Jakob Möller segir takk og bless eftir 52 ár í VSV og Fiskiðjunni

 „Ég ákvað í vetur að láta staðar numið núna í sumar og stend við það. Nú er komið að þeim tímamótum og ég ætla að byrja á því að taka mér gott frí. Föst vinna verður að baki en ég útiloka ekki að láta sjá mig hér aftur tímabundið í vinnugalla. Ef Vinnslustöðina sárvantar mann […]

AUÐUR SCHEVING TIL EYJA Á NÝ

Landsliðsmarkvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving kemur til með að leika með knattspyrnuliði ÍBV út keppnistímabilið á láni frá Val. Auður þekkir vel til í Vestmannaeyjum en hún lék frábærlega með liðinu síðustu tvær leiktíðir. Guðný Geirsdóttir lék fyrstu 8 deildarleiki ÍBV á tímabilinu áður en hún meiddist í bikarleik gegn Stjörnunni og er hún enn frá […]

Öflugt lið lögreglu á þjóðhátíð

„Í það heila verða hátt í fjörutíu manns að störfum hjá okkur í lögreglunni um þjóðhátíð. Fólk sem gengur vaktir, rannsóknarlögreglumenn og fíkniefnaeftirlit með þrjá hunda. Sautján koma frá okkur og um tuttugu koma hingað til starfa frá öðrum embættum. Maður gerir sér grein fyrir því, sama hvar það er að þegar mikill fjöldi kemur […]

Makrílvertíð án þjóðhátíðarhlés

Makrílvertíð án þjóðhátíðarhlés Makríllinn í Smugunni vonast trúlega eftir því að geta sveiflað sporði áhyggjulaust á meðan þjóðhátíð varir í Vestmannaeyjum. Svo verður ekki. Vertíðin hefur sinn gang, bæði veiðar og vinnsla. Það á að minnsti við um Vinnslustöðina. Öll uppsjávarskipin fjögur eru á sjó og vinna í landi verður í samræmi við aflann sem […]

Bandarísk knattspyrnukona til liðs við ÍBV

ÍBV hefur samið við bandarísku knattspyrnukonuna Madison Wolfbauer um að leika með liðinu út tímabilið í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Madison er 22 ára gamall sóknarmaður sem lék í næst efstu deild Frakklands fyrr á árinu. Madison lék með knattspyrnuliði Bowling Green háskólans um nokkurra ára skeið og var valin sóknarmaður ársins í Mið-Ameríkudeildinni […]

Forvarnarhópurinn Bleiki Fíllinn kveður (í núverandi mynd).

„Við í Forvarnarhópnum Bleiki Fíllinn höfum nú sinnt þessu sjálfboðastarfi í tíu ár. Má því telja að þetta sé lengst starfandi hópur á Íslandi sem sinnt hefur slíkri vinnu,“ segir á Facebook-síðu Bleika fílsins sem steig sín fyrstu skref á þjóðhátíð fyrir tíu árum. „Við hófum störf í afar ólíku landslagi en við sjáum nú. […]

Besta deildin – Mikilvægur leikur í Breiðholtinu

ÍBV á möguleika á að koma sér af fallsvæðinu þegar Eyjamenn mæta Leikni í fjórtándu umferð Bestu deildar karla á Domusnova-vellinum í dag kl. 14.00. Leikn­ir er með tíu stig eins og FH en ÍBV og ÍA eru með átta stig en ÍBV er sæti ofar á hagstæðara markahlutfalli. Það er því mikið undir fyrir bæði […]

Syndir frá Eyjum í Landeyjasand í dag

Sigurgeir Svanbergsson mun synda frá Vestmannaeyjum yfir til Landeyjasanda í dag klukkan 15:45 til styrktar Barnaheillum. Leiðin sem hann mun synda er rúmlega 12 kílómetrar og hefst á Eiðinu. Þetta kemur frá á FB-síðu Magga Braga. Þú getur veitt stuðning hér: https://sofnun.barnaheill.is/ (meira…)

Snemmbær stuðningur í hnotskurn

Leikskólarnir munu innleiða þróunarverkefnið Snemmbær stuðningur í hnotskurn á komandi skólaári. Það er Menntamálastofnun sem leiðir verkefnið. Þetta kemur fram á síðasta fundi fræðsluráðs. Samkvæmt verkáætlun frá Menntamálastofnun þarf að gera ráð fyrir einum starfsdegi í ágúst fyrir undirbúning og námskeið fyrir starfsmenn í tengslum við verkefnið. Þann dag er starfsdagur samkvæmt samþykktu skóladagatali og […]

Ísfélagið – Makríll – Fjögur þúsund tonn af nítján þúsund

„Makrílveiðin hófst hjá okkur um 10. júlí í Smugunni. Skipin okkar, Álsey, Sigurður og Heimaey vinna saman á miðunum, aflinn settur í eitt skip í einu. Heimaey er að landa í Eyjum, um 1000 tonnum. Áður höfðu Sigurður og Álsey landað rúmum 2000 tonnum,“ sagði Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins. Álsey er á landleið með fullfermi […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.