Lítið mældist af makríl

Árni Friðriksson

Samantekt á niðurstöðum sameiginlegs uppsjávarleiðangurs Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana liggur fyrir. Meginmarkmið leiðangursins var að meta magn uppsjávarfiska í Norðaustur-Atlantshafi að sumarlagi en jafnframt að rannsaka vistkerfi og umhverfi sjávar. Leiðangurinn var meðal annars farinn á rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni HF 200 á tímabilinu 30. júní til 3. ágúst nú í sumar. Vísitala lífmassa makríls […]

Sigur á heimavelli

Kvennalið ÍBV í Pepsi-Max deildinni fór með 3-1 sigur gegn Stjörnunni á Hásteinsvelli fyrr í kvöld. Um er að ræða 16. umferð deildarinnar. Þóra Björg Stefánsdóttir, ÍBV, skoraði fyrsta mark leiksins en Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir jafnaði síðar leikinn fyrir Stjörnuna. Olga Sevcova tryggði svo heimakvennum sigurinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Þess má geta […]

Pysjuveiðar á Instagram (myndir)

Lundapysja

Mikill fjöldi lundapysja hefur flogið inn í bæinn á undanförnum vikum. Ungir sem aldnir Eyjamenn og gestir hafa eyjanna farið á svokallaðar lundapysjuveiðar til þess að hjálpa pysjunum aftur í sjóinn. Einnig hafa sumir bjargað þeim sem flogið hafa í höfnina og komið þeim í hafið annars staðar. Um er að ræða algjöran met fjölda […]

Bergur verður grænn

Bergur Jóhanna Gísladóttir

Í gær birti Tryggvi Sigurðsson myndir af togaranum Bergi VE-44 í slippnum í Reykjavík. Myndirnar birti Tryggvi á síðu sinni “Vélbátar Vestmannaeyinga í yfir 100 ár” á Facebook. Myndirnar sýna togarann Berg í miðri málun þar sem skrokkur hans fær nú græna kápu en báturinn hefur áður borið rauðan lit. Ástæða þess er að sjávarútvegsfyrirtækið […]

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum steig Græn skref

Stigin hafa verið 174 Græn skref á árinu af starfsstöðvum ríkisstofnana. Umhverfisstofnun greindi frá. Hvert skref inniheldur í kringum 30 til 40 aðgerðir svo að baki þessum árangri liggja á fimmta þúsund umhverfisvænar aðgerðir, bæði stórar og smáar. Ýmis umbótamál eru þar að baki svo sem eins og að bæta aðstöðu fyrir hjólreiðafólk, auka framboð […]

Baðlón á Nýjahrauninu í skipulagsferli

Baðlón

Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs þann 16. ágúst síðastliðinn var samþykkt að auglýsa til umsagna skipulagslýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar fyrir nýtt baðlón og hótel ofan við Skansinn. Það er fyrirtækið Lava Spring Vestmannaeyjar stendur að baðlónsverkefninu og hefur það gert viljayfirlýsingu um samstarfs við Vestmannabæ um verkefnið. Hönnun lónsins og bygginga eru á höndum Tark arkitekta. […]

Liana Hindis fékk gult spjald í tapleik ÍBV

Í gær mættu Eyjastelpur Keflavík á Hásteinsvelli. Keflavík bar sigur úr bítum með teimur mörkum gegn einu. Um var að ræða leik í 14. umferð Pepsi-Max deildar kvenna. ÍBV vann fyrri leik liðanna í Keflavík 2-1 í 5. umferð. á 11. mínútu leiksins kom sending á Natöshu Anasi inn fyrir vörn ÍBV og skoraði hún […]

Vestmannaeyjabær og Janus-heilsuefling endurnýja samstarfssamning

Vestmannaeyjabær og Janus-heilsuefling endurnýjuðu samstarfssamning sinn um heilsueflingar og rannsóknarverkefnið „Fjölþætt heilsuefling 65+ í Vestmannaeyjum – Leið að farsælum efri árum”. Vestmannaeyjabær er fyrsta sveitafélagið sem býður íbúum upp á framhaldsnámskeið eftir tveggja ára samstarf. „Verkefnið í Vestmannaeyjum hófst í september 2019 og hefur þrátt fyrir Covid-19 faraldur og samkomutakmarkanir, leitt af sér framfarir á […]

Íbúar ánægðastir í Þorlákshöfn en Eyjamenn heimakærastir

Í nýlegri samantekt Byggðastofnunar á byggðafestu og búferlaflutningum sveitarfélaga kemur meðal annars fram að íbúar í Þorlákshöfn eru ánægðastir með búsetu sína en Reykvíkingar austan Elliðaár óánægðastir. Könnunin var unnin af Maskínu haustið 2020 og var markmið könnunarinnar að varpa ljósi á ýmsa þætti sem tengjast byggðafestu og búferlaflutningum í stærri bæjum og á höfuðborgarsvæðinu. […]

Segir upp vegna meints eineltis

Andrés Þorsteinn Sigurðsson

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Eyjafrétta sagði Andrés Þorsteinn Sigurðsson starfi sínu sem yfirhafsögumaður Vestmannaeyjahafnar lausu um síðustu mánaðarmót. Hann mun stefna að því að flytja frá Vestmannaeyjum til að taka að sér sambærilegt starf annarsstaðar. Þessar sömu heimildir herma að í bréfi sem hann hefur sent Framkvæmda- og hafnarráði beri hann bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar, Írisi Róbertsdóttur, þungum […]