Leitað að þátttakendum í Krakkakviss

Stöð 2 leitar að þátttakendum á aldrinum 11–12 ára (í 6.–7. bekk) fyrir nýja þáttaröð af spurningaþættinum Krakkakviss. Þrír keppendur eru saman í liði og keppa fyrir hönd þeirra íþróttafélaga sem þau styðja. Tökur á þáttunum fara fram í stúdíói Stöðvar 2 í nóvember og hefjast sýningar í janúar 2023. Stjórnendur Krakkakviss eru Berglind Alda […]

Pöbbkviss og getraunir ÍBV

Í tilefni þess að getraunir ÍBV fara af stað á morgun, laugardag verður pöbbkviss og stuðningsmannaspjall í kvöld kl. 20 í Týsheimilinu. Alla laugardaga í tengslum við getraunir,  er boðið upp á kaffi, misgáfulegar umræður um fótbolta og getraunaþjónustu í Týsheimilinu. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook síðu getrauna ÍBV. (meira…)

Breytt áætlun Herjólfs um mánaðarmótahelgina

Þar næstu helgi kemur Herjólfur til með að sigla skv. eftirfarandi áætlun vegna árshátíðar starfsfólks. Laugardagur 1.október Frá  Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 12:00, 14:30, 17:00. Frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45, 13:15, 15:45, 18:15. Sunnudagur 2.október Frá Vestmannaeyjum kl. 09:30, 12:00, 14:30, 17:00, 19:30, 22:00 Frá Landeyjahöfn kl. 10:45, 13:15, 15:45, 18:15,20:45, 23:15 (meira…)

Hin mörgu andlit sjávarútvegs

Það er af sem áður var, að störf í sjávarútvegi séu einhæf eða einsleit, í dag eru þau allt annað en það! Við tókum nokkrar konur tali sem hafa unnið í fiskvinnslu í skemmri eða lengri tíma í Vestmannaeyjum og komumst að því að störfin eru bæði mörg og fjölbreytt og að starf innan stöðvanna […]

Ný skýrsla um landeldi

Á heimsvísu hefur eldi á laxi aukist mikið á undanförnum áratugum. Laxeldi er nær eingöngu stundað í sjókvíum og er það víða umdeilt vegna umhverfisáhrifa. Í sumum löndum hefur hægt á vexti í framleiðslu vegna ýmissa umhverfisþátta og er stöðugt unnið að umhverfisvænni lausnum í laxeldi. Landeldi hefur verið kynnt sem möguleg lausn við helstu […]

Eyjafréttir á Sjávarútvegasýningunni – 55 milljarða fjárfesting

„Íslenskur sjávarútvegur hefur um áratuga skeið verið burðarás í atvinnulífinu um land allt. Þessi mikilvæga atvinnugrein hefur skapað þjóðinni mikil útflutningsverðmæti og fleytt okkur fram á sviði nýsköpunar og tækni. Þá er greinin algjör undirstaða atvinnu víða á landsbyggðinni. Þetta vitum við en umræðan um greinina er engu að síður oft ansi neikvæð. Sú umræða […]

Rusl á sjávarbotni

Fimmtudaginn 22. september kl. 12:30 verður málstofa Hafrannsóknastofnunar haldin í fundarsal á 1. hæð að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði. Petrún Sigurðardóttir flytur erindið: Rusl á hafsbotni við Ísland: Samantekt á skráningu rusls við kortlagningu búsvæða á hafsbotni 2004-2019. Hingað til hefur lítið verið vitað um örlög rusls í hafinu við Ísland en algengt er að sjá […]

Hin mörgu andlit sjávarútvegsins

Það er af sem áður var, að störf í sjávarútvegi séu einhæf eða einsleit, í dag eru þau allt annað en það! Við tókum nokkrar konur tali sem hafa unnið í fiskvinnslu í skemmri eða lengri tíma í Vestmannaeyjum og komumst að því að störfin eru bæði mörg og fjölbreytt og að starf innan stöðvanna […]

Gefi nú góðan byr! – 17. tbl komið á vefinn

17. tölublað Eyjafrétta þetta árið er nú aðgengilegt á vef Eyjafrétta, en blaðið verður borið út á morgun til áskrifenda. Blaðið er það allra stærsta og glæsilegasta á þessu ári og geymir veigamikla umfjöllun um sjávarútveginn, en blaðið er tileinkað fyrirtækjum í greininni og aðilum sem þjónusta iðnaðinn og fólkinu sem sinnir störfunum. Á síðum […]

Pysjur enn að lenda

Pysjutímabilið virðist hafa náð hámarki fyrir um tíu dögum, en nú er búið að skrá tæplega tvö þúsund pysjur inn á vefinn lundi.is.  En nú þegar líður að lokum pysjutímabilsins má búast við að þeim pysjum fjölgi sem eru litlar, léttar og vel dúnaðar. Þetta gerist á hverju ári, en vegna þess að meðalþyngdin í […]