Íþróttamaður mánaðarins er Sandra Erlingsdóttir

Íþróttamaður mánaðarins að þessu sinni er handboltakonan Sandra Erlingsdóttir. Það þarf vart að kynna Söndru fyrir Eyjafólki en hún er leikmaður meistaraflokks ÍBV í handbolta og A-landsliðs Íslands. Sandra er komin aftur í ÍBV og hefur farið frábærlega af stað í Olís deildinni með eftir að hafa leikið erlendis, bæði í Þýskalandi og Danmörku um nokkurt skeið, ásamt […]

 Sæbjörg á enn Íslandsmetið í 100 km hlaupi kvenna

Sæbjörg Logadóttir á að baki glæstan feril í hlaupum. Hún hefur lokið nokkrum maraþonum, ásamt tveimur 100 km hlaupum og á enn þann dag í dag Íslandsmeistaratitil kvenna í 100 km hlaupi, frá 2011. Hún varð því miður að leggja hlaupin til hliðar eftir slys sem hún varð fyrir 2016 og 2018. Við ræddum við Sæbjörgu um […]

Mjúkir brúnir tónar og dempað hár í vetur

Ásta Hrönn Guðmannsdóttir, ein eigenda hárgreiðslustofunnar Sjampó, ræddi við Eyjafréttir um hártískuna í haust/vetur og gaf jafnframt góð ráð um umhirðu hársins í kuldanum. Hún deildi með okkur hvaða litir og stílar njóta vinsælda þessa dagana og hvað skiptir mestu máli til að halda hárinu heilbrigðu yfir vetrarmánuðina.  Þegar spurt er hvað sé vinsælast þegar […]

Mikilvægt að gefa börnum góða forgjöf inn í lífið

Íris Þórsdóttir, tannlæknir er snúin aftur heim til Vestmannaeyja eftir að hafa búið úti í Frakklandi síðastliðin tvö ár. Íris og maður hennar, Haraldur Pálsson héldu á vit ævintýranna fyrir tveimur árum og fluttu út fyrir landsteinana. Planið var að fara í eitt ár en svo urðu árin tvö. Eru þau nýsnúin til baka ásamt […]

Einstök gjöf til Safnahúss

„Þetta er gríðarlega vegleg gjöf. Öll söfn þrífast á því að þeir einstaklingar sem marka spor í menningarsögu nærsamfélagsins hverju sinni deili þeirri auðlegð sem þeir búa til með því að koma henni í varanlega varðveislu á söfnunum,“ segir Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss Vestmannaeyja og vísar þarna til gjafar Halldórs Benedikts Halldórssonar til Vestmannaeyjabæjar. Ómetanlegar […]

Myndasyrpa frá Lundaballinu

Lundaballið, uppskeruhátíð bjargveiðimanna, fór fram á laugardaginn og var að þessu sinni í umsjá Helliseyinga. Gestir nutu ljúffengs matar að hætti Einsa Kalda og frábærrar skemmtunar þar sem boðið var upp á heimatilbúin skemmtiatriði sem vöktu mikla kátínu. Einar Ágúst og hljómsveitin Gosarnir héldu síðan uppi fjörinu og spiluðu fyrir dansi fram á nótt. Myndir: […]

Gaf samfélaginu menningarauð í myndum og kvikmyndum

Halldór Benedikt Halldórsson fæddist á Húsavík árið 1955 en flutti 6 ára gamall með fjölskyldu sinni til Vestmannaeyja. Þar hefur hann átt heima nær alla tíð síðan og segist hvergi vilja vera annars staðar. Í dag er hann sjötugur, fjölskyldumaður sem nýtur þess að vera úti í náttúrunni – og síðast en ekki síst ástríðufullur […]

Þegar einar dyr lokast, opnast aðrar

BRE 2025 IMG 8025

Það er fátt sem tengir Vestmannaeyjar jafnsterkt saman og sjávarútvegurinn. Þar hefur kynslóð eftir kynslóð sótt lífsviðurværi sitt og lagt sitt af mörkum í atvinnusögu landsins. Bjarni Rúnar Einarsson, framkvæmdastjóri Leo Seafood, er engin undantekning. Hann fæddist í Eyjum árið 1983 og hefur nær alla sína starfsævi varið innan sömu veggja – fyrst hjá Godthaab […]

Samstaða sveitarfélaganna er lykillinn

Í síðasta mánuði fundaði Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, með íbúum Suðurlands á Selfossi. Meðal gesta á fundinum var Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra og formaður samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Anton Kári átti einnig sæti í starfshópi um fýsileika jarðganga milli lands og Vestmannaeyja sem lauk sinni vinnu fyrir um ári síðan. Hann flutti þar athyglisverða […]

Breytingar á hluthafahóp Löngu

Breytingar hafa orðið á hluthafahópnum í Löngu. Fyrirtækið Langa ehf. sérhæfir sig í framleiðslu á þurrkuðum f iskhausum og afskurði en félagið selur allar afurðir sínar á Nígeríumarkað. Undanfarin ár hefur félagið einnig verið að þróa og lagt í fjárfestingar á framleiðslu og sölu á kollageni til manneldis. Á dögunum var samþykkt á hluthafafundi að […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.