Eyjaskokk og Vestmannaeyjabær í samstarf

Í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar kemur fram að Vestmannaeyjabær og Eyjaskokk hafa gert með sér samstarfssamning vegna The Puffin Run og Vestmannaeyjahlaupsins og var hann undirritaður þann 30. apríl sl. af Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra, Sigmari Þresti Óskarssyn og Magnúsi Bragasyni, fulltúum Eyjaskokks. The Puffin Run er utanvegahlaup í byrjun maí í fallegu umhverfi Vestmannaeyja og […]

Bjarki Björn og Eiður Atli gengnir til liðs við ÍBV

Knattspyrnumaðurinn Bjarki Björn Gunnarsson hefur gengið til liðs við ÍBV á lánssamningi sem gildir út keppnistímabilið 2024. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bjarki kemur til ÍBV á láni en hann lék 11 leiki með ÍBV á síðustu leiktíð, leikirnir hefðu vafalaust verið fleiri ef ekki hefði verið fyrir meiðsli Bjarka. Bjarki leikur að […]

Fyrirlestur um íþróttir barna og unglinga í sal Barnaskólans í dag

Síðasta áratuginn hefur verið mikil þróun í þjálfun barna og unglinga, aðstaða til íþróttaiðkunar hefur verið að batna og þjálfunin er sífellt að verða markvissari. Samhliða þessari bættri aðstöðu og aðgengi að góðri þjálfun hefur krafan um betri árangur einnig aukist, jafnt frá foreldrum, þjálfurum og íþróttafélögum. Jafnvel er þess krafist af ungum íþróttaiðkendum að […]

Barnastjarna eða afreksmaður? Fyrirlestur þriðjudaginn 16. apríl

Á síðustu árum og áratug hefur verið mikil þróun í þjálfun barna og unglinga, aðstaða til íþróttaiðkunar hefur verið að batna og þjálfunin er sífellt að verða markvissari. Samhliða þessari bættri aðstöðu og aðgengi að góðri þjálfun hefur krafan um betri árangur einnig aukist, jafnt frá foreldrum, þjálfurum og íþróttafélögum. Jafnvel er þess krafist af […]

Tilkynning frá óbyggðanefnd

Óbyggðanefnd hefur framlengt kröfulýsingarfrest landeigenda á svæði 12 (eyjar og sker) til 2. september 2024. Framlengingunni er ætlað að gefa fjármála- og efnahagsráðherra færi á að ljúka endurskoðun sem ráðherra hefur boðað á kröfugerð ríkisins, sem og kortagerð vegna hennar, og tryggja að landeigendur hafi síðan nægan tíma að því loknu til að bregðast við […]

Biðla til fólks að hætta þessari iðju

Undanfarna daga höfum við fengið nokkrar tilkynningar um eld í sinu segir í tilkynningu á facebook síðu Slökkviliðs. Vestmannaeyja Í hádeginu á föstudaginn sl. kviknaði í sinu á túninu við Höllina þar sem líklega var um að ræða slys vegna sígarettu sem hent hefur verið út um bílglugga. Seint á laugardagskvöldið var svo eldur laus […]

Nokkur verkefni úr Eyjum hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands

Stjórn SASS hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingasjóði Suðurlands. Um er að ræða fyrr úthlutun sjóðsins árið 2024. Umsóknir voru samtals 134, í flokki atvinnuþrónar- og nýsköpunarverkefna bárust 45 umsóknir og 89 í flokki menningarverkefna. Að þessu sinni var 40,5 m.kr. […]

Tjón á neyslulögn til umræðu

Á fundi bæjarráðs í síðustu viku var til umræðu tjón á neyslulögn. Fram kom að vátryggingafélag útgerðarinnar hefur viðurkennt bótaskyldu vegna tjónsins á neysluvatnslögninni og eiga bætur að koma til greiðslu á árinu 2024. Ljóst er að tjónið er langt umfram hámark vátryggingabóta og munu fulltrúar Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna funda með Vinnslustöðinni í næstu […]

Bæjarstjórn samstæður þrýstihópur sem beitir sér

Látum oft heyra í okkur, höldum ráðamönnum við efnið „Það er að einhverju leyti rétt að aðilar vinnumarkaðarins, stéttarfélögin og Samtök atvinnulífsins hafa komið ábyrgðinni yfir á hið opinbera, ríki og sveitarfélög í nýgerðum kjarasamningum. Ég hræðist það ekki því hófleg gjaldheimta hefur verið eitt megið stefið hjá Vestmannaeyjabæ í gegnum árin. Bara að það […]

Á heimleið úr ríkinu þegar kallið kom

Í grein sem birt var á mbl.is kemur fram að Helgi Tors­ham­ar var á leið heim úr rík­inu þegar sím­inn hans hringdi og hon­um var boðið pláss í meðferð á Hlaðgerðarkoti. Hann afþakkaði boðið. Ætlaði að fresta því enn um sinn að taka til í lífi sínu en eitt­hvað varð til þess að hon­um sner­ist […]