Áframhaldandi breytingar í kvennaboltanum

Handboltakonurnar Karolina Olszowa og Marta Wawrzynkowska munu að öllum líkindum yfirgefa ÍBV að loknu keppnistímabilinu segir þjálfari liðsins, Sigurður Bragason þegar hann var spurður út í væntanlegar breytingar á leikmannahópnum í samtali við handbolti.is Olszowa og Wawrzynkowska gengu til liðs við ÍBV árið 2019 og hafa verið lykilmenn í liðinu síðustu ár. Olszowa hefur þó […]

Kristgeir Orri býður upp á golfkennslu

Kristgeir Orri Grétarsson býður nú upp á golfkennsku fyrir byrjendur sem lengra komna. Kristgeir hefur hefur verið í kennaranámi PGA og mun útskrifast nú í maí n.k. sem PGA golfkennari. Kristgeir hefur lengi haft ástríðu fyrir golfinu en hann byrjaði um 12 ára gamall að leika sér í golfi og byrjaði svo að æfa að […]

Kvenfélagið Líkn veitir Hraunbúðum rausnarlega gjöf

Kvenfélagið Líkn afhenti í dag stjórnendum Hraunbúða gjafabréf til kaupa á nýrri loftdýnu fyrir heimilisfólk. Gjöfin stuðlar að auknum þægindum og vellíðan þeirra sem þurfa að nota hana. Loftdýnur eru sérhannaðar til að draga úr álagi á húðina og koma í veg fyrir myndun legusára. Kvenfélagið Líkn hefur um árabil verið öflugur bakhjarl samfélagsins í […]

Kvennalið ÍBV í fallhættu – Breytingar framundan? Uppfært

Kvennalið ÍBV í handbolta hefur átt erfitt tímabil í vetur og stendur frammi fyrir þeirri hættu að falla niður um deild. Orðrómur er á kreiki um að Sigurður Bragason muni hætta þjálfun liðsins og líklegt þykir að Magnús Stefánsson núverandi þjálfari karlaliðsins taki við þjálfun kvennaliðsins, en engin formleg staðfesting hefur borist frá félaginu um […]

Rauðátan – Hafrannsóknastofnun telur óhætt að veiða allt að 59.000 tonn á ári

„Ég hef verið í sambandi við útgerðarfélög um allt land og vonast til að fá skip til veiðanna næsta sumar,“ sagði Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja þegar hann var spurður um stöðu rauðátuverkefnsins. „Auðvitað eru menn með og á móti veiðum af þessu tagi en þetta er gríðarlegt tækifæri fyrir Vestmannaeyinga ef rétt er að […]

Kristín Klara: ,,Mikilvægt að læra af mistökum og bæta sig”

Kristín Klara Óskarsdóttir, hand- og fótboltakona hlaut viðurkenningu fyrir íþróttakonu æskunnar 2024 sem valinn var nú í janúar síðastliðnum. Kristín Klara átti framúrskarandi ár og æfir bæði fótbolta og handbolta. Hún steig stórt skref síðastliðið sumar með því að spila 15 leiki með meistaraflokki kvenna í fótbolta. Hún varð bikarmeistari með 4. flokki kvenna og […]

Andri Erlingsson – Framundan eru spennandi tímar í handboltanum

Andri Erlingsson, handboltamaður hlaut viðurkenningu fyrir íþróttamann æskunnar 2024 sem valinn var nú í janúar síðastliðnum. Um hann segir: Andri tók miklum framförum á árinu 2024 og er nú orðinn sterkur leikmaður í meistaraflokki í handbolta. Hann hefur átt glæsilegt tímabil og var í október útnefndur besti sóknarmaður deildarinnar samkvæmt tölfræðiveitunni HB Statz. Andri er […]

Oliver Heiðarsson – byrjaði að æfa fótbolta sex ára

Íþróttamaður ársins, 2024 var valinn nú í janúar af Íþróttabandalagi Vestmannaeyja. Viðurkenninguna í hlaut Oliver Heiðarsson, knattspyrnumaður ÍBV, fyrir framúrskarandi árangur á síðasta ári. Um hann segir: Oliver átti frábært ár og var lykilleikmaður ÍBV sem vann Lengjudeildina síðastliðið haust. Hann var markahæsti leikmaður deildarinnar með 14 mörk og var valinn besti leikmaðurinn. Oliver er […]

Fjölmargir spennandi viðburðir framundan í Eyjum

Nóg er um að vera hér í Eyjum á komandi mánuðum, og er dagskráin fjölbreytt og spennandi. Ýmsir viðburðir, ráðstefnur, hlaup og skemmtanir standa til. Hér er yfirlit yfir helstu viðburðina sem þú ættir ekki að láta fram hjá þér fara. Pöbbkviss á Háaloftinu í Höllinni Næstkomandi laugardag, 15. febrúar munu Jón Helgi Gíslason og […]

Viska býður upp á kynningar á fyrirtækjum í Eyjum

Viska hefur kynnt nýtt framtak fyrir vorönn 2025 þar sem fyrirtæki í Vestmannaeyjum fá tækifæri til að kynna starfsemi sína. Fundirnir verða haldnir einn fimmtudag í mánuði í hádeginu og eru opnir öllum þeim sem vilja kynnast betur því fjölbreytta fyrirtækjalífi sem Eyjarnar hafa upp á að bjóða, en fjölmörg stór og smá fyrirtæki eru […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.