Tilkynning – Hrossasauðir með útgáfutónleika

Við Hrossasauðir ætlum að koma fram í fyrsta sinn fyrir framan ykkur á Skipasandi í Vestmanneyjum á morgun, 25. júní klukkan 22:00. Ef að þú hefur ekkert að gera nema að liggja heima á rassgatinu þá mætirðu fyrir frítt! Höfum gaman og það má mæta með drykki og svoleiðis!   (meira…)

Þreytir Eyjasund í lok júlí

Sigurgeir Svanbergsson stefnir á Eyjasund í lok júli, þegar hann syndir frá Vestmannaeyjum upp í Landeyjasand. Undirbúningur er nú í fullum gangi. Eyjasundið er til styrktar Barnaheillum en allt safnað fé mun renna til stuðnings börnum sem búa á átakasvæðum. Leiðin sem hann mun synda er rúmlega 12 kílómetrar. Sigurgeir er enginn nýgræðingur þegar kemur […]

Hvergi rís fótbolti hærra en á Orkumóti í Eyjum

Peyjarnir hófu leik á Orkumótinu 2022 stundvíslega kl. 08:20 í gærmorgun og var veðrið í gær ágætt, skýjað en einstaka rigingarskúr. En það lék við leikmenn, þjálfara, foreldra og aðra gesti í skrúðgöngunni og á setningarhátíðinni. Dagurinn í dag heilsaði bjartur og fagur og líkur á góðu veðri um helgina. Orkumótinu lýkur á morgun með […]

Molda með nýtt lag á Spoify

„Moldavélin mallar reglulega og heldur áfram að semja,“ segir í nýútkomnu blaði Eyjafrétta um Eyjahljómsveitina Moldu sem hefur gert það gott undanfarið. Þeir hafa sent frá sér eigin lög en nýlega fékk hljómsveitin að endurgera íslenskan slagara og færa hann í Moldubúning. Það er hinn sígildi slagari, Láttu mig vera með 200.000 Naglbítum. Kemur lagið […]

Makríllinn – Ísleifur fékk nokkur tonn í nótt

Fyrstu skipin eru byrjuð að leita að makríl og eru skip Vinnslustöðvarinnar, Huginn VE og Ísleifur VE suður af Eyjum. Austar eru Hornafjarðarskipin, Jóna Edvalds og Ásgrímur Halldórsson. „Ísleifur hífði í nótt og fékk nokkur tonn sem var talsvert blandað við síld. Líklegast leita þeir vestar núna í dag,“ sagði Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar […]

Óbreytt fyrirkomulag á lundaveiði á heimalandinu

„Í kjölfar greinar sem ég skrifaði og birt var á Eyjamiðlunum 4. apríl sl. þá vil ég skora á bæjarráð að snúa til baka þeirri ákvörðun sem tekin var fyrir líklega 12 til 13 árum, þar sem ákveðið var að setja flest fjöllin á Heimaey í sérstakt veiðifélag og að aðrir en þeir sem væru […]

Greinin sem Stundin neitaði að birta

„Það er óþolandi að sitja undir rakalausri þvælu fjölmiðla. Hér svara ég einni slíkri þar sem ég rek hvernig unnt er að kaupa sig frá umfjöllun fjölmiðla en um leið kaupa sér umfjöllun um aðra. Þá segi ég frá hvernig kaupin gerast á fjölmiðlaeyrinni. Sú frásögn er áhugaverð í ljósi þess að í gær ávítaði […]

GRV – Neistinn hefur svo sannarlega kveikt elda

Á fundi fræðsluráðs 15. júní sl. voru kynntar niðurstöður í lestrarprófi í fyrsta bekk sem sýnir að verkefnið, Kveikjum neistann skilar árangri strax á fyrsta ári. Í minnisblaði fræðslufulltrúa segir: – Nú þegar fyrsta skólaárinu í þróunarverkefninu Kveikjum neistann er að ljúka liggja fyrir fyrstu niðurstöður í lestri. Niðurstöður sýna að allir nemendur sem voru […]

GRV – Betri árangur í stærðfræði í þriðja og sjötta bekk

Fleira gott er að gerast í Grunnskóla Vestmannaeyja (GRV) en sá glæsilegi árangur sem náðist í fyrsta bekk í vetur í átakinu, Kveikjum neistann. Nemendur í þriðja og sjötta bekk skólans bættu sig verulega á í stærðfræði eftir markvissa þjálfun milli prófa síðasta haust og vetur og í vor. Á síðasta fundi fræðsluráðs kynnti Helga […]

Bergey VE 114 verður Bergur VE 44

„Um síðustu mánaðamót fór Bergey VE 144 í slipp í Reykjavík. Þar hefur verið unnið að viðhaldi skipsins auk þess sem það skal málað bæði hátt og lágt. Að auki hefur verið skipt um nafn á skipinu og heitir það nú Bergur VE 44,“ segir á vef Síldarvinnslunnar, svn.is. „Dótturfélag Síldarvinnslunnar, Bergur – Huginn ehf. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.