Vel heppnuð Þrettándagleði

Þrettándagleði ÍBV fór fram með pompi og prakt í gærkvöldi þar sem sjá mátti jólasveina, tröll, álfa ásamt ýmsum kynjaverum. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta var á staðnum og fylgdi göngunni eftir og smellti nokkrum skemmtilegum myndum af gleðinni. (meira…)
Alda og Emma fyrrverandi leikskólastjórar

Við ræddum við þær Emmu H. Sigurgeirsdóttur Vídó og Öldu Gunnarsdóttur, en þær eru fyrrverandi leikskólastjórar á Kirkjugerði. Alda byrjaði á Kirkjugerði árið 1995 eftir að hún útskrifaðist frá Fósturskóla Íslands og tók við sem leikskólastjóri í desember 1997. Á þeim tíma voru einungis tveir leikskólakennarar starfandi á Kirkjugerði og auk Öldu var það Ellý Rannveig Guðlaugsdóttir sem […]
Eyja skólastjóri – Börn eru bara svo dásamleg

Leikskólinn Kirkjugerði fagnaði 50 ára afmæli þann 10. október síðastliðinn. Kirkjugerði hefur átt langt og farsælt starf í gegnum árin og langaði okkur að fá að heyra aðeins í fólkinu sem starfar og tengist Kirkjugerði. Við byrjuðum á að ræða við Eyju Bryngeirsdóttur núverandi leikskólastjóra Kirkjugerðis. Eyja byrjaði leikskólastarfsferil sinn í upphafi í leikskólanum Rauðagerði […]
Gunnhildur í Flamingo

Gunnhildur Jónasdóttir ásamt dætrum sínum þremur, Ernu Dögg, Tönju Björg og Hjördísi Elsu. Gunnhildur Jónasdóttir, eigandi tískuvöruverslunarinnar Flamingo fagnaði ásamt fjölskyldu sinni og viðskiptavinum, 35 ára afmæli Flamingo í nóvember með pompi og prakt þar sem boðið var upp á tískusýningu, afslætti og léttar veitingar. Við fengum að spyrja Gunnhildi nokkurra spurninga. Fjölskylda: Ég […]
Nýja árinu fagnað með stæl

Eyjamenn tóku á móti nýja árinu með stæl á gamlárskvöldi, en mikið var sprengt og lýstu flugeldar upp himininn. Þrátt fyrir kulda var veðrið afar stillt og fallegt, sem gerði flugeldunum kleift að njóta sín til fulls. Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari Eyjafrétta náði að fanga þessa stórkostlegu ljósadýrð á mynd og ljóst er að Eyjamenn […]
U-19 landslið hlaut silfur á Sparkassen Cup

Á myndinni má sjá Eyjastrákana Elís Þór Aðalsteinsson, Jason Stefánsson og Andra Erlingsson. U-19 landslið karla vann til silfurs á úrslitaleik á Sparkassen Cup í Merzig, Þýskalandi í gær þar sem þeir léku á móti Þjóðverjum. Þjóðverjar höfðu betur að þessu sinni og endaði leikurinn 27-31 Þjóðverjum í hag. Mótið var gríðalega góð reynsla fyrir […]
hOFFMAN heillaði á tónleikum í Alþýðuhúsinu

Eyjahljómsveitin hOFFMAN hélt frábæra tónleika í Alþýðuhúsinu í gær, en hljómsveitin er nýkomin saman aftur eftir 15 ára pásu. Uppselt var á tónleikana og greinilegt tilhlökkun og eftirvænting var í húsinu. Hljómsveitin tók gamla og góða slagara, ásamt því að kynna nýtt efni. hOFFMAN vinnur nú að því að taka upp sínu þriðju plötu en […]
Ingó og Gummi tróðu upp í Höllinni

Það var sannkölluð partýstemning í Höllinni í gærkvöldi þegar bræðurnir Ingó og Gummi Tóta mættu til Eyja og héldu stórtónleika fyrir troðfullri Höll. Bræðurnir, sem eru þekktir fyrir sína einstöku hæfileika við að halda uppi stuðinu, stóðu fyllilega undir væntingum Eyjamanna og var ekki var annað að sjá en að gestir hafi notið sín í […]
Ungur frumkvöðull með einstök Íslandskerti

Alexander Júlíusson er ungur frumkvöðull sem vakið hefur athygli fyrir einstaka hönnun Íslandskerta. OURA-kertin, sem eru í laginu eins og Ísland, hafa fengið afar góðar viðtökur fyrir einstaka fegurð og táknræna tenginu við landið. Alexander sýndi hönnun sína á handverksmarkaðnum í Höllinni í nóvember síðastliðnum. Við heyrðum í Alexander og fengum að heyra hvernig hugmyndin […]
Elska jólin og hlakka alltaf til

Í aðdraganda jóla höfum við rætt við nokkra íbúa Vestmannaeyja um hvernig þeir undirbúa hátíðarnar. Við ræddum við Hafdísi Snorradóttur að þessu sinni og deildi hún með okkur sínum uppáhalds jólahefðum og minningum. Fjölskylda? Ég er gift Friðriki Þór Steindórssyni og saman eigum við þrjú börn, þau Rebekku Rut, Sindra Þór og Rakel Rut. Tengdabörnin […]