Páskaeggjaleit á skírdag

Páskaeggjaleit Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum verður á Skansinum á skírdag 28. mars kl. 13.00. Barnafjölskyldur sérstaklega velkomnar, en mæting er við virkið á Skansinum. Hvetjum foreldra til að taka virkan þátt með börnum sínum og eiga saman notalega stund. (meira…)
Ný stjórn kjörin hjá kjördæmafélagi Miðflokksins í Suðurkjördæmi

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi kjördæmafélags Miðflokksins í Suðurkjördæmi laugardaginn 23. mars sl.. Formaður var kjörin Patience A. Karlsson, varaformaður Tómas Ellert Tómasson, gjaldkeri Guðrún Kr. Jóhannsdóttir. Aðrir stjórnarmenn Guðni Hjörleifsson og Friðrik Ólafsson. Varamenn Elís Anton Sigurðsson og Eggert Sigurbergsson. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa óskaði Sigmundur Davíð formaður flokksins nýjum formanni og nýrri stjórn […]
Lækkun vaxta og verðbólgu mesta kjarabótin

„Þessir samningar snúast fyrst og fremst um að gera fjárhagsstöðu barnafjölskyldna og láglaunahópa bærilegri. Einnig þeirra sem eru með klafa húsnæðislána á bakinu með þeirri vaxtabyrði og verðbótum sem fylgja þeim. Ef allar forsendur ganga upp batnar hagur flestra um tugi þúsunda á mánuði þó minnst af því komi í gegnum beinar launahækkanir. Framundan er […]
ELÓ – Annað sæti í úrslitum músíktilrauna og FIT höfundaverðlaun

Elísabet Guðnadóttir tók þátt í úrslitum músíktilrauna um helgina og landaði þar öðru sætinu ásamt því að hljóta höfundaverðlaun FIT sem er félag tónskálda og textahöfunda. Er þetta í fyrsta sinn sem hún tekur þátt í músíktilraunum, en músíktilraunir eru ætlaðar fólki á aldrinum 13-25 ára þar sem flutt eru frumsamin lög. Af hverju ELÓ […]
Einar ráðinn skólastjóri Barnaskóla Vestmannaeyja

Vestmannaeyjabær hefur valið Einar Gunnarsson í stöðu skólastjóra Barnaskóla Vestmannaeyja. Tveir umsækjendur voru um stöðuna en annar dró umsókn sína til baka, segir í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ. Einar Gunnarsson. Einar lauk B.Ed. gráðu í grunnskólakennarafræðum með áherslu á stærðfræði og landafræði árið 2002 frá Kennaraháskóla Íslands og þar með leyfisbréfi sem grunnskólakennari. Hann hefur auk […]
ÍBV – FH í kvöld

Strákarnir í ÍBV fá FH í heimsókn í kvöld þegar liðin leika 19 umferðina í Olísdeildinni. FH er sem stendur í efsta sæti með 33 stig og ÍBV í því fimmta með 22 stig. Leikurinn hefst kl 19:30 í íþróttamiðstöðinni. (meira…)
Rekstur Vestmannaeyjabæjar jákvæður um 564 milljónir

Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023 var tekinn til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær. Ársreikningurinn sýnir glögglega sterka stöðu bæjarsjóðs, jákvæða rekstrarafkomu, góða eignastöðu og litlar skuldir. Heildarrekstrartekjur samstæðu Vestmannaeyjabæjar voru 9.152 m.kr. og rekstrargjöld 8.168 m.kr. Rekstrarafkoma samstæðunnar (A og B hluta) var jákvæð um rúmar 564 m.kr. Fyrir afskriftir og fjármagnsliði […]
Páskabingó í Höllinni í kvöld

Meistaraflokkur kvenna verður með páskabingó í höllinni í kvöld fimmtudaginn 21. mars. Húsið opnar klukkan 19 og fara fyrstu tölur að rúlla 19:30. Veglegir vinningar í boði, meðal annars frá Gott, Slippnum, Karl Kristmanns, Skopp og fleirum flottum fyrirtækjum. (meira…)
Sigríður Lára ráðin aðstoðarþjálfari

Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV en hún mun koma inn í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna hjá ÍBV en þar eru fyrir Mikkel Hasling, markmannsþjálfari og svo Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari. Sísí verður einnig þjálfari 2. flokks kvenna, segir í tilkynningu frá ÍBV. Sísí þekkja flestir Eyjamenn en hún á […]
Íbúafundinum frestað til 3. apríl

Fresta þarf íbúafundinum sem átti að fara fram í dag til 3. apríl vegna óviðráðanlegra aðstæðna. (meira…)