð. Örlygur Smári einn meðlima Hr. Eydís hafði þetta að segja um […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.