Síðasti séns að koma gjöfum undir jólatréið á bókasafninu

Í dag, 15. desember er síðasti dagur til að koma gjöfum undir jólatréið á bókasafninu í Vestmannaeyjum. Bókasafnið, í samstarfi við Landakirkju, stendur fyrir gjafasöfnun þar sem markmiðið er að tryggja að sem flestir geti upplifað gleðileg jól og fengið jólagjöf, óhað stétt eða stöðu. Mikilvægt er að gjafirnar séu merktar aldurshópi og kyni. Tilvalið […]

Markadrottning ÍBV sér fram á enn stærri skref í Bestu deildinni

Bandaríska knattspyrnukonan, Allison Grace Lowrey, kom eins og stormsveipur inn í kvennalið ÍBV í fótbolta í sumar. Allison er 23 ára sóknarmaður sem sló í gegn með ÍBV í Lengjudeildinni og Mjólkurbikarnum, þar sem hún skoraði samtals 30 mörk. Hún var lang markahæst í deildinni með 25 mörk og skoraði í öllum bikarleikjum liðsins, þar […]

Alex Freyr fyrirliði og besti leikmaðurinn

Alex Freyr Hilmarsson átti frábært tímabil með ÍBV í sumar, þegar liðið tryggði sér áframhaldandi veru í Bestu deildinni á næsta ári. Alex Freyr er 32 ára gamall og hefur leikið með ÍBV frá árinu 2022. Hann hefur verið gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði Eyjamanna frá komu sinni. Alex, sem var fyrirliði ÍBV í sumar, […]

Innlit á Eyjaheimili 

Hér í Eyjum má finna fjölmörg falleg heimili með ólíkan stíl og áhugavert skipulag. Í Innliti á Eyjaheimili skoðum við eignir sem eru á markaði og rýnum í hvað gerir þær sérstakar. Við förum í gegnum skipulag, hönnun og þau smáatriði sem fanga athygli og fáum innsýn um stöðu og strauma á fasteignamarkaðnum hér í […]

Vera lífsgæðasetur – Ný heimasíða komin í loftið  

Vera Lífsgæðasetur var stofnað í október 2024 af öflugum hópi fagkvenna sem starfa í tengdum greinum. Þar koma saman einyrkjar sem sameinast undir einu þaki og bjóða upp á heildræna þjónustu fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki. Í Veru starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga, meðal annars sálfræðingur, næringarfræðingur, talmeinafræðingur, félagsráðgjafi, þroska- og einhverfuráðgjafi og hjúkrunarfræðingar.   Markmið Veru […]

Jóhanna Lilja tilnefnd sem sjálfboðaliði ársins til almannaheilla

Dagur sjálfboðaliða var haldinn 5. desember og í tilefni dagsins valdi Almannaheill sjálfboðaliða ársins úr tilnefningum aðildarfélaga sinna. Í ár tilnefndi Krabbameinsfélagið Jóhönnu Lilju Eiríksdóttur, formann Brakkasamtakanna fyrir öflugt og óeigingjarnt starf í þágu félagsins og málstaðarins. Jóhanna Lilja var afar þakklát fyrir viðurkenninguna. ,,Þetta er mikil viðurkenning, ekki bara fyrir mig heldur fyrir allt […]

Andri bar sigur úr býtum í Jólalagakeppni Rásar 2

Tónlistarmaðurinn og eyjamaðurinn Andri Eyvinds bar sigur úr býtum í Jólalagakeppni Rásar 2 í ár með laginu Bakvið ljósin. Lagið, sem hann samdi sjálfur, fangar þá tilfinningu að hátíðarnar séu ekki endilega léttar fyrir alla, þvert á móti geti þessi tími ýft upp erfiðar tilfinningar hjá mörgum. Andri fékk verðlaunin afhent í Popplandi á Rás […]

Jólatónleikar Gleðisprengjanna

Jólatónleikar hljómsveitarinnar Gleðisprengjanna fara fram á fimmtudaginn næstkomandi á Brothers Brewery, en hljómsveitin varð til fyrir nokkru síðan eftir afrakstur skapandi verkefnis sem unnið var af þeim Jarli Sigurgeirssyni og Birgi Nilsen fyrir Visku í samvinnu við starfsfólk Heimaeyjar vinnu- og hæfingarstöðvar. Hópurinn hefur í framhaldinu þróast áfram og verður nú með jólatónleika líkt og […]

Íþróttamaður mánaðarins: Emil Gautason 

Íþróttamaður mánaðarins að þessu sinni er hinn ungi og efnilegi Emil Gautason. Emil er aðeins 15 ára gamall og gríðarlega efnilegur fótboltamaður sem spilaði með KFS í 4. deildinni fyrri hluta sumars, ásamt því að leika með 2. og 3.flokki ÍBV. Emil þreytti frumraun sína með meistaraflokki ÍBV, seinni hluta tímabilsins, í 4-1 sigri gegn […]

Listin veitir slökun og hugleiðslu

Jónína Björk Hjörleifsdóttir eða Jóný eins og hún er oftast kölluð er fjölhæf listakona sem hefur skapað ótal hluti í gegnum tíðina og unnið með margs konar efni. Upp á síðkastið hefur keramik orðið sífellt stærri hluti af sköpun hennar, bæði sem listform og sem leið til að skapa nytjahluti. Jóný ræddi við Eyjafréttir um hvað […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.