Grátleg töp í boltanum í kvöld

Lukkudísirnar voru ekki með ÍBV í liði í kvöld. Í Árbænum lagði Fylkir lið ÍBV í mjólkurbikarnum, 2-1 eftir að Fylkismenn komust í 2-0. Eyjamenn urðu fyrir mikilli blóðtöku er Tómasi Bent Magnússyni var vísað af velli á 36. mínútu eftir sitt annað gula spjald og ÍBV því manni færri stóran hluta leiksins. Alex Freyr […]

Karlaliðin í eldlínunni í dag

Karlalið ÍBV í fótbolta mætir Fylki í bikarleik í árbænum kl. 17.00. Handboltaliðið mætir síðan Val í Origohöllinni í þriðja leik liðanna í úrslitum kl. 19.30. Áfram IBV! (meira…)

Allir af nöglunum

Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur nú hafist handa við að sekta þá sem aka enn um á nagladekkjum. Tími nagladekkja er nú löngu liðinn en samkvæmt reglum er óheimilt að aka á slíkjum dekkjum frá 15. apríl til 31. október. (meira…)

Tilkynning frá íþróttamiðstöðinni

Á meðfylgjandi mynd má sjá opnunartíma næstu daga. Leiklaugin verður tæmd í dag og seglagerðin mætir í fyrramálið að skipta um dúk. Tekur 5-7 daga þar til að allt verður klárt. (meira…)

Stórkostlegur sigur hjá stelpunum

Boðið var upp á frábæran fótboltaleik á Hásteinsvelli í gær. Eyjastúlkur sigruðu þar Þór Ka með fimm mörkum gegn fjórum eftir að hafa lent 0-3 undir. ÍBV var sterkara liðið í leiknum og með sigrinum komust þær upp í fjórða sæti deildarinnar, amk. um stundarsakir. Mörk ÍBV skoruðu Kristín Erna Sigurlásdóttir, Hanna Kallmeier, Olga Sevcova, […]

Miðbæjarboginn

Miðbæjarfélagið, í samstarfi við Eyjablikk, Vestmannaeyjabæ og fleiri, áætla að reisa boga sem nokkurs konar inngang inn í miðbæinn okkar. Boginn verður staðsettur á horni Bárustígs og Strandvegs, nánar tiltekið við Eymundsson öðru megin og við Kránna hins vegar. Hugmyndir miðbæjarfélagsins miða m.a að því að hægt verði að skreyta bogann við hin ýmsu tilefni, […]

Fyrr­verandi skip­stjóri á Herjólfi dæmdur í mánaðar­fangelsi

Á visir.is kemur fram að Héraðsdómur Suðurlands hafi dæmt fyrrverandi skipstjóra á Herjólfi í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að sigla Vestmannaeyjaferjunni ítrekað án þess að hafa gild atvinnuréttindi og skrá aðra skipstjóra í sinn stað án þeirra vitundar. Skipstjórinn var sendur í leyfi en samið var um starfslok hans í síðasta mánuði. Fjórir starfsmenn […]

Strand í gini gígsins

Ásmundur Friðriksson þingmaður mun verða með dagskrá vegna útgáfu bókar sinnar, Strand í gini gígsins, í Safnahúsinu í Eyjum laugardaginn 2. júlí nk. á Goslokahátiðinni. Hann er að leita eftir upptökum frá Surtseyjareldum. “Ég veit að fólk á í fórum sínum upptökur af gosmyndum frá tímum Surtseyjar. Mig langar að sýna slíkar upptökur í útgáfudagskránni. […]

Kvennalið ÍBV leikur á Hásteinsvelli í dag

ÍBV fær Þór/KA í heimsókn á Hásteinsvöll í dag og hefst leikurinn klukkan 18.00. ÍBV er í sjöunda sæti með 7 stig en Þór/Ka eru í sætinu fyrir neðan ÍBV með 6 stig og má því búast við spennandi leik. (meira…)

Sigur á Val

Eyjamenn sýndu heldur betur úr hverju þeir eru gerðir þegar ÍBV sigraði Val nú rétt í þessu og jafnaði þar sem úralitaeinvígið í 1-1. Eyjamenn lentu fimm mörkum undir nokkrum sinnum í leiknum en komu ætíð til baka og lönduðu sigrinum, 33-31 Björn Viðar Björnsson markmaður tók nokkrar magnaðar vörslur og hélt IBV oft inn […]