Sea Life – Audrey á förum – Leitað að arftaka

Audrey Padgett sem farið hefur fyrir hvalasetri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum frá komu mjaldranna, Litlu hvítar og Litlu gráar í júní 2019 er nú á förum. Er hún ásamt Jana Sirova, sem er yfir starfsemi Sea Life Trust í Vestmannaeyjum og á Bretlandi að leita að arftaka Audrey. Má segja að viðtalið við þær […]

Formenn ósáttir vegna afsagnar Drífu

Yfirlýsing frá formönnum innan Starfsgreinasambands Íslands vegna afsagnar Drífu Snædal forseta ASÍ: Við undiritaðir formenn félaga innan Starfsgreinasambands Íslands viljum þakka fráfarandi forseta ASÍ fyrir farsælt og gefandi samstarf undanfarin 10 ár. Fyrst með flestum okkar sem framkvændastjóri SGS og síðustu fjögur ár sem forseti ASÍ. Drífa hefur verið róttæk, sýnileg og fylgt áherslum Alþýðusambands […]

Íris og Páll í undirbúningsnefnd um kaup á minnisvarða

Í bæjarráði var brugðist við ósk forsætisráðuneytisins um tilnefningu í undirbúningsnefnd um kaup á minnisvarða um eldgosið á Heimaey. Tveir fulltrúar af fimm  eru tilnefndir af bæjarstjórn Vestmannaeyja, tveir af Alþingi og einn án tilnefningar. Það er  Bryndís Hlöðversdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins sem verður formaður. Í bæjarráði voru Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri og Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar […]

Áframhaldandi samstarf og afmælisfjör

Í þessum mánuði eru tíu ár síðan Vestmanneyjabær og Hjallastefnan skrifuðu undir samning um rekstur Leikskólans Sóla. Því verður framhaldið því bæjarráð hefur samþykkt drög að nýjum samningi til fimm ára. Jafnframt voru lögð fyrir drög að viðauka við samninginn, um viðræður vegna inntöku barna frá 12 mánaða aldri. Samningurinn tekur gildi þann 15. ágúst […]

Stór skellur gegn KR

Fyrsti leikur eftir þjóðhátíð hefur oft verið erfiður Eyjamönnum. Svo var einnig í dag þegar ÍBV mætti KR í Bestu deild karla á Meistaravöllum. Niðurstaðan var 4:0 fyrir KR þannig að enn er á brattann að sækja fyrir ÍBV í botnbaráttunni. ÍBV er með tólf stig í níunda sæti og mætir FH, sem er í […]

Golf – Ræst klukkan 15.00 á Íslandsmótinu

Keppni á fjórða og síðasta degi Íslands­móts­ins í golfi í Vestmannaeyjum var frestað vegna veðurs kl. 10.00 í morgun. Keppni hófst klukk­an sex í morg­un og eru marg­ir kepp­end­ur langt komn­ir með loka­hring­inn. Nú er ákveðið að hefja leik kl. 15.00 þegar veður á að hafa gengið niður. Völlurinn er mjög blautur sem gerir keppendum […]

Íslandsmótið í bið vegna veðurs

Keppni á fjórða og síðasta degi Íslands­móts­ins í golfi í Vestmannaeyjum hefur verið frestað vegna veðurs. Keppni hófst klukk­an sex í morg­un og eru marg­ir kepp­end­ur langt komn­ir með loka­hring­inn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Golfsambandinu og fer mótstjórn yfir stöðuna. Keppni  hefst í fyrsta lagi kl. 13.00 og fá keppendur upplýsingar sendar í SMS […]

Mikið í húfi þegar ÍBV heimsækir KR í dag

Í dag kl. 17.00 er enn einn mikilvægur leikur hjá ÍBV í Bestu deild karla sem fara í Vesturbæinn og mæta KR í sextándu umferð deildarinnar. Eyjamenn hafa verið á góðu skriði og rétt hlut sinn verulega á töflunni. Síðast gerðu þeir 2:2 jafntefli á Hásteinsvelli og með því stigi hafði ÍBV halað inn sjö […]

KFS að blanda sér í toppbaráttuna

KFS lyfti sér upp í fimmta sæti þriðju deildar eftir 2:1 sigur á móti Víði í Garði á Týsvelli í dag. Mörk KFS skoruðu Víðir Þorvarðarson og Magnús Sigurnýjas Magnússon. Með þessum sigri er KFS að blanda sér í toppbaráttu þriðju deildar. (meira…)

Bylgja Dís og fjölskylda hætt komin

„Aðeins sekúndum mátti muna að heil fjölskylda léti lífið vegna koltvísýringseitrunar í fellihýsi á dögunum. Þau segjast þakklát fyrir að ekki fór verr og að tveggja ára sonur þeirra eigi nú allt lífið fram undan,“ segir á Vísi.is þar sem því er lýst þegar þriggja manna fjölskylda var hætt komin á tjaldstæði á Akureyri fyrir […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.