Galin loforð sem gleymdust

Fyrir skemmstu hvatti ég með grein frambjóðendur og aðra til skemmtilegra skrifa í kosningabaráttunni. Höfum við síðan notið þess að skauta yfir hið ritaða orð þó skemmtanagildið sé auðvitað háð mati hvers og eins lesanda. Nú hafa framboðin þrjú öll gefið út stefnuskrá fyrir komandi kosningar og soðið saman ýmsa pistla um sínar helstu hugmyndir, […]
Ábyrg fjármálastjórn

Með ábyrgri rekstrar og fjármálastjórnun sköpum við grundvöll að öflugri þjónustu og meiri lífsgæðum. Það er mikið ábyrgðarhlutverk að reka heilt sveitarfélag. Tekjurnar koma frá bæjarbúunum sjálfum og er því mikilvægt að minna sig reglulega á að verið er að meðhöndla með skattfé og eigur annarra. Kjörnir fulltrúar eiga því stöðugt að leita leiða til […]
Til hamingju

Þetta er ekki enn ein kosningagreinin eða neinar beinar pólitískar hamingjuóskir. Þannig er ég ekki að óska einstaka aðilum eða flokkum til hamingju með kjör eða gengi, enda hlutleysi mitt takmarkað í nýlegu prófkjöri þar sem á meðal frambjóðenda voru góðir vinir mínir, kunningjar og jafnvel mér enn tengdari einstaklingar. Ég vil þess í stað […]
Áfram bjartsýn

Um leið og ég vil þakka þann mikla persónulega stuðning sem ég hlaut í liðnu prófkjöri langar mig að þakka meðframbjóðendum mínum sérstaklega fyrir skemmtilegar vikur og vinalega baráttu. Ekki síður tel ég þörf á að þakka öllum þeim sem gáfu sér tíma til að mæta og kjósa í prófkjörinu. Ég vona að allir þeir […]
Áfram framsýn

Ég man þá tíð þegar að krakkarnir söfnuðust saman við eina litasjónvarpið í götunni, ég man þá tíð þegar að röð var í mjólkurbúðinni, ég man þá tíð þegar að flaggið á stöðvunum gaf skilaboð til starfsfólksins um vinnu, ég man þá tíð þegar vani var að spara kranavatnið og ég man þá tíð þegar […]
Áfram hagsýn

Þau missa seint marks fræg orð Margrétar Thatcher um skatta. En hún útskýrði svo eftirminnilega á breska þinginu að ekki væri til neitt sem héti í raun „almannafé“, heldur aðeins „fé skattgreiðenda“. Þannig vildi hún leiðrétta þann misskilning sumra að hið opinbera hafi milli handa sinna óskilgreint fé sem heimilt væri að eyða að vild. […]
Áfram saman

Nú liggur fyrir að flottur hópur fólks býður fram krafta sína í þágu samfélagsins. Þverskurður bæjarbúa á breiðum aldri, með ólíka reynslu og fjölbreyttar skoðanir. Óska ég þeim öllum innilega til hamingju. Sama hvernig Eyjamenn raða upp framboðslista Sjálfstæðisflokksins, í komandi prófkjöri, tel ég nær óumflýjanlegt að útkoman muni mynda sterka og samheldna forystu. Því […]
Áfram Eyjar

Það þekkja það allir sem hér hafa búið hversu nærandi það er að vera í daglegu návígi við okkar stórbrotnu náttúru og í kringum það góða fólk sem Eyjarnar byggja. Eins og svo margir var ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fæðast í Vestmannaeyjum og hér hef ég kosið að vera. Þetta er það sveitar- og […]
Flaggað á gosdeginum 23. janúar

Á morgun, þann 23. janúar 2022, eru liðin 49 ár frá upphafi Heimaeyjargossins. Við það tilefni hefur skapast sú hefð að flagga gosfána Vestmannaeyja sem jafnan prýðir bæinn þegar Eyjamenn minnast atburðanna. Fánann skal nýta við þau tilefni er tengjast gosinu. Fáninn sækir tákn sín og liti í arburðarrás gossins. Hann skartar svokölluðum goslitunum fjórum; […]
Minning: Páll Pálmason

Fallinn er nú frá Páll Pálmason félagi okkar í Kiwanisklúbbnum Helgafelli í Vestmannaeyjum og einn af bestu leikmönnum Íþróttabandalags Vestmannaeyja frá upphafi og sá leikjahæsti, en Palli eins og við öll þekkjum hann var einna af albestu markvörðum landsins um árabil og lék með okkar landsliði á sínum tíma. Palli var fæddur á Hólagötu í […]