Frumsýningin gekk vel

Leikritið Dýrin í Hálsaskógi var frumsýnt á dögunum hjá Leikfélagi Vestmannaeyja. Frumsýningin gekk mjög vel að sögn Ingveldar Theodórsdóttur, ein af stjórnendum leikfélagsins. ,,Allir stóðu sig frábærlega, Agnes Emma leikstjóri vann gott starf með öllum og gaman er að fá svona ungan leikstjóra til starfa hjá okkur”. Þrír voru gerðir að heiðursmeðlimum leikfélagsins, það voru þær Drífa Þöll […]
Taka Hrekkjavökuna alla leið

Nú er Hrekkjavakan að ganga í garð og margir byrjaðir að skreyta húsin sín með graskerum og ógnvekjandi skrauti til að fagna komandi degi. Það eru þó ekki allir jafn metnaðarfullir og hjónin Íris Sif og Einar Birgir, en segja má að þau taki Hrekkjavökuna alla leið. Þau leggja mikinn metnað í undirbúning og skreytingar og er […]
Tekur einstakar myndir af Vestmannaeyjum

Kristján Egilsson eða Kiddi eins og hann er oft kallaður hefur alla tíð verið mikill náttúruunnandi. Kiddi starfaði lengi vel sem sem forstöðumaður fiska- og náttúrugripasafns Vestmannaeyja, en hefur nú í seinni tíð einbeitt sér að ljósmyndun. Þegar Kiddi var spurður hvort ljósmyndaáhugi hans hafi alltaf verið til staðar svarar hann því að svo sé og […]
Bíó Paradís sýnir ,,Eldur í Heimaey.”

Kvikmyndasafn Íslands stendur fyrir sýningu á stuttmyndinni Eldur í Heimaey í Bíó Paradís sunnudaginn 27 október klukkan 15:00. Þessi merkilega mynd feðganna Ósvalds og Vilhjálms Knudsen sýnir eldgosið í Vestmannaeyjum í öllu sínu veldi. Ósvaldur og Vilhjálmur fönguðu þessar hrikalegu hamfarir og björgunaraðgerðir á filmu og úr varð þessi ótrúlega mynd. Í beinu framhaldi verður […]
Glassriver – Fyrstu tökudagarnir í Eyjum gengið vel

Tæplega 30 manna hópur á vegum kvikmyndafyrirtækisins Glassriver er nú statt hér í Eyjum, og verður næstu þrjár vikurnar við tökur á nýjum þáttum sem sýndir verða í Sjónvarpi Símans. Að sögn Dadda Bjarna tökustaðarstjóra hafa fyrstu dagarnir í Eyjum gengið vel. ,,Ekkert mál vinur er svarið sem við fáum við nánast öllum okkar fyrirspurnum […]
Bleiki dagurinn

Bleiki dagurinn er í dag, 23. október. Landsmenn eru hvattir til að klæðast bleiku til að vekja athygli á krabbameini kvenna. Dagurinn er haldin ár hvert í október og er orðinn mikilvægur þáttur í samfélaginu, ekki bara til þess að vekja athygli á krabbameini kvenna heldur einnig til þess að allar konur sem greinst hafa […]
Dömukvöld ÍBV verður haldið í Golfskálanum

Hið árlega dömukvöld ÍBV kvenna í handboltanum verður haldið 8. nóvember nk. í Golfskálanum. Veislustjóri kvöldsins er Mollý úr Iceguys og eru konur hvattar til að mæta í gallafötum, eða ,,denim on denim” í anda hljómsveitarinnar. Húsið opnar kl. 19:00 og hefst borðhald kl. 19:30. Mikil stemming hefur myndast á þessum kvöldum og verður kvöldið í ár vonandi engin undantekning. Dagskrá kvöldsins verður fjölbreytt og skemmtileg og […]
Dýrin í hálsaskógi frumsýnd

Leikritið Dýrin í Hálsaskógi verður frumsýnt um helgina hjá Leikfélagi Vestmannaeyja. Dýrin í Hálsaskógi er einstaklega skemmtileg saga og eitt þekktasta barnaleikrit sögunnar þar sem Lilli klifurmús, Mikki refur, Hérastubbur bakari ásamt fleirum fara á kostum. Fyrstu sýningar fara fram um næstkomandi helgi, dagana 25.-27. október. Uppselt er á sýningarnar þann 25. og 27. október, en miðar eru […]
Afhenti bæjarstjóra listaverk

Jakob Hallgrímur Laxdal Einarsson afhenti bæjarstjóra glæsilegt listaverk af bæjarmerki Vestmannaeyja þann 21. október. Verkið er einstaklega glæsilegt og er búið til úr tæplega 8000 perlum. Jakob kláraði verkið nú í sumar og var það til sýnis á Goslokunum. Hann afhenti það í framhaldinu til Ráðhússins þar sem verkið prýðir nú anddyrið þar. (meira…)
,,Viltu hafa áhrif?” – afrakstur

Verkefnið ,,Viltu hafa áhrif” er verkefni á vegum Vestmannaeyjabæjar þar sem markmiðið er að stuðla að auknu íbúalýðræði í Vestmannaeyjum. Verkefnið gefur fólki, fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri á að koma hugmyndum sínum á framfæri og hafa áhrif á fjárhagsáætlun hlutaðeigandi árs. Í ár fengu 13 hugmyndir styrk, þar af hugmyndin um að smíða bekk með […]