Elliði Snær með ótrúleg tilþrif

Elliði Snær Viðarsson, sem hefur spilað í um tvö ár með Gummersbach er að gera góða hluti með liðinu. Liðið spilaði æfingaleik við Rothenbach-Halle í Kassel í gær og skoraði hann nokkur mörk, þarf af eitt með ótrúlegum tilþrifum Handbolti.is greinir fyrst frá. Elliði Snær greip boltann á línunni og tókst síðan á einhvern stórfenglegan […]

Birna María að gera góða hluti með U15

Birna María Unnarsdóttir var valin í U15 landslið í knattspyrnu í sumar og fór út með liðinu í síðustu viku til að spila vináttulandsleiki. Liðið gerði góða ferð til Færeyja en íslensku stelpurnar unnu heimaliðið í báðum leikjum liðanna. Birna María var í byrjunarliði Íslands í seinni leiknum og var önnur tveggja leikmanna íslenska liðsins […]

Framhalds aðalfundur ÍBV 31. ágúst

Aðalstjórn ÍBV íþróttafélags hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu. ÍBV íþróttafélag mun halda framhalds-aðalfund þann 31. ágúst næstkomandi kl. 20:00 í Týsheimilinu. Kemur fram að tekin verða fyrir mál sem frestað var á fyrri fundi: Kosning formanns kosning stjórnar kosning í fulltrúaráð kosning tveggja skoðunarmanna önnur mál Framboð til stjórnar þurfi að berast framkvæmdastjóra félagsins […]

Karlalið íBV handbolta sigraði á Ragnarsmótinu

Hið árlega Ragnarsmót í handknattleik karla hefur verið haldið nú í vikunni, en mótið er haldið árlega til minningar um Ragnar sem var einn efnilegasti handboltaleikmaður á Selfossi. Hann lést einungis 18 ára gamall í bílslysi. Yfirleitt mætast bestu lið landsins á mótinu og markar það upphaf keppnistímabilsins í handboltanum. Í ár eru það þessi […]

ÍBV strákarnir heimsækja Akranes í dag

ÍBV sækir íA heim í dag á Akranesi og spilað verður kl 17:00 á Norðurálsvellinum. Þetta verður barátta neðri hluta deildarinnar, en ÍA er á botninum með 8 stig en Eyjamenn með 15 stig í 9. sæti. Okkar menn hafa átt rokkandi frammistöðu undanfarið, en þeir unnu síðasta leik 4-1 gegn FH á heimavelli en […]

KFS tapaði stórt

KFS spilaði gegn Dalvík/Reyni á Dalvík í dag. Leikurinn fór því miður ekki vel fyrir okkar menn sem fóru heim með 0-5 tap. KFS er enn í 5. sæti deildarinnar með 26 stig, 8 stigum frá toppsætinu. En efstu tvö liðin eru jöfn að stigum, það sem skilur þau að er markatala. KFS á næst […]

Ráðherra vill greiða fyrir orkuskiptum í sjávarútvegi

„Þessi áform eru lögð fram til að gera íslenskum sjávarútvegi kleift að vera áfram í fremstu röð á alþjóðavísu með sjálfbærri auðlindanýtingu, verðmætasköpun og kolefnishlutleysi. Verkefnið er krefjandi og það eru mörg skref eftir, en mikilvægast er að byrja,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Markmið stjórnvalda er að Ísland nái […]

Gríðarlegar umferðartafir á Suðurlandi

Þau sem hyggjast leggja land undir fót þessa helgina og ætla etv að keyra í átt að borginni ættu að hafa það í huga að miklar vegaframkvæmdir eru í kringum Selfoss sem valda miklum töfum. Hjá Vegagerðinni kemur fram að umferð um Biskupstungnabraut sé ljósastýrð vegna vegavinnu og komi til með að hafa áhrif á […]

Tvö verkefni í Eyjum fá styrk úr Matvælasjóði

Svandís Svavarsdótir, matvælaráðherra úthlutaði í dag rúmum 580 milljónum úr Matvælasjóði, en 58 verkefni um allt land fá styrk í ár. Tvö verkefni í Eyjum,sem bæði tengjast Slippnum, fengu styrk sem hvor um sig nemur þremur milljónum. Styrkirnir eru veittir til að kanna fýsileika, greina eða útfæra hugmynd sem tengist íslenskri matvælaframleiðslu. Styrkir vöruþróun Við […]

KFS vill stuðninginn með norður

Laugardaginn 20. ágúst næstkomandi kl. 14:00 á KFS leik við Dalvík/Reyni á útivelli. Nú eru ekki nema 6 umferðir eftir af mótinu svo enn getur allt gerst í toppbaráttunni. Fimm stig skilja að liðin tvö, en með sigri gæti KFS minnkað muninn í tvö stig. Á toppnum eru þessi lið jöfn sem stendur: Dalvík/Reynir, KFG […]