Hægt er að sækja um lóðir fyrir hvítu tjöldin í dag

Sækja þarf um lóð á dalurinn.is, skrá sig þar inn með netfangi og lykilorði, ef þú manst ekki lykilorðið þá sækir þú um nýtt lykilorð með því að ýta á “Gleymt lykilorð”. Ef upp kemur að netfangið sé ekki til, þá stofnar þú nýjan aðgang. Mikilvægt er að allir reitir séu fylltir út svo að […]
Ný Heimaey VE er af annarri kynslóð

„Ég býð ykkur hjartanlega velkomin hingað til að skoða nýtt skip Ísfélagsins sem fengið hefur nafnið Heimaey VE 1. Þetta er fjórða skipið sem Ísfélagið og forverar þess gera út með nafninu Heimaey. Það er ávallt hátíðleg stund í litlu samfélagi þegar nýtt skip kemur í flotann. Þetta þekkir fólk í sjávarplássum um allt land […]
Embla Harðardóttir: Stefnir á tannlækninn

„Það sem mér hefur fundist skemmtilegast við skólagönguna mína í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum hefur verið félagsskapurinn,“ segir Embla. „Það er eitthvað sérstakt við það að vera í litlu og vinalegu skólasamfélagi þar sem allir þekkja alla og maður finnur fyrir stuðningi.“ Embla viðurkennir að henni þyki pínu leiðinlegt að vera ljúka þessum kafla í lífinu […]
Sara Sindradóttir: Gott skipulag lykilinn

„Það skemmtilegasta við skólagönguna mína var að geta verið með vinum á hverjum degi,“ segir Sara. Hún nefnir einnig að tímarnir hjá Óla Tý hafi verið góðir og að viðburðir eins og árshátíðirnar og FÍV Cup hafi staðið upp úr. Að vera búin með framhaldsskólann er bæði léttir og söknuður að sögn Söru. „Það er […]
Dagskrá Þjóðhátíðar klár

Dagskrá Þjóðhátíðarinnar er nú klár og var opinberuð í dag inn á dalurinn.is. Á dagskránni má sjá þá listamenn sem fram koma og hvernig skipulaginu verður háttað. Í dag er síðasti dagur til þess að kaupa miða á forsöluverði, lokað verður fyrir það á miðnætti. (meira…)
Opnað fyrir umsóknir hvítu tjaldanna á mánudag

Undirbúningur fyrir Þjóðhátíð er nú kominn á fullt skrið og nú styttist í úthlutun lóða fyrir hvítu tjöldin. Á mánudaginn, klukkan 10:00, opnar fyrir umsóknir um lóðir fyrir hvítu tjöldin og verður hægt að sækja um á dalurinn.is. Umsóknarfresturinn stendur yfir til kl. 10:00 á miðvikudaginn 23. júlí. (meira…)
Íþróttamaður mánaðarins: Allison Patricia Clark

Íþróttamaður mánaðarins er nýr liður í Eyjafréttum þar sem við munum leggja spurningar fyrir íþróttafólk í Eyjum. Fyrst í röðinni er fótboltakonan Allison Patricia Clark sem hefur átt virkilega góðu gengi að fagna með kvennaliði ÍBV en þær sitja á toppi Lengjudeildarinnar og eru komnar í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Allison hefur verið einn af betri leikmönnum […]
Styrkleikar Krabbameinsfélagsins haldnir í Herjólfsdal

Fyrstu Styrkleikar Krabbameinsfélagsins, fara fram í Herjólfsdal dagana 9.-10. ágúst. Um er að ræða fjölskylduvænan viðburð þar sem allir geta tekið þátt og sýnt stuðning við einstaklinga sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra. Í Styrkleikunum ganga þátttakendur með boðhlaupskefli í heilan sólarhring. Gengið er í hring í kringum tjörnina í Herjólfsdal, að gamla […]
Forvarnir í forgrunni á Þjóðhátíð: „Er allt í lagi?“

Þjóðhátíðarnefnd hefur síðastliðin ár staðið á bak við forvarnarverkefni á borð við Bleika fílnum, Sofandi samþykkir ekkert og Verum vakandi. Í ár verður engin breyting þar á og mun nefndin standa fyrir átaki undir yfirskriftinni „Er allt í lagi?“. Átakið byggir á einföldum en áhrifaríkum skilaboðum sem hvetja gesti til að sýna ábyrgð, bæði gagnvart […]
Víðir Reynisson: ,,Sögðumst ekki ætla að fara svona hratt”

Víðir Reynisson þingmaður Suðurkjördæmis fyrir Samfylkinguna var fyrir skemmstu á ferð um Vestmannaeyjar. Segja má að Víðir hafi sterka tengingu við byggðamál og eins við öryggi samfélaga þar sem hann starfaði lengi á sviði almannavarna. Ritstjóri Eyjafrétta settist niður með Víði á dögunum og ræddi við hann um þingstörfin og þau mál sem brenna á […]