Stelpurnar fá Keflavík í heimsókn

ÍBV og Keflavík mætast í 16. umferð Bestu deildarinnar í dag. ÍBV situr í áttunda sæti deildarinnar og Keflavík því níunda, en bæði lið eru jöfn stiga. Það má því búast við mikilli spennu á Hásteinsvelli þegar flautað verður til leiks kl. 18:00. Grillaðir verða borgarar og því tilvalið að taka kvöldmatinn á leiknum. Hvetjum […]

Tilkynning frá HSU vegna Nóróveiru

Vegna Nóróveiru smita í samfélagi okkar, biðjum við fólk vinsamlega að passa vel upp á smitvarnir með handþvotti, spritti og hugsanlega grímum. Þetta er bráðsmitandi veira sem veldur kviðverkjum, niðurgangi, uppköstum og höfuðverk, ásamt þreytu og beinverkjum. Smitgöngutími eru 1-2 dagar og sýkingin gengur yfir á ca. 2 dögum. Mikilvægt er að forðast viðkvæma einstaklinga […]

Pattaralegar pysjur og spáin góð

Náttúrustofa Suðurlands hefur lokið lundaralli í júlí. Niðurstöðurnar eru áþekkar og árið 2021 þegar rúmlega 4600 pysjur fundust. Á Facebook-síðu Pysjueftirlitsins kemur fram að það árið hafi pysjurnar komið til byggða rétt eftir Þjóðhátíð sem er einnig raunin þetta árið þar sem fyrsta pysjan fannst í nótt. Pysjurnar eru nokkuð pattaralegar og því staðan hér í […]

Landhelgisgæslan sótti Surtseyjarfara

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar flutti vísindamenn og búnað þeirra úr Surtsey á dögunum. Undanfarin ár hefur Landhelgisgæslan í samstarfi við Umhverfisstofnun aðstoðað Surtseyjarfara með ýmsu móti, t.d með að flytja þá ásamt búnaði til og frá eynni, segir í frétt á heimasíðu Landhelgisgæslunnar. Hluti hópsins var fluttur til Vestmannaeyja á meðan aðrir fóru til Reykjavíkur. Hluti hópsins […]

Vestmannaeying nr. 4600 afhent blóm

Þann 2. ágúst sl., voru Vestmannaeyingar 4600 talsins Það var Sigurður G. Óskarsson sem var Vestmannaeyingur númer 4600, en hann er að flytja til Eyja með konu sinni, Anniku Vignisdóttur og tveimur börnum. Þess má geta að þau eru Eyjafólk sem hafa ákveðið að flytja aftur heim. Ekki hafa fleiri verið búsettir i Eyjum síðan […]

Þjóðhátíðarnefnd þakkar komuna

Þjóðhátíðarnefnd ÍBV vill þakka gestum sínum fyrir komuna á Þjóðhátíð 2023. Þjóðhátíðin gekk mjög vel fyrir sig og nutu gestir fjölbreyttrar dagskrár sem í boði var og voru til fyrirmyndar. Samstarf við viðbragðsaðila, tæknifólk og listamenn gekk frábærlega og þessi hátíð væri ekki jafn glæsileg ef þeirra nyti ekki við. Takk fyrir ykkar innlegg. Fjöldi […]

Hjartanlega velkomin í Einarsstofu í dag kl. 16-19

Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari hefur myndað allar útisundlaugar á landinu úr lofti og gaf nýlega út á bók undir nafninu 100 sundlaugar. Í dag, fimmtudaginn 3. ágúst mun hann opna ljósmyndasýningu með úrvali mynda úr bókinni í Einarsstofu, Safnahúsi Vestmannaeyja og verður Bragi á staðnum milli kl. 16 og 19. Sýningin opnar síðan aftur eftir Þjóðhátíð og […]

Húkkaraballið fer fram í kvöld

Húkkaraballið fer fram í kvöld. Dagskráin hefst tímanlega kl. 23.00 fyrir aftan hvíta húsið, við hliðina á pósthúsinu. Fram koma:   Jói P og Króli Daniil Sprite Zero Klan Pretty Boi Tjokko Gugusar Diljá Snorri Ástráðs Geltari Alvöru upphitun fyrir Þjóðhátíð sem þú vilt ekki missa af. Miða á Húkkaraballið má nálgast hér. (meira…)

X