Ráðherra til fundar við Eyjamenn

Á vef Vestmannaeyjabæjar er tilkynning um íbúafund um samgöngur á milli lands og Eyja. Fram kemur að Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Bergþór Þorkelsdóttir,  vegamálastjóri hafi samþykkt að mæta á íbúafund um samgöngumál Vestmannaeyinga að beiðni bæjarráðs. Fundurinn verður haldinn 30. janúar nk. kl. 19:30 í Höllinni. Fólk er beðið um að taka tímann frá, […]

Höfnin dýpkuð

Byrjað er að dýpka Vestmannaeyjahöfn. Bæði verður farið í að grafa veituskurð sem og að dýpka höfnina. Samið var við fyrirtækið Hagtak um dýpkunina. Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri sagði í samtali við Eyjar.net í desember sl. að reiknað væri með að dælt verði rúmlega 45 þúsund rúmmetrum og var áætlað að það tæki um 12 […]

Næstu ferðir til Þorlákshafnar

Herjólfur_2023_ÓPF_DSC_1763

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar seinnipartinn í dag og þar til annað verður tilkynnt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Brottför er frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 17:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 20:45. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki í […]

Stækkun hafnarinnar

fjolgun_vidlegukanta_alta_2024_minni

Alta hefur unnið aðalskipulagsbreytingu fyrir Vestmannaeyjahöfn sem samþykkt var á fundi framkvæmda- og hafnarráðs þann 15. nóvember sl. Á fundi ráðsins í vikunni var lögð er fram til kynningar skipulagslýsing fyrir breytt aðalskipulag Vestmannaeyja 2015-2035 vegna stækkunar hafnarsvæðis Vestmannaeyjahafnar og nýrra hafnarkanta undir Kleifum og í Gjábakkafjöru. Fram kemur í skipulagslýsingunni að Vestmannaeyjahöfn sé grundvöllur helstu […]

Gul viðvörun á Suðurlandi

gul_vidv_190124

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á Suðurlandi vegna austanstorms og snjókomu eða slyddu. Tekur hún gildi í kvöld kl. 21:00 til kl. 03:00 í nótt. Í viðvörunarorðumsegir: Austan 13-20 m/s, en 18-23 undir Eyjafjöllum og snarpar vindhviður þar. Einnig má búast við snjókomu eða slyddu með versnandi akstursskilyrðum. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á […]

Hvít Heimaey – myndir

DSC_1512

Það snjóaði í Eyjum í dag líkt og spáð hafði verið. Nú er hins vegar hætt að snjóa og er blíðskaparveður. Má tala um lognið á undan storminum því annað kvöld er gert ráð fyrir stormi á sunnanverðu landinu. Í veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir Suðurland segir: Austan og norðaustan 8-13 og skýjað með köflum á […]

Snjókorn falla

hbh_snjor_24

Hann var vetrarlegur bæjarrúnturinn sem Halldór B. Halldórsson fór um Heimaey í dag. Það sést bersýnilega á myndbandi hans hér að neðan. (meira…)

Krefjast úrbóta hið snarasta

20220303_080203

Brynjar Ólafsson, framkvæmdarstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar fór yfir – á fundi framkvæmda- og hafnarráðs – stöðu á gatnalýsingu, útskiptiáætlun lampa og viðhaldi. Fram kemur í afgreiðslu ráðsins að ráðið ítreki mikilvægi þess að þjónustuaðili uppfylli skilyrði samnings um þjónustu og viðhald gatnalýsingar enda er gatnalýsing mikilvægur þáttur í umferðaröryggi, sér í lagi gangandi og […]

Forsetinn í Eyjaheimsókn

gudni_forseti_vestm_is

Forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti Vestmannaeyjar sl. þriðjudag. Hann kom víða við í heimsókn sinni, ásamt Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra, sem tók á móti honum. Fyrst lá leiðin í grunnskólann og í framhaldi á Kirkjugerði og Sóla þar sem forsetinn skoðaði skólana og heilsaði upp á nemendur og starfsfólk. Nemendur í 5. bekk sýndu […]

Þrjár frá ÍBV í Hæfileikamótun KSÍ

ksi_bolti

Magnús Arnar Helgason, þjálfari í Hæfileikamótun KSÍ, hefur valið Díönu Jónsdóttur, Margréti Mjöll Ingadóttur og Tönju Harðardóttur til að taka þátt í Hæfileikamótun N1 og KSÍ fyrir stúlkur á Suðurlandi og Suðurnesjum. Æfingin fer fram í Lindex höllinni á Selfossi föstudaginn 26. janúar. Í frétt á heimasíðu ÍBV er leikmönnunum óskað innilega til hamingju með […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.