Spáð í spilin fyrir HM karla í handbotla

HM karla í handbolta hefst formlega í dag með leik Frakklandi gegn Katar í Herning í Danmörku. Ísland spilar sinn fyrsta leik á fimmtudaginn n.k. gegn Grænhöfðaeyjum og fer leikurinn fram í Króatíu, en landsmenn bíða spenntir eftir því að sjá strákana mæta til leiks. Við hjá Eyjafréttum tókum púlsinn á stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í […]
Grettir nýsköpunarstjóri uppsjávariðnaðarins

Nýsköpun í uppsjávariðnaði fær sérstakan sess með tilkomu Grettis Jóhannessonar sem nýverið tók við nýju starfi hjá Félagi uppsjávariðnaðarins (FU) og Þekkingarsetri Vestmannaeyja (ÞVS) sem nýsköpunarstjóri uppsjávariðnaðarins. „Ég hef aðstöðu í ÞVS þar sem mér hefur verið afar vel tekið,“ sagði Grettir, sem hefur hafið vinnu og er að skoða lista af hugmyndum með mögulegum tækifærum. […]
Óli Gränz – Jólin í Jómsborg gleymast aldrei

Ólafur Gränz ólst upp í Jómsborg við Heimatorg • Lífsbaráttan hófst snemma • Sá upphaf Heimaeyjargossins • Missti allar eigur sínar í gosinu • Mikið verk að gera upp Breiðablik Eyjamaðurinn Óli Gränz, fullu nafni Carl Ólafur Gränz, hefur átt ævintýralega ævi. Hann lærði húsgagnasmíði og húsasmíði og er með meistarabréf í báðum iðngreinum. Óli […]
MATEY framtak ársins

Sjávarréttahátíðin MATEY hlaut Fréttapýramídann 2024 sem framtak ársins. MATEY hefur verið haldin árlega síðan 2022. Ferðamálasamtök Vestmannaeyja halda hátíðina í samstarfi við Fab Lab Vestmannaeyjum, Ísfélag og Vinnslustöð, veitingastaði auk fleiri aðila. Markmiðið er að vekja athygli á sjávarsamfélaginu Vestmannaeyjum og á sjávarfangi Eyjanna. Einnig að styðja við sjálfbæra nýtingu hráefna úr sjónum og draga […]
Oliver Heiðarsson íþróttamaður Vestmannaeyja

Íþróttamaður ársins, 2024 var valinn nú fyrr í kvöld af Íþróttabandalagi Vestmannaeyja. Heiðurinn hlaut Oliver Heiðarsson, knattspyrnumaður ÍBV, fyrir framúrskarandi árangur á síðasta ári. Titilinn Íþróttafólk æskunnar fengu þau Kristín Klara Óskarsdóttir í flokki yngri iðkenda í handbolta og Andri Erlingsson í flokki eldri iðkenda í handbolta líka. Einnig voru veittar fleiri viðurkenningar fyrir framúrskarandi […]
Safnahúsið er menningartorg Vestmannaeyja

Gígja Óskarsdóttir tók við stöðu safnstjóra Sagnheima 1. janúar 2024. Gígja er þjóðfræðingur, fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Gígja útskrifaðist með BA-gráðu í Þjóðfræði frá Háskóla Íslands árið 2014 og fjallaði lokaritgerð hennar um sögu lundaveiða í Vestmannaeyjum. „Ég reyndi að hafa námið í þjóðfræðinni sem fjölbreyttast. Tók m.a. kúrs í afbrotafræði og tók […]
Hressó fagnar 30 árum

Í dag fagnar líkamsræktarstöðin Hressó 30 ára starfsafmæli, en stöðin opnaði þann 6. janúar 1995. Þrátt fyrir að Hressó hafi verið stór hluti af samfélaginu í þrjá áratugi, mun stöðin loka dyrum sínum þann 31. maí næstkomandi. Hressó hefur ávallt lagt metnað í að bjóða upp á fjölbreytta líkamsræktartíma og hefur staðið fyrir námskeiðum og […]
Helgistund í Stafkirkjunni markaði lok jólanna

Í dag var haldin hin árlega þrettánda helgistund í Stafkirkjunni hér í Eyjum, þar sem gestir komu saman til að njóta kyrrðar og hátíðlegrar stundar. Tríó Þóris Ólafssonar lék og söng fyrir gesti. Séra Guðmundur Arnar Guðmundsson flutti hugvekju, þar sem hann hvatti gesti til að líta til baka með þakklæti og horfa fram á […]
Vel heppnuð Þrettándagleði

Þrettándagleði ÍBV fór fram með pompi og prakt í gærkvöldi þar sem sjá mátti jólasveina, tröll, álfa ásamt ýmsum kynjaverum. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta var á staðnum og fylgdi göngunni eftir og smellti nokkrum skemmtilegum myndum af gleðinni. (meira…)
Alda og Emma fyrrverandi leikskólastjórar

Við ræddum við þær Emmu H. Sigurgeirsdóttur Vídó og Öldu Gunnarsdóttur, en þær eru fyrrverandi leikskólastjórar á Kirkjugerði. Alda byrjaði á Kirkjugerði árið 1995 eftir að hún útskrifaðist frá Fósturskóla Íslands og tók við sem leikskólastjóri í desember 1997. Á þeim tíma voru einungis tveir leikskólakennarar starfandi á Kirkjugerði og auk Öldu var það Ellý Rannveig Guðlaugsdóttir sem […]