Veður var eins og best verður á kosið, stillt en skýjað þegar á annað hundrað þátttakendur í Vestmannaeyjahlaupinu voru ræstir kl. 13.00 í dag. Hlaupnir voru fimm og tíu kílómetrar.
Í fimm kílómetra hlaupinu var Kristinn Þór Kristinsson fyrstur karla á tímanum 17:27 mínútum og af konunum kom Kristín Klara Óskarsdóttir fyrst í mark á tímanum 23:40 mínútum.
Í tíu kílómetra hlaupinu var Þórólfur Ingi Þórsson sprettharðastur á 33:47 mínútum og hjá konunum var Íris Anna Skúladóttir öruggur sigurvegari á 38:52 mínútum.
Krakkarnir fengur líka að spreyta sig og þar var gleðin mest.
Peningaverðlaun voru í boði fyrir þrjú efstu sætin, hæst 100. 000 krónur.
Myndir: Þorsteinn Ólafsson.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst