Hin mörgu andlit sjávarútvegs í Eyjum

Það er af sem áður var, að störf í sjávarútvegi séu einhæf eða einsleit, í dag eru þau allt annað en það! Við tókum nokkrar konur tali sem hafa unnið í fiskvinnslu í skemmri eða lengri tíma í Vestmannaeyjum og komumst að því að störfin eru bæði mörg og fjölbreytt og að starf innan stöðvanna […]
Lokahóf KFS

KFS spilaði sinn síðasta leik á tímabilinu í gær á týsvelli, mikil dramatík var í leiknum sem endaði með tap, 6 mörk KFS á móti 7 mörkum mótherjanna; Vængjum Júpíters. Mörk KFS skoruðu: Daníel Már Sigmarsson 3mörk. Víðir Þorvarðarson 2 mörk og Magnús Sigurnýjas Magnússon. Liðið endar tímabilið í 6. sæti af 12. sem verður […]
Grátleg töp í boltanum í dag

Þrjú lið frá Eyjum öttu kappi í knattspyrnu í dag; Karla- og kvennalið ÍBV í Bestu deildunum og KFS. Öll liðin töpuðu viðureignum sínum, en niðurstaðan var á þessa leið Breiðablik-ÍBV kk : 3-0 ÍBV kvk – Valur : 0-3 KFS – Vængir Júpíters: 6-7 (meira…)
0-3 : ÍBV – Valur á Hásteinsvelli

Leikur er hafinn á Hásteinsvelli þar sem ÍBV stelpurnar okkar taka á móti Valskonum. Valur er á toppi deildarinnar með 36 stig en ÍBV í 5. sæti með 23 stig. Fyrsta færi ÍBV kom strax á þriðju mínútu þegar Olga átti gott skot í átt að markinu. Það lítur út fyrir að leikurinn verði fjörugur. […]
Heimir er kominn til Jamaíka

RÚV.is greindi frá því í gær að Heimir Hallgrímsson væri búinn að skrifa undir 4 ára samning knattspyrnusamband Jamaíka um þjálfun á landsliði þeirra. „Þetta var bara einhver tenging í gegnum þjálfara. Svo gerðist þetta ansi hratt á stuttum tíma. Ég hef nú verið hérna í fríi og það er býsna gott að vera hérna […]
6-7 : KFS-Vængir Júpíters

Nú fer fram leikur KFS gegn Vængjum Júpíters á Týsvellinum. Leikurinn hófst kl. 14:00 og stendur yfir. KFS er fyrir leik í 6. sæti deildarinnar með 32 stig, en Vængirnir eru í 11. sæti með 17. stig. Fréttin verður uppfærð. kl. 18:15 Leik er lokið og þvílík markasúpa sem varð hér í dag. KFS með […]
Breiðablik – ÍBV : 3-0

Nú stendur yfir leikur ÍBV og Breiðabliks í Kópavogi, töluverður styrkleikamunur er á liðunum og tölfræðilega séð er líklegra að Blikar fari með sigur af hólmi, hins vegar getur allt gerst í boltanum og ÍBV liðið á mikið undir. ÍBV er nú í 9. sæti Bestu deildarinnar og ljóst er að liðið mun spila í […]
Vestmannaeyjahöfn næst kvótahæsta

Reykjavík er kvótahæsta heimahöfnin á fiskveiðiárinu 2022/2023 með alls tæp 38 þúsund þorskígildistonn sem er 11,8% af heildarkvótanum. Þetta er breyting frá fyrra fiskveiðiári þó litlu hafi munað þegar Vestmannaeyjar voru stærsta heimahöfnin með 33.996 þorskígildistonn og Reykjavík var þá í öðru sæti með 33.913 tonn. Á yfirstandandi fiskveiðiári eru Vestmannaeyjar önnur stærsta heimahöfnin með […]
Minningarsjóður Gunnars Karls stofnaður

Fjölskylda Gunnars Karls Haraldssonar hefur stofnað minningarsjóð í hans nafni. Gunnar var fæddur árið 1994 og ólst upp í Vestmannaeyjum. Hann greindist mjög ungur með taugasjúkdóminn Neurofibromatosis (NF1) sem hafði mikil áhrif á hans líf og lífsgæði. Hann lést 28. febrúar 2021 eftir baráttu við krabbamein. Markmið sjóðsins er að halda baráttumáli hans á lofti með […]
Herjólfur í slipp

Áætlað er að Herjólfur IV fari í slipp 8. október í Hafnafirði. Gert er ráð fyrir að ferjan verði frá í 3 vikur ef ekkert óvænt kemur upp og mun Herjólfur III leysa af á meðan. Um er að ræða hefðbundinn slipp, þar sem hefðbundin slippverk verða unnin ásamt verkum sem þarf að framkvæma á […]