Bjórhátíðin haldin um helgina

Hin árlega bjórhátíð Brothers Brewery fer fram í Eyjum næstu helgi, dagana 20. og 21. júní. Hátíðin fer fram í stóru tjaldi við brugghúsið, þar sem gestir fá tækifæri til að smakka ótakmarkað úrval bjóra frá fjölbreyttum brugghúsum, bæði íslenskum og erlendum. Auk þess taka einnig þátt handverksframleiðendur sem sérhæfa sig í sterku áfengi, kokteilum […]
17. júní dagskráin

09:00– Fánar dregnir að húni í bænum. 10:30 Hraunbúðir– Fjallkonan: Anna Ester Óttarsdóttir flytur hátíðarljóð. – Tónlistaratriði: Eló Bæjarlistamaður Vestmannaeyja. 10:00–17:00 Sagnheimar– Frítt inn fyrir bæjarbúa og aðra gesti. 13:00–17:00 Fágætissalur– Frítt inn fyrir bæjarbúa og aðra gesti í Fágætissal Sagnheima. 13:30 Ráðhús– Bæjarbúar og aðrir gestir safnast saman fyrir skrúðgöngu. Lagt af stað kl […]
Ferðafólk þekkir Hop-on fyrirkomulagið

Sindri Ólafsson, eigandi Hop-on í Eyjum, bíður upp á ferðir til að skoða Vestmannaeyjar með svokallaðri Hop-On Hop-Off rútuferð. Ferðin nær yfir helstu kennileiti og náttúruperlur eyjunnar og hentar bæði gestum og heimafólki. ,,Við bjóðum upp á nokkuð hefðbundnar Hop-on Hop-off ferðir. Þar sem rútan gengur ákveðin hring á klukkutíma fresti yfir daginn og stoppar […]
Einstök náttúruupplifun með Ribsafari

Ribsafari hefur á síðustu árum fest sig í sessi sem einn af vinsælustu afþreyingarkostum ferðamanna í Vestmannaeyjum. Með ferðunum hjá Ribsafari fá gestir tækifæri til að sigla á hraðbát við Vestmannaeyjar og skoða þá einstöku náttúru sem þær hafa upp á að bjóða. Eyþór Þórðarson, einn af eigendum Ribsafari, hefur stýrt rekstrinum frá árinu 2019. […]
Eyjascooter: skemmtilegar ferðir á hlaupahjólum

Eyjascooter er lítið einkarekið fyrirtæki hér í Eyjum í eigu þeirra hjóna Ingibjargar Bryngeirsdóttur og Heiðars Arnar Svanssonar. Fyrirtækið sérhæfir sig í hlaupahjólaferðum um eyjuna og bjóða þau upp á skemmtilegar ferðir með leiðsögn. Þau taka á móti ferðafólki, heimafólki og hópum, og eru mjög opin og sveiganleg með hugmyndir frá fólki. ,,Þetta er þriðja […]
Slippurinn- Fjórtán ára ævintýri lýkur í haust

Gísli Matt, matreiðslumeistari, er kominn af sægörpum í báðar ættir. Langafi hans, Binni í Gröf á Gullborgu VE, var í mörg ár fiskikóngur Vestmannaeyja um miðja síðustu öld og lifandi goðsögn. Afinn og pabbinn sóttu líka gull í greipar Ægis en nú stendur afkomandinn á bryggjunni, velur besta fiskinn og matreiðir rétti sem laða hingað […]
Fjórhjólaferðir veita fólki nýja sýn á Vestmannaeyjar

Volcano ATV var stofnað árið 2019 og er í eigu Þorsteins Traustasonar. Volcano ATV býður gestum upp á skemmtilegar ferðir með leiðsögn á fjórhjólum. Þorsteinn Traustason, eða Steini eins og hann er kallaður, stofnandi fyrirtækisins, segir hugmyndina af ferðunum hafa kviknað í tengslum við áhuga hans á mótorcrossi. Hann var oft á hjóli upp á […]
Tækifæri fyrir ungt fólk hjá Laxey

Áframeldi Laxey í Viðlagafjöru hefur nú verið í rekstri í um hálft ár og Eyjafréttir höfðu samband við Hallgrím Steinsson rekstrarstjóra hjá Laxey varðandi stöðuna hjá félaginu. “Staðan er mjög góð hjá okkur, við höfum undanfarna mánuði tekið fjölmörg ný kerfi í notkun og uppkeyrslan hefur verið í samræmi við væntingar. Fiskurinn dafnar vel í […]
World Class opnar á morgun

World Class opnar á morgun, miðvikudaginn 11. júní, í íþróttahúsinu. Hægt verður að kaupa aðgang í gegnum Abler og á heimasíðu World Class. Við hjá Eyjafréttum hittum á Björn Leifsson í íþróttahúsinu í dag, þar sem hann og teymi hans voru að ljúka við uppsetningu tækja í salnum. Um er að ræða bráðabirgðaaðstöðu, en að […]
Herjólfur er fjölskylduvænn vinnustaður

Það er heldur hráslagalegt veðrið þegar blaðamaður bankaði upp á hjá Ólöfu Maren Bjarnadóttur og Páli Eiríkssyni á heimili þeirra í Foldahrauninu. Þar búa þau með tveimur börnum sínum, Ástrós Berthu og Arnóri Breka. Austan kæla og þokuslæðingur á meðan sól og blíða var annars staðar á landinu. Hún Akureyringur en hann innmúraður Eyjamaður. „Ég […]