Safnhúsið með loppumarkað

Safnhúsið verður með sinn árlega loppumarkað laugardaginn 4. október. Markaðurinn verður í anddyri Safnhússins og verður opin fyrir alla. Þeir sem hafa hug á að selja er bent á að hafa samband við bókasafnið, bokasafn@vestmannaeyjar.is, en 8 borð eru í boði. Seljendur geta komið og sett upp markaðinn frá hádegi föstudaginn 3. október og mega […]

Magnús Bragason- Geri mitt besta og nýt dagsins

Magnús Bragason hefur um árabil verið virkur í samfélaginu hér í Eyjum og lagt sitt af mörkum á hinum ýmsum sviðum. Hann er á meðal skipuleggjenda Vestmannaeyjahlaupsins og The Puffin Run, auk þess að standa að Lundaballinu. Við fengum að heyra aðeins í Magnúsi og varpa nokkrum spurningum til hans. Fjölskylda: Við Adda eigum þrjá […]

Seinni ferð Baldurs felld niður

Herjólfur sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu um að tekin hafi verið ákvörðu um að fella niður seinni ferð dagsins í dag miðvikudaginn 24.september. Fólk er hvatt til að fylgjast með spá næstu daga þar sem aðstæður til siglinga eru óhagstæðar. Seinni ferð dagsins sem áætluð var til Þorlákshafnar fellur niður vegna veðurs og […]

Vöruhúsið tekið við mötuneyti Laxeyjar

Vöruhúsið tók við rekstri mötuneytist Laxeyjar þann 20. september og stígur því ný skref í starfsemi sinni, en mötuneyti Laxeyjar var áður í þeirra eigin umsjá. Mötuneytið er vel sótt og þjónar starfsfólki Laxeyjar og tengdum aðilum. Vöruhúsið opnaði sumarið 2024 og hefur stimplað rækilega inn sem einn af vinsælustu matsölustöðum Vestmannaeyja. Staðurinn er í […]

Uppskriftin að góðri geðheilsu í Visku

Helena Jónsdóttir sálfræðingur verður með námskeið í Visku sem ber heitið „Uppskriftin að góðri geðheilsu“ mánudaginn 7. október kl. 16:15. Helena er stofnandi og framkvæmdastjóri Mental, ráðgjafar sem aðstoðar stjórnendur og starfsfólk fyrirtækja við að móta stefnumótandi nálgun á geðheilbrigði. Markmiðið er að skapa og næra sjálfbæra menningu á vinnustöðum sem styður við góða geðheilsu. […]

Hækkandi alda þegar líða tekur á kvöld

Herjólfur sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu vegna hækkandi ölduspár fyrir kvöldið. Baldur siglir enn á milli lands og eyja í fjarveru Herjólfs, en áætlað er að Herjólfur verði kominn í lok vikunnar. Tilkynninguna má sjá hér fyrir neðan. Farþegar athugið – Vegna siglinga í kvöld og næstu daga Við viljum góðfúslega benda farþegum […]

Gunnar Þór: Snyrtilegri bíla var ekki að finna á götum Vestmannaeyja

Sumir fæðast með bensín í blóðinu og byrja snemma og skrefin eru nokkur. Flestir byrja á skellinöðru, næst koma mótorhjólin eitt af öðru og vex krafturinn með hverju nýju hjóli. Þá er komið að bílunum og þar ráða hógværð og fjárráð í byrjun en svo fjölgar hestöflum og útlit og stærð verða meira áberandi. Sumir […]

Kubuneh opnar netverslun

Kubuneh verslun hefur nú opnað glæsilega netverslun þar sem fólk getur áfram keypt notuð föt, en nú á netinu og þannig stutt í leiðinni við starfsemi góðgerðarfélagsins ,,allir skipta máli” sem rekur heilsugæslu í þorpinu Kubuneh í Gambíu. Allar tekjur verslunarinnar renna óskertar til verkefna í Gambíu, meðal annars til að halda úti heilsugæslu, kaupa […]

Auglýst eftir umsóknum – menning, listir, íþróttir og tómstundir

Bæjarráð Vestmannaeyja auglýsir nú eftir eftir styrkjum til að styðja við og efla menningar-, lista-, íþrótta-, og tómstundatengd verkefni og viðburði. Úthlutun fer fram tvisvar sinnum á ári. Markmið sjóðsins er að efla fjölbreytt mannlíf í Vestmannaeyjum með því að styðja einstaklinga, félagasamtök og listahópa. Með styrkjum er lögð áhersla á að hvetja til sköpunar […]

Stefna eins langt og hægt er

Andri Erlingsson og Elís Þór Aðalsteinsson eru íþróttamenn mánaðarins að þessu sinni en þeir fóru á dögunum með U-19 ára landsliði Íslands á HM í handbolta. Mótið fór fram 6. til 17. ágúst í Kaíró, Egyptalandi. Íslenska liðið endaði í 6. sæti á mótinu en þeir töpuðu í lokaleik sínum fyrir Ungverjum. Andri og Elís […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.