Kósíkvöld, afslættir og jólabjór í miðbænum

Það verður líf og fjör í bænum á fimmtudag og föstudag nk. Á fimmtudagskvöldið verður kósý kvöld í Póley þar sem boðið verður upp á kynningu á Vera design ásamt tilboðum, happdrætti og léttum veitingum. Sama kvöld fagnar Skvísubúðin 15 ára afmæli sínu og verður einnig boðið upp á afslætti og afmælisgleði í tilefni dagsins. […]
Óli Gränz kynnir nýja bók í Eldheimum- uppfært

Metnaðarfullri dagskrá safnahelgar er svo sannarlega ekki lokið. Fram undan er stórskemmtilegt kvöld þar sem Óli Gränz sem vart þarf að kynna mætir með nýja bók um sitt viðburðarríka lífshlaup. Óli Gränz fæddist í Vestmannaeyjum 1941 og átti heima í Jómsborg, á Kirkjuvegi 88 og Breiðabliki. Hann var til sjós á yngri árum og var […]
Natali Oson flúði Úkraínustríðið og flutti til Vestmanneyja

Natali Oson er 38 ára gömul kona frá Úkraínu sem, ásamt eiginmanni sínum, Slava Mart, flutti til Vestmannaeyja árið 2020. Ástæðan fyrir flutningunum var stríðið í heimalandinu, sem gerði þeim ómögulegt að halda áfram venjulegu lífi þar. Þau stóðu frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun að yfirgefa heimili sitt, vini og fjölskyldu til að hefja nýtt […]
Ragna Árnadóttir forstjóri Landsnets

Ragna Árnadóttir tók við stöðu forstjóra í sumar en hún kom til Landsnets frá Alþingi þar sem hún hafði starfað sem skrifstofustjóri undanfarin sex ár. Áður hafði hún starfað sem aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og þekkir hún því vel til orkumála. Í sumar lagði Landsnet tvo nýja háspennustrengi til Vestmannaeyja og í kjölfar þess kom Ragna, nýtekin […]
Allraheilagra messa í Landakirkju – látinna Eyjamanna minnst

Í gær fór fram Allraheilagra messa í Landakirkju þar sem heiðruð var minning látins Eyjafólks. Á messunni voru nöfn þeirra Eyjamanna sem látist hafa á árinu lesin upp og kveikt var á kerti fyrir hvern og einn þeirra til heiðurs. Kór Landakirkju, Karlakór Vestmannaeyja og Kvennakór Vestmannaeyja sungu við athöfnina. Einsöng fluttu Sólbjörg Björnsdóttir og […]
Svavar Steingríms gefur hreyfinguna ekki eftir

Svavar Steingrímsson eða Svabbi eins og hann er kallaður er Eyjamaður mánaðarins. Svabbi hefur alla tíð haft mikla ástríðu fyrir náttúrunni og útivist og er mikill úteyjamaður. Þrátt fyrir að vera orðinn 89 ára gamall hreyfir hann sig nánast á hverjum degi og er Heimaklettur einn af hans uppáhalds stöðum að fara á. Svavar er […]
Heimaklettur: Framkvæmdir hafnar en framhaldið tefst

Endurbætur á gönguleiðinni upp Heimaklett hófust í sumar, en tafir hafa orðið vegna þess að skipta þurfti um verktaka. Eins og fram kom í fyrri umfjöllun Eyjafrétta í maí síðastliðnum hefur gönguslóði upp Heimaklett verið talinn forgangsverkefni til lagfæringar. Þar kom fram að slóðinn væri orðinn mjög illa farinn og að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefði veitt […]
Andri fetar í spor systkina sinna

Andri Erlingsson gegndi hlutverki fyrirliða hjá 20 ára landsliði Íslands í handknattleik karla í gær þegar liðið mætti A-landsliði Grænlands í vináttuleik í Safamýri.Með því fylgdi Andri fordæmi eldri systkina sinna, Söndru og Elmars, sem bæði hafa áður verið fyrirliðar íslenskra landsliða í handbolta. 20 ára landslið karla mætir grænlenska landsliðinu öðru sinni í Víkinni […]
Sterk staða verkmenntunar í Eyjum

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hefur verið tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna 2025 fyrir framúrskarandi starf í kennslu málm- og vélstjórnargreina. Tilnefningin er í flokknum Iðn- eða verkmenntun en auk FÍV er Fataiðndeild Tækniskólans og Unnar Þorsteinn Bjartmarsson grunn- og framhaldsskólakennari við Grunnskóla Borgarfjarðar og Fjölbrautaskóla Vesturlands tilnefnd í flokknum. Verðlaunin verða afhent á Bessastöðum 4. nóvember næstkomandi […]
Gervigreindin tvíeggjað sverð en möguleikar óendalegir

Vel var mætt á námskeið um hagnýta notkun á gervigreind í atvinnulífi sem Þekkingarsetur Vestmannaeyja stóð fyrir í upphafi mánaðarins. Fyrirlesarar voru þrír, Gísli Ragnar Guðmundsson, sérfræðingur í gervigreind hjá KPMG, Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, annar eigandi ráðstefnufyrirtækisins Iceland Innovation Week og Guðfinna Birta Valgeirsdóttir markaðsstjóri Innovation Week. Allt mjög áhugaverðir fyrirlestrar og margt sem kom á óvart, m.a. að upphaf gervigreindar má rekja aftur til […]