Fjórir bræður heiðraðir á sjómannadaginn

Einn af hápunktum sjómannadagshátíðarinnar er þegar sjómenn eru heiðraðir af stéttarfélögunum, Sjómannafélaginu Jötni, Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Verðandi og Vélstjórafélaginu við hátíðarhöldin á Stakkagerðistúni. Það kom í hlut Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambandsins og fyrrverandi formanns Jötuns að afhenda viðurkenningarnar. Sigurður Sveinsson var heiðraður af Jötni, Hjálmar Guðmundsson af Vélstjórafélaginu og fjórir synir Óskars Matthíassonar á Leó […]
Vinnslustöðin kaupir uppsjávarskipið Garðar frá Noregi

Stjórn Vinnslustöðvarinnar hefur samþykkt að kaupa H-34-AV Gardar af norsku útgerðarfyrirtæki og bæta þar með við fjórða skipinu í uppsjávarflota sinn. Þar eru fyrir Huginn, Ísleifur og Kap. Þetta kemur fram á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar, vsv.is og tilkynnti Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri um kaupin í boði með sjómönnum á skipum félagsins síðdegis í dag. Þar segir: […]
Sjómannadagurinn – Mikill mannfjöldi á Vigtartorgi

Trúlega hafa sjaldan eða aldrei fleiri fylgst með dagskrá Sjómannadagsins á Vigtartorgi en í dag. Minnti á gömlu góðu dagana þegar safnast var saman við Friðarhöfn sem var miðpunktur hátíðarhaldanna. Hjálpaðist margt að, fjölbreytt dagskrá þar sem unga fólkið fær tækifæri til að spreyta sig. Gott veður og að mikill fjöldi er í bænum, bæði […]
Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar í hádeginu

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Einarsstofu, Safnahúsi, í dag, 9. júní og hefst hann kl. 12:00. Á dagskrá er kosning forseta bæjarstjórnar, varaforseta og skrifara. Líka verður kosið í ráð, nefndir og stjórnir og þóknun til fulltrúa í nefndum og ráðum á vegum Vestmannaeyjabæjar ákveðin. Loks er það ráðning bæjarstjóra. Bæjarfulltrúar eru […]
Sumarið er tíminn!

Við fögnum Sjómannadeginum um næstu helgi og í dag hefst TM mótið í knattspyrnu. Þessir tveir stóru viðburðir falla saman í tíma á nokkurra ára fresti og þá er nóg um að vera. Við hjá Vestmannaeyjabæ, eins og Eyjamenn allir, erum alltaf jafn stolt og glöð þegar ÍBV íþróttafélag heldur sín knattspyrnumót á hverju sumri. […]
Líkn gefur tæki fyrir eina og hálfa milljón

Eins og svo oft áður komu Líknarkonur færandi hendi á HSU í Vestmannaeyjum í gær og að venju fengu þær hlýjar móttökur. María Sigurjörnsdóttir, formaður Líknar fór fyrir hópnum. Að þessu sinni gáfu konunar, baðstóll, loftdýnur og lífsmarkamælir. „Alls er verðmæti þessara gjafa um ein milljón krónur. Einnig er á leiðinni heyrnarmælingatæki sem verður afhent á […]
Eyjafréttum dreift eftir hádegið

Af óviðráðanlegum ástæðum seinkar útkomu Eyjafrétta. Mistök urðu hjá Póstinum í Reykjavík en þeirra maður í Eyjum, Erlingur Guðbjörnsson, brást hratt við og er blaðið nú á leiðinni í Landeyjahöfn. Gangi allt að óskum kemur blaðið með 13.15 ferðinni úr Landeyjahöfn og verður dreift milli 14.00 og 15.00. (meira…)
Siggi Braga framlengir

Sigurður Bragason og handknattleiksdeild ÍBV hafa komist að samkomulagi um að Sigurður verði áfram þjálfari meistaraflokks kvenna. Samningurinn nær til næstu tveggja keppnistímabila. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍBV þar sem segir að Siggi hafi sinnt starfinu undanfarin þrjú ár og voru báðir aðilar áhugasamir um áframhaldandi samstarf. „Við erum ánægð með að vera búin […]
Guðjón Pétur biðst afsökunar á framkomu sinni

Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður ÍBV í knattspyrnu hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann biðst afsökunar á framkomu sinni í leik gegn ÍA á Hásteinsvelli fyrir skömmu: Kæru stuðningsmenn og allir tengdir ÍBV. Mig langar að biðja alla afsökunar á hegðun minni í leik gegn ÍA fyrir rúmri viku þar sem ég fór yfir […]
Hákon Helgi nýr forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar

Alls sóttu tólf umsækjendur um stöðu forstöðumanns og var Hákon Helgi Bjarnason valinn úr þeim hópi, segir í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ. Tekur Hákon Helgi við af Grétari Þór Eyþórssyni. Hákon Helgi lauk B.S. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík 2010 og MS í viðskiptafræði, með áherslu á nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi, frá Copenhagen Business School 2013. […]