Norðanmenn mæta á Hásteinsvöll
Þrír leikir fara fram í Bestu deildinni í kvöld. Þrjú neðstu lið deildarinnar verða í eldlínunni. ÍBV er í næst neðsta sæti deildarinnar en liðið fær KA í heimsókn í fyrsta leik dagsins. ÍBV getur lyft sér upp um þrjú sæti með sigri en þá getur KA fallið úr efri hlutanum. miðvikudagur 28. júní Besta-deild […]
Veður tefur viðgerðarpramma
Veðrið hefur haft áhrif á ferð viðgerðaskipsins Henry P Landing sem er á leið til Íslands til viðgerðar á Vestmannaeyjastreng 3. Skipið liggur nú í vari við Færeyjar og bíður þar af sér óveður sem von er á suður af Íslandi næstu daga. Gert er ráð fyrir að veður leyfi brottför frá Færeyjum eftir hádegi […]
Ráðherrafundurinn – Alþjóðamál í brennidepli
„Allt hefur verið til svo mikillar fyrirmyndar. Vel tekið á móti okkur og gestir okkar eru að kveðja Eyjarnar afskaplega glöð,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og gestgjafi á sumarfundi norrænu forsætisráðherranna sem fram fór í Vestmannaeyjum í dag. Sérstakur gestur fundarins var Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Hópurinn komu í gær og snæddu þau á Slippnum […]
Katrín ánægð í Vestmannaeyjum
„Það er alltaf ánægjulegt að taka á móti norrænum forsætisráðherrum á sumarfundinum sem haldinn er hér á Íslandi fimmta hvert ár,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra á Fésbókarsíðu sinni. Hún fundar í Vestmannaeyjum með öðrum forsætisráðherrum Norðurlanda og forsætisráðherra Kanada. „Sérstakur gestur fundarins í ár er Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Fundurinn er haldinn í Vestmannaeyjum til […]
Forsætisráðherrar Norðurlanda og Kanada í heimsókn
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada og forsætisráðherrar Norðurlanda eru væntanlegir til Eyja með Herjólfi um klukkan 7 í kvöld. Í allt telur hópurinn um 70 manns og hefst heimsóknin með kvöldverði og síðar bátsferð. Á morgun verður fundað og Heimaey skoðuð. Ísland fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni og er því gestgjafi fundarins í ár. Þema […]
Viljayfirlýsing um kyndilborun undirrituð í Vestmannaeyjum
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu við bandaríska fyrirtækið EarthGrid um möguleika á notkun svokallaðrar kyndilborunar við fjölbreytt verkefni á Íslandi. Meðal þeirra verkefna sem talin eru upp í viljayfirlýsingunni eru jarðgöng fyrir umferð og lagnagöng fyrir vatnsveitur og rafveitur. Mikil framþróun er fyrirsjáanleg […]
Árna verður lengi minnst
Ekki man ég árið en það var í janúar og undirritaður á leið á þorrablót á Seyðisfirði með mömmu. Hafði farið nokkrum sinnum og alltaf jafn gaman að líta æskustöðvarnar og hitta gamla vini og skólafélaga. Eins og stundum áður voru samgöngumál Eyjanna í umræðunni. Árni Johnsen boðaði til blaðamannafundar á Grand hóteli í Reykjavík […]
Árni Johnsen minning
Það brýtur á Breka og ödudalirnir dýpka áður en brimklóin skellur á Urðirnar og sjávarlöðrið þeytist undan austanáttinni yfir byggðina á Heimaey. Þar drekkur ungviðið í sig saltan sjóinn sem flýtur um í blóði æðakerfis þeirra. Það gerir Eyjamenn öðruvísi en aðra, náttúran er þeim í brjóst borin. Þeir verða ekki allir jafn mikil náttúrubörn […]
Herra Hnetusmjör, Vinir, Vors og Blóma og Prettyboitjokko í dalnum
Það fjölgar enn í hópi listmanna í Herjólfsdal þar má fyrstan nefna Patri!k sem er búinn að slá eftirminnilega í gegn á árinu og fyrsti smellur hans „Prettyboitjokko“ er eitt mest spilaða lag ársins. Hann fylgdi partý smellinum eftir með öðrum eins sumar-smellum eins og HITIII á klúbbnum, ALLAR STELPURNAR, Gugguvaktin og Búinn að gleyma […]
Sigurjón skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur fagnar 26 ára starfsafmæli
Það á einkar vel við að birta spjall við Sigurjón Viðarsson, skipstjóra á Þórunni Sveinsdóttur VE, einmitt í dag því liðin eru nákvæmlega 26 ár frá því kappinn fór fyrst á sjó, þá tólf ára skólapjakkur. Þetta gerðist með öðrum orðum 23. júní 1997. Hann er sonur hjónanna Viðars Sigurjónssonar og Eyglóar Elíasdóttur, barnabarn Sigurjóns […]