Fyrsti markíllinn til Eyja um helgina – rætist draumur Eydísar á kaffistofunni?

Makrílvinnsla hefst að líkindum í uppsjávarhúsi Vinnslustöðvarinnar snemma að morgni sunnudags 4. júlí og verður óvæntur en afar velkominn dagskrárliður goslokahátíðarinnar hjá þeim sem beðið hafa átekta eftir að fyrsti makríll vertíðarinnar láti sjá sig í Vestmannaeyjum. Kap VE er á heimleið með um 800 tonn úr Smugunni og Ísleifur leggur væntanlega af stað heim […]
Leyndardómsfullt bræðralag fundar

Bræðralag mun ríkja þegar menn verða bræður - Átakasvæði náttúru og næringu Síðastliðin föstudag var haldinn fyrsti fundur hjá nýju bræðralagi, Bræðralag Bravó. Meðlimir bræðralagsins eru nítján talsins, langflestir eru í eða úr Eyjum en einnig eru menn „að austan“ eins og það var orðað. Fréttamaður fékk veður af þessum fundi en bræðurnir forðuðust frétta. […]
Tölfræði er mælaborðið okkar, liggi hún ekki fyrir vitum við ekki stöðuna

„Frumkvæðið að þessu verkefni kemur frá mér. Ég hef lengi haft áhuga á að draga fram tölfræði úr starfakerfum sýslumanna til að nýta við stefnumótun og áætlanir. Þar er að finna gríðarlegt magn af upplýsingum sem ekki eru nýttar með markvissum hætti í dag. Með því að draga fram tölfræðina m.t.t. kynja verða upplýsingarnar enn […]
Nauðsynlegt fyrir mig að vera í góðum tengslum við sveitarfélögin segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra

Katrín Jakobsdóttir forsætis ráðherra var í Vestmannaeyj um á dögunum. Erindið var að skrifa undir samstarfssamning milli ráðuneytis hennar og sýslumannsins, vegna verk efnis sem lýtur að kynjaðri tölfræði úr gagnagrunnum sýslumanna. Með honum á að verða hægt að greina hvort kynjahalli sé til staðar í málum sem rekin eru innan stjórnsýslunnar. Eyjafréttir tóku þær […]
Sýning um heimilislíf Herjólfs

Athafnafólkið Einar Birgir Baldursson og Íris Sif Hermannsdóttir hafa í mörgu að snúast en hjónin reka lítið fjölskyldufyrirtæki undir nafninu Eyjatours sem hefur verið starfandi í sjö ár. „Við erum með persónulegar leiðsöguferðir auk þess að við bjóðum upp á private ferðir. Vinsælasta ferðin okkar er Puffin and Volcano ferðin“ segir Íris og bætir við […]
Ekki viss um að menn hefðu verið tilbúnir að taka á móti svona safni mikið fyrr

Eldheimar skipa stóran sess í goslokahelginni hjá mörgum. Aðsókn er alla jafna mikil á safnið og ekki síður þá viðburði sem í boði eru á safninu þessa hátíðardaga sem fram undan eru. „Safnið hefur verið mjög vel sótt í kringum goslokin, bæði af goslokahátíðargestum, sem og öðrum ferðamönnum. Þetta er háannatíminn og því margir fleiri […]
Einstakur staður til að starfa og ala upp börn

Það er ekki á allra vitorði en um nokkurra ára skeið hefur verið starfsstöð stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum. Stofnunin lýtur forystu Filipu Samarra. Filipa og samstarfsfólk hafa undanfarin ár unnið að rannsóknum á háhyrningum í verkefni sem kallast Icelandic Orca Project verkefnið hófst árið 2008 en síðan hefur verið unnið að því við […]
Dagskrá Gosloka um helgina

Goslokahátíðin heldur áfram og nær hápunkti sínum á laugardagskvöldið. Eins og undanfarin ár er dagskrá nokkuð fjölbreytt og mikið út að velja. Athygli vekur þó að mikið er um listasýningar þetta árið og má það eflaust rekja til þess hve mikinn tíma þjóðin hefur haft milli handanna síðasta ár sökum ferða- og samgöngutakmarkana. Dagskránna má […]
Ingó “frumflytur” Þjóðhátíðarlagið sitt

Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, mun gefast tækifæri til þess að “frumflytja” Þjóðhátíðarlagið sitt í Herjólfsdal þetta árið. Þetta kom fram í tilkynningu til Eyjafrétta. Venju samkvæmt verður Ingó þannig einn af listamönnum hátíðarinnar nú og líkt og undanfarin ár stýrir hann hinum geysivinsæla brekkusöng á sunnudagskvöldinu sem Árni Johnsen gerði ódauðlegan. En […]
Biskupsstofa lánar prest

Á vef Landakirkju var það tilkynnt að á næstu vikum mun Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson þjóna við Vestmannaeyjaprestakall. Hann kemur þannig í afleysingar á meðan prestarnir Sr. Guðmundur Örn Jónsson og Sr. Viðar Stefánsson taka sér sumarfrí. Í tilkynningunni segir að Kristinn Ágúst hafi áður starfað sem sóknarprestur í Staðarprestakalli í Súgandafirði, Seljaprestakalli í Reykjavík, […]