Seinasta veiðiferð Eyjólfs á Vestmannaey: „Það fossaði blóð út úr afturendanum á mér“

Nýjasti gestur hlaðvarpsins Sjóarinn er Eyjólfur Pétursson. Eyjólfur er yngstur Íslendinga til að verða togaraskipstjóri. Hann var skipstjóri á skuttogaranum Vestmanney frá árunum 1972-1991. Eyjólfur er annálaður aflamaður. Hann var ekkert á leiðinni í land þegar áfallið dundi yfir í miðri veiðiferð á Vestmannaey. „Ég veiktist alvarlega út á sjó. Það fossaði blóð út úr […]

Stelpurnar á leið í Kópavoginn í dag

Kvennalið ÍBV í fótbolta mætir Breiðablik í Kópavogi kl. 18.00 í dag. Liðið situr nú í 7.sæti Bestu deildarinnar með 4 stig eftir fjóra leiki. Liðið hefur skorað 4 mörk og fengið á sig 4. Með sigri gæti liðið híft sig upp um 1-2 sæti en hins vegar mun Breiðablik ná toppsætinu nái þær að […]

Taka raflínu til Eyja úr rekstri vegna hrafnsunga

Landsnet hefur ákveðið að taka Vestmannaeyjalínu 1 úr rekstri næstu vikurnar vegna „óvæntra leigjenda“. Hrafnapar hefur búið sér til laup á endastæðu línunnar við Rimakot. Landsnet greinir frá þessu á Facebook þar sem segir að hrafnaparið hafi fjölgað sér. „Þar sem við hjá Landsneti leggjum okkur alltaf fram við að sýna ábyrgð í umgengni við […]

Kostnaður við endurbætur orðinn 335 milljónir

Á fundi Framkvæmda -og hafnaráðs þann 11. maí sl. var tekin fyrir framvinduskýrsla varðandi endurbætur á Ráðhúsinu. Reiknað er með að hægt verði að flytja inn á miðhæð og efstu hæð nú í sumar og mun þá stjórnsýsla bæjarins sem nú er á 2 hæð Landsbankans flytja þangað. Kemur fram að kjallari verði tilbúinn með […]

12 sóttu um sem forstöðumaður íþróttamiðstöðarinnar

Nýlega var auglýst eftir forstöðumanni íþróttamiðstöðvarinnar. Starfið felur í sér stjórnun og rekstur íþróttahúss, sundlaugar og annarra íþróttamannvirkja s.s. Týsheimilis og knattspyrnuhúss. Hagvangur hefur umsjón með ráðningunni en hafin er vinna við yfirferð umsóknanna. Tólf sóttu um og eru það eftirfarandi einstaklingar: Anton Örn Björnsson Forstöðumaður Hafþór Jónsson Sundlaugavörður Hákon Helgi Bjarnason Verslunarstjóri Hermann Hreinsson […]

Viðvörun frá Herjólfi

Spáð er hækkandi ölduhæð í nótt og á morgun, miðvikudaginn 18. maí og er útlit til siglinga í Landeyjahöfn ekki góðar segir í tilkynningu frá Herjólfi. Verður gefin út tilkynning fyrir kl. 06:00 í fyrramálið. Attention passengers – 18.05.22 We kindly would like to point out that we’re expecting rising sea level tomorrow , Wednesday […]

Meirihluti bæjarstjórnar konur

Í kosningunum á laugardaginn voru kosnir níu bæjarfulltrúar. Fimm þeirra eru konur og fjórir karlmenn. Konurnar eru þær Íris Róbertsdóttir og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir frá H-lista, Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Margrét Rós Ingólfsdóttir frá D-lista og Helga Jóhanna Harðardóttir frá E-lista. Margrét og Helga koma nýjar inn í bæjarstjórn. Karlarnir í bæjarstjórn eru Páll Magnússon […]

Hópferð á fyrsta leik úrslitanna

ÍBV ætlar að bjóða upp á rútuferðir á fyrsta leik strákanna okkar gegn Val í úrslitaeinvígi liðanna. Leikurinn fer fram í Origo-höllinni á Hlíðarenda kl.19:30, fimmtudaginn 19.maí. Miðasala er hafin á miðasöluappinu Stubbur. Farið er með 14:30 ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum og heim með 23:15 ferðinni, ATH Herjólfur bíður eftir okkur. Stuðningsmannahittingur kl.17:00 á Ölhúsinu. […]

Bestu þakkir

Kæru bæjarbúar, Við hjá Eyjalistanum viljum koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem studdu okkur og hvöttu til góðra verka. Til allra þeirra sem sýndu okkur traust til þess að vinna í þágu bæjarbúa næstu fjögur árin. Í nýafstöðnum kosningum hélt Eyjalistinn sínum hlut, bætti við sig manni í bæjarstjórn og mun af krafti […]

Grunur um kóvídsmit í fiskvinnslu VSV

Grunur leikur á að starfsmaður í fiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar sé veikur af kórónuveirunni en það fæst ekki staðfest fyrr en eftir helgi. Viðbragðsáætlun fyrirtækisins var virkjuð þegar í stað og í dag voru um 100 starfsmenn í fiskvinnslu og á skrifstofu PCR-prófaðir. Niðurstaða prófana er beðið en þeirra er ekki að vænta fyrr en á morgun […]