Sögubrot Þóru og Óskars á Leó í Sagnheimum

Sögubrot Þóru og Óskars á Leó í Sagnheimum

Klukkan 17.00 á föstudaginn á Bryggjunni í Sagnheimum verður farið yfir lífshlaup Óskars Matthíassonar, Óskars á Leó og Þóru Sigurjónsdóttur konu hans í máli og myndum. Óskar hefði orðið 100 ára í mars sl. Hann setti mark sitt á útgerð og athafnalíf í Vestmannaeyjum sem nær aftur fyrir miðja síðustu öld. Byrjaði ungur sem skipstjóri […]

Sýningin “Kraftur aftur” í Eldheimum

Kraftur aftur

Goslokahátíðin hefst í dag með opnun ýmissa sýninga og viðburða víða um bæ. Einn stór viðkomustaður hátíðarinnar er ætíð menningarmistöð eldsumbrota eyjanna og gosminjasafnið Eldheimar. Á sýningunni “Kraftur aftur” í Eldheimum sýnir Erling T.V. Klingenberg ljósmyndir, skúlptúra, video og málverk eða skvettiverk eins og listamaðurinn nefnir þau. Opnun sýningarinnar er í dag kl. 17.00. Erling […]

Vilja selja Vestmannaeyjabæ Dalabúið

Athafnasvæði við flugvöll

Á 349. fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja þann 28. júní s.l. var tekið til afgreiðslu eftir formlega auglýsingu nýtt deiliskipulag athafnasvæðis austan við norðurenda flugbrautarinnar. Skipulagið var unnið af Alta verkfræðiþjónustu og hafði lokið formlegri kynningu í samræmi við skipulagslög. Frestur til þess að gera athugasemdir var til 12. júní s.l. Ein athugasemd barst að […]

Orkumótið á Instagram

Orkumótið á Instagram 2ö21

Sólin lék við eyjarnar og gesti Orkumótsins síðustu helgi. Mótið var vel heppnað og mikið fjör. Margir deildu skemmtilegum myndum af leikjum og liðum á opnum Instagramreikningum sínum. Hér má sjá nokkrar þeirra. Eflaust leynast landsliðsmenn framtíðarinnar á einhverjum myndanna. View this post on Instagram A post shared by Auður Geirsdóttir (@auduryrr) View this post […]

Dagskrá Goslokahátíðar breytt eftir ábendingar

Brimnes á Goslokum

Goslokahátíðin verður haldin að vanda næstkomandi helgi, eða fyrstu helgina í júlí. Goslokadagskrá hafði þegar legið fyrir áður stjórnvöld riftu öllum fyrri samkomutakmörkunum og höftum. Í upprunalegri dagskrá hafði ekki verið gert ráð fyrir skemmtun fullorðinna á Skipasandi á laugardagskvöldinu, 3. júlí, líkt og hefð hefur myndast fyrir. Eftir áberandi ábendingar og umræður íbúa, og […]

Vilja stækka Strandveg 51

Tillaga að Strandvegi 51

Á 349. fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja þann 28. júní s.l. var kynnt umsókn Davíðs Guðmundssonar, f.h. Eignarhaldsfélags Tölvunnar ehf, vegna deiliskipulagsbreytingar fyrir Strandveg 51. Umrætt hús er á götuhorni Strandvegar og Herjólfsgötu og hefur lengi hýst verslun og þjónustu undir vörumerkinu Tölvun. Breyting á deiliskipulagi hússins miðar af því að heimila frekari viðbyggingar íbúða […]

Fiskistofa tók tilboði Sigurðar VE 15

Sigurður VE við bryggju

Fiskistofa birti í dag niðurstöðu tilboðsmarkaðarins í júní. Úrvinnslu var þar með lokið á aflamarkaðsskiptum. Alls bárust 37 tilboð, þar af voru 5 afturkölluð í samræmi við 4. gr. reglugerðar um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2020/2021 nr. 726/2020. Að þessu sinni var 7.453.231 aflamark af makríl í boði og samþykkt voru 976.380 aflamark af þorski. […]

Nýbakaðir sjávarútvegsfræðingar ráðnir til starfa í Vinnslustöðinni

Hallgrímur og Dagur

„Vinnslustöðin var alltaf fyrsti kostur sem vinnustaður enda var ég í góðu sambandi við hana á námstímanum og lokaverkefnið tengdist fyrirtækinu,“ segir Dagur Arnarsson, nýútskrifaður úr sjávarútvegs- og viðskiptafræðum frá Háskólanum á Akureyri og nú fastráðinn starfsmaður VSV. Annar nýútskrifaður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri, Hallgrímur Þórðarson, er líka kominn í fast starf hjá Vinnslustöðinni. […]

Stjarnan tók Orkumótsbikarinn

Sigurlið Stjörnunnar á Orkumótinu 2021

Orkumótið 2021 fór fram í Eyjum um helgina, dagana 24.-26. júní. Komu þá saman 6. flokkar karla að vanda til þess að keppa í fótbolta. Sólin lék við mótsgesti og var veðrið með besta móti. Lokadagurinn var bjartur og fagur. Stjarnan-1 tók Orkumótsbikarinn með sér heim í Garðabæinn eftir úrslitaleik við Þór Ak-1. Steinar Karl […]

Jarl opnar kosningaskrifstofu

Tríó Þóris Ólafssonar

Fyrr í dag opnaði Jarl Sigurgeirsson kosningaskrifstofu sína að Strandvegi 51. Jarl sækist eftir 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Jarl er skólastjóri Tónlistarskólans í Vestmannaeyjum en hefur í um tvö áratugi verið virkur þátttakandi í starfi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum og formaður fulltrúaráðs. Tríó Þóris Ólafssonar, sem Jarl er sjálfur hluti af, steig á […]