Herjólfur, fullt tungl og ólgandi sjór

Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari fangaði kraft og fegurð Vestmannaeyja í óveðrinu sem gekk yfir. Í þetta sinn tók hann magnaðar myndir af Herjólfi á siglingu þar sem fullt tungl lýsti upp himininn yfir ólgandi sjónum. Myndirnar minna okkur á hversu stórbrotin náttúran er og hvað við sem búum í Eyjum, stöndum nærri henni. (meira…)

Friðarhöfn – spennandi glæpasaga frá Vestmannaeyjum

Ljósmyndari: Juliette Rowland Það hefur ekki farið fram hjá Eyjamönnum síðastliðnar vikur að hópur tökufólks hefur verið hér í Eyjum. Um eru að ræða kvikmyndafyrirtækið Glassriver, en þau hafa verið í tökum vegna þáttaseríru sem kallast Friðarhöfn og kemur út á næsta ári. Glassriver var stofnað árið 2016 með því markmiði að framleiða vandað íslenskt sjónvarpsefni. Síðan þá […]

Birgitta Karen kennir kransagerð fyrir jólin

Birgitta Karen Guðjónsdóttir, deildarstjóri Blómavals hefur starfað sem blómaskreytir í 29 ár. Áhugann segir hún hafi kviknað þegar hún var 14 ára gömul, en þá sótti hún um starf á Garðyrkjustöð sem var einnig blóma- og gjafavöruverslun og hét Garðshorn. ,,Þarna byrjaði þetta allt saman” segir Birgitta, þarna byrjaði hún á því að selja sumarblóm, […]

Mýflug Air hefur opnað fyrir bókanir

Flugfélagið Mýflug Air tilkynnti á heimasíðu sinni í dag að áætlunarflug frá Reykjavík til Vestmanneyja hefjist þann 1. desember. Fram kemur að flogið verði fjórum sinnum í viku: Í hádeginu á föstudögum, seinnipart sunnudags og svo kvölds og morgna á fimmtudögum. Búið er að opna fyrir bókanir fyrir desembermánuð. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu […]

Bókakynning um heilsu og blóðsykurstjórnun

Elísabet Reynisdóttir eða Beta Reynis eins og hún er kölluð verður með fyrirlestur og bókakynningu í Pennanum Eymundssyni upp úr bók sinni Þú Ræður. Kynningin verður haldin fimmtudaginn 14. nóvember kl. 16. Beta er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum, en er í dag búsett á höfuðborgarsvæðinu. Hún er næringarfræðingur og næringarþerapisti að mennt og ætlar […]

Lára kennir Jóga Nidra

Lára Skæringsdóttir kennari, hárgreiðslukona og nú jóga kennari útskrifaðist Jógakennaranáminu árið 2023, en það sem hrinti henni af stað út í námið var að henni langaði til að taka aðeins til í hausnum á sér, læra eitthvað nýtt til að gera notið ,,seinni helmingsins” betur og unnið úr gömlum áföllum. Lára segist samt hafa stundað […]

Blásið hár vinsælast í vetur

Arna Þyrí Ólafsdóttir er 26 ára hárgreiðslumeistari á hárgreiðslustofunni Sjampó. Arna Þyrí flutti aftur til Eyja nú í sumar eftir nokkur ár í Reykjavík. Áður en Arna Þyrí byrjaði á Sjampó vann hún meðal annars hjá hárgreiðslustofunum Blondie í Garðabænum og Bold í Kópavogi. Við ræddum við Örnu Þyrí og fengum að forvitnast aðeins um […]

Póley fagnaði 3 ára afmæli

Gjafavöruverslunin Póley fagnaði þriggja ára afmæli sínu í gær, 7. nóvember. Boðið var upp á léttar veitingar, afslætti og happadrætti. Sara Sjöfn Grettisdóttir eigandi verslunarinnar opnaði Póley árið 2021 og tók verslunin miklum breytingum á þeim tímapunkti. Við ræddum aðeins við Söru og fengum að heyra hvernig síðustu ár hafa gengið síðan hún opnaði Póley […]

Baráttudagur gegn einelti

Baráttudagur gegn einelti fer fram á landsvísu þann 8. nóvember. Markmiðið með deginum er að efna til umræðu og fræðslu gegn einelti og leita leiða til jákvæðari samskipta. Skólar og leikskólar, ásamt landsmönnum öllum hvattir til að gefa sér tíma og reyna að finna leiðir að jákvæðara samfélagi fyrir alla. Grunnskóli Vestmannaeyja mun taka þátt […]

Nóg um að vera um helgina

Kótilettukvöldið  Hið árlega kótilettukvöld verður haldið fimmtudaginn 7. nóvember nk. í Höllinni, kl. 19:30. Kótilettukvöldið hefur verið árlegur viðburður frá árinu 2014 og er tilgangur kvöldsins að koma saman, hafa gaman og borða kótilettur til styrktar góðs málefnis, en allur ágóði rennur beint til styrkar Krabbavarnar Vestmannaeyja og Hollvinasamtaka Hraunbúða. Dömukvöld ÍBV Dömukvöld ÍBV handboltans […]